Mál númer 201902275
- 11. desember 2019
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #751
Lögð fyrir bæjarráð tillaga um tilhögun á uppsetningu myndavéla eftir samráð við starfshóp lögreglu og Neyðarlínu
Afgreiðsla 1423. fundar bæjarráðs samþykkt á 751. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
- 28. nóvember 2019
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1423
Lögð fyrir bæjarráð tillaga um tilhögun á uppsetningu myndavéla eftir samráð við starfshóp lögreglu og Neyðarlínu
Framkomnar tillögur um breytingar á staðsetningu öryggismyndavéla samþykktar með 3 atkvæðum.
- 15. maí 2019
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #739
Óskað er eftir heimild bæjarráðs til þess að ganga frá meðfylgjandi samkomulagi og að heimila áframahaldandi undirbúning málsins með staðsetningu heimæða og undirstaðna fyrir myndavélamöstur.
Afgreiðsla 1398. fundar bæjarráðs samþykkt á 739. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 9. maí 2019
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1398
Óskað er eftir heimild bæjarráðs til þess að ganga frá meðfylgjandi samkomulagi og að heimila áframahaldandi undirbúning málsins með staðsetningu heimæða og undirstaðna fyrir myndavélamöstur.
Samþykkt með 3 atkvæðum að fela bæjarstjóra að undirrita samning í samræmi við fyrirliggjandi drög og fela Umhverfissviði að halda áfram með undirbúning málsins í samræmi við fyrirliggjandi minnisblað.
- 20. mars 2019
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #735
Lögð er fyrir bæjarráð tillaga um öryggismyndavélar í Mosfellsbæ
Afgreiðsla 1389. fundar bæjarráðs samþykkt á 735. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 7. mars 2019
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1389
Lögð er fyrir bæjarráð tillaga um öryggismyndavélar í Mosfellsbæ
Samþykkt með 3 atkvæðum á 1389. fundi bæjarráðs að heimila framkvæmdastjóra Umhverfissviðs að ganga frá meðfylgjandi samkomulagi og að heimila áframahaldandi undirbúning málsins með staðsetningu heimæða og undirstaðna fyrir myndavélamöstur. Heimild til undirritunar samkomulags er háð því að Lögreglan á Höfuðborgarsvæðinu verði ábyrgðaraðili við alla öflun og vinnslu persónuupplýsinga og muni ennfremur taka að sér að taka á móti öllum beiðnum um aðgang að myndefni og afgreiða þær í samræmi við persónuverndarlög.
Bæjarráð fagnar því að áform séu uppi um að koma fyrir fleiri öryggismyndavélum í Mosfellsbæ sem stefnt er að á næstu misserum. Slíkt fyrirkomulag, í samráði við lögreglu, getur aðeins aukið öryggi.