Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

11. ágúst 2022 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

 • Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) aðalmaður
 • Aldís Stefánsdóttir (ASt) varamaður
 • Valdimar Birgisson (VBi) varamaður
 • Jana Katrín Knútsdóttir (JKK) aðalmaður
 • Dagný Kristinsdóttir (DK) áheyrnarfulltrúi
 • Þóra Margrét Hjaltested embættismaður
 • Arnar Jónsson forstöðumaður þjónustu- og samskiptadeildar

Fundargerð ritaði

Þóra M. Hjaltested lögmaður

Í upp­hafi fund­ar var sam­þykkt með fjór­um at­kvæð­um að taka á dagskrá nýtt mál, skóla­daga­töl 2022-2023, sem verði mál nr. 5.


Dagskrá fundar

Almenn erindi

 • 1. Um­sagn­ar óskað um stað­setn­ingu öku­tækjaleigu að Dala­tanga 16202207202

  Erindi Samgöngustofu þar sem óskað er umsagnar um staðsetningu ökutækjaleigu að Dalatanga 16.

  Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir með fjór­um at­kvæð­um að vísa er­ind­inu til um­sagn­ar skipu­lags­full­trúa.

 • 2. Ferða­þjón­ustuklasi í Skamma­dal202208143

  Erindi Ólafs Sigurðssonar varðandi skoðun á skipulagningu ferðaþjónustuklasa í Skammadal.

  Til­laga D lista:
  Bæj­ar­ráðs­mað­ur D lista legg­ur til að stofn­að­ur verði starfs­hóp­ur starfs­manna Mos­fells­bæj­ar og bæj­ar­full­trúa sem fái það hlut­verk að fara yfir fram­tíð­ar­skipu­lag og mögu­lega nýt­ingu Skamma­dals, með til­liti til m.a. fyr­ir­hug­aðs skamma­dals­veg­ar aust­ur úr Helga­fells­hverfi sem er á að­al­skipu­lagi. Um­fjöllun um þetta er­indi myndi þá falla und­ir vinnu þess starfs­hóps.

  Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir með fjór­um at­kvæð­um að vísa til­lög­unni til vinnu við end­ur­skoð­un að­al­skipu­lags.

  ***

  Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir með fjór­um at­kvæð­um að fela bæj­ar­stjóra að ræða við bréf­rit­ara.

 • 3. Skar­hóla­braut 3 - vegna út­hlut­un­ar á lóð202208169

  Ósk Pálsson & Co ehf. um úthlutun lóðarinnar Skarhólabraut 3.

  Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir með fjór­um at­kvæð­um að vísa er­ind­inu til um­sagn­ar bæj­ar­stjóra.

 • 4. Brú­ar­land - fram­tíð­ar­notk­un, Ný­fram­kvæmd202204069

  Kynning á stöðu framkvæmda við Brúarland.

  Upp­lýs­ing­ar veitt­ar um stöðu fram­kvæmda við Brú­ar­land. Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir með fjór­um at­kvæð­um að fela bæj­ar­stjóra að láta út­búa minn­is­blað um þær fram­kvæmd­ir sem hafa far­ið fram í Brú­ar­landi frá því bær­inn tók við bygg­ing­unni frá rík­inu sem og yf­ir­lit yfir kostn­að við fram­kvæmd­ir.

  Gestir
  • Linda Udengard, framkvæmdastjóri fræðslu- og frístundasviðs
  • Jóhanna B. Hansen, framkvæmdastjóri umhverfissviðs
 • 5. Skóla­daga­töl 2022-2023202112253

  Lögð er til breyting á skóladagatali Kvíslarskóla vegna framkvæmda við skólann.

  Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir með fjór­um at­kvæð­um að breyta skóla­da­ga­tali Kvísl­ar­skóla þann­ig að skóla­setn­ing fari fram 29. ág­úst nk.

  Gestir
  • Jóhanna B. Hansen, framkvæmdastjóri umhverfissviðs
  • Linda Udengard, framkvæmdastjóri fræðslu- og frístundasviðs
 • 6. Úr Skeggjastaðalandi 271 Mos­fells­bær um­sagn­ar­beiðni-rekstr­ar­leyfi202208128

  Erindi sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu þar sem óskað er umsagnar um umsókn Tin ehf. leyfi til rekstrar gististaðar í flokki II að Skeggjastöðum.

  Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir með fimm at­kvæð­um að gera ekki at­huga­semd við fyr­ir­liggj­andi um­sókn m.a. með vís­an til út­tekt­ar bygg­ing­ar­full­trúa.

Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 09:04