25. júlí 2024 kl. 13:00,
í Kjarna
Fundinn sátu
- Kristinn Pálsson skipulagsfulltrúi
Fundargerð ritaði
Kristinn Pálsson skipulagsfulltrúi
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Korputún Blikastaðir - þjónustu- og athafnasvæði, gatnagerð202208665
Borist hefur umsókn um framkvæmdaleyfi frá verkefnastjóra á umhverfissviði, dags. 25.07.2024, fyrir gatnagerð 1. áfanga Korputúns; verslunar, þjónustu- og athafnasvæðis í Blikastaðalandi við Korpúlfsstaðaveg. Framkvæma á um 340 m veg samsíða Vesturlandsvegi frá Korpúlsstaðavegi til suðurs, í samræmi við gögn. Um er að ræða gatna- og stígagerð, lagnavinnu fráveitu og vatnsveitu ásamt ofanvatnsrásum og útrásum. Framkvæmdin felur enn fremur í sér að leggja dreifikerfi fyrir Hitaveitu Mosfellsbæjar, Veitur, Mílu og Ljósleiðarann. Áætlaður framkvæmdatími er frá ágúst 2024 til maí 2025. Framkvæmdastjórn og umsjón verður hjá umhverfissviði Mosfellsbæjar. Bæjarráð staðfesti á 1633. fundi sínum að ganga til samninga við framkvæmdaraðila í samræmi við niðurstöður útboðs.
Með vísan í afgreiðsluheimildir skipulagsfulltrúa, í samþykktum um stjórn Mosfellsbæjar, samþykkir skipulagsfulltrúi útgáfu framkvæmdaleyfis í samræmi við 13. og 15. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og reglugerð um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012, mun hann annast útgáfu þess. Veitt er leyfi fyrir gatnagerð 1. áfanga í samræmi við fyrirliggjandi hönnunargögn Verkís samkvæmt 7. gr. sömu reglugerðar og gildandi deiliskipulagi Korputúns (Deiliskipulag verslunar, þjónustu- og athafnasvæðis í Blikastaðalandi) staðfest 18.01.2023.