Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

4. apríl 2025 kl. 08:00,
í Kjarna


Fundinn sátu

  • Árni Jón Sigfússon byggingarfulltrúi
  • Þór Sigurþórsson verkefnastjóri

Fundargerð ritaði

Árni Jón Sigfússon byggingarfulltrúi


Dagskrá fundar

Almenn erindi

  • 1. Hjarð­ar­land 1 - Fyr­ir­spurn til bygg­ing­ar­full­trúa202503412

    Höskuldur Þráinsson Hjarðarlandi 1 sendir fyrirspurn um hvort leyft verði að skrá sjálfstæða íbúð í kjallara einbýlishúss við Hjarðarland nr. 1 í samræmi við framlögð gögn.

    Vísað til um­sagn­ar skipu­lags­nefnd­ar og skipu­lags­full­trúa þar sem ekki er í gildi deili­skipu­lag á svæð­inu.

    • 2. Kol­brún­argata 5 - Um­sókn um bygg­ing­ar­heim­ild eða -leyfi - Flokk­ur 2202503355

      Byggingafélagið Bakki ehf. Þverholti 2 sækir um leyfi til að byggja úr steinsteypu 5 íbúða fjölbýlishús á tveimur hæðum á lóðinni Lóugata nr. 5 í samræmi við framlögð gögn. Stærðir: 562,2 m², 1730,2 m³.

      Sam­þykkt. Nið­ur­staða af­greiðslufund­ar fel­ur í sér sam­þykkt bygg­ingaráforma í sam­ræmi við 11. gr. laga um mann­virki nr. 160 / 2010. Óheim­ilt er að hefja fram­kvæmd­ir fyrr en bygg­ing­ar­full­trúi hef­ur gef­ið út bygg­ing­ar­leyfi í sam­ræmi við 13. gr. laga um mann­virki nr. 160 / 2010.

      • 3. Völu­teig­ur 2 - Um­sókn um bygg­ing­ar­heim­ild eða -leyfi - Flokk­ur 2,202311585

        Brimgarðar ehf. Sundagörðum 8 sækja um leyfi til breytinga áður samþykktra aðaluppdrátta atvinnuhúsnæðis við Völuteig nr. 2 í samræmi við framlögð gögn. Stærðir breytast ekki.

        Sam­þykkt

        Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 10:00