4. apríl 2025 kl. 08:00,
í Kjarna
Fundinn sátu
- Árni Jón Sigfússon byggingarfulltrúi
- Þór Sigurþórsson verkefnastjóri
Fundargerð ritaði
Árni Jón Sigfússon byggingarfulltrúi
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Hjarðarland 1 - Fyrirspurn til byggingarfulltrúa202503412
Höskuldur Þráinsson Hjarðarlandi 1 sendir fyrirspurn um hvort leyft verði að skrá sjálfstæða íbúð í kjallara einbýlishúss við Hjarðarland nr. 1 í samræmi við framlögð gögn.
Vísað til umsagnar skipulagsnefndar og skipulagsfulltrúa þar sem ekki er í gildi deiliskipulag á svæðinu.
2. Kolbrúnargata 5 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Flokkur 2202503355
Byggingafélagið Bakki ehf. Þverholti 2 sækir um leyfi til að byggja úr steinsteypu 5 íbúða fjölbýlishús á tveimur hæðum á lóðinni Lóugata nr. 5 í samræmi við framlögð gögn. Stærðir: 562,2 m², 1730,2 m³.
Samþykkt. Niðurstaða afgreiðslufundar felur í sér samþykkt byggingaráforma í samræmi við 11. gr. laga um mannvirki nr. 160 / 2010. Óheimilt er að hefja framkvæmdir fyrr en byggingarfulltrúi hefur gefið út byggingarleyfi í samræmi við 13. gr. laga um mannvirki nr. 160 / 2010.
3. Völuteigur 2 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Flokkur 2,202311585
Brimgarðar ehf. Sundagörðum 8 sækja um leyfi til breytinga áður samþykktra aðaluppdrátta atvinnuhúsnæðis við Völuteig nr. 2 í samræmi við framlögð gögn. Stærðir breytast ekki.
Samþykkt