16. febrúar 2022 kl. 16:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Kolbrún G Þorsteinsdóttir (KGÞ) formaður
- Valgarð Már Jakobsson (VMJ) varaformaður
- Friðbert Bragason (FB) aðalmaður
- Alexander Vestfjörð Kárason (AVK) varamaður
- Sveinbjörg Davíðsdóttir (SD) áheyrnarfulltrúi
- Helga Georgsdóttir (HG) áheyrnarfulltrúi
- Linda Hersteinsdóttir (LH) áheyrnarfulltrúi
- Rósa Ingvarsdóttir (RI) varamaður
- Guðbjörg Linda Udengard (LU) framkvæmdastjóri fræðslusviðs
- Gunnhildur María Sæmundsdóttir skólafulltrúi
Fundargerð ritaði
Gunnhildur Sæmundsdóttir Skólafulltrúi
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Skóladagatöl 2022-2023202112253
Skóladagatöl leik- og grunnskóla lögð fram til staðfestingar.
Fræðslunefnd samþykkir að bæta við einum skipulagsdegi í leikskólum og verða þeir fimm talsins á starfstíma, líkt og í grunnskólum. Fræðslunefnd staðfestir einnig öll skóladagatöl í leik- og grunnskólum fyrir næsta skólaár, 2022 - 2023.
- FylgiskjalMinnisblað starfsmanns.pdfFylgiskjalKvíslarskóli 2022 - 2023.pdfFylgiskjalVarmárskóli 2022 - 2023.pdfFylgiskjalHelgafellsskóli 2022-2023 180 dagar, mið- og unglingastig.pdfFylgiskjalHelgafellsskóli -leikskóli 2022 - 2023.pdfFylgiskjalLágafellsskóli 2022 - 2023.pdfFylgiskjalHöfðaberg-2022-2023 -.pdfFylgiskjalKrikaskóli 2022-2023 (3).pdfFylgiskjalHlaðhamar-2022-2023.pdfFylgiskjalLeirvogstunga-2022-2023.pdfFylgiskjalHlíð -2022-2023 -.pdfFylgiskjalHulduberg 2022-23.pdfFylgiskjalReykjakots 2022 - 2023.pdf
2. Klörusjóður 2022202202172
Áhersluþættir Klörusjóðs 2022
Fræðslunefnd samþykkir að áhersluatriði Klörusjóðs 2022 verði umhverfisfræðsla. Opnað verður fyrir umsóknir 1. mars og umsóknarfrestur er til 15. apríl.
3. Mat á áhrifum ákvarðana sveitarfélaga á börn202201610
Lagt fram til kynningar erindi umboðsmanns barna varðandi mat á áhrifum ákvarðana sveitarfélaga á börn og rétt barna til þátttöku og áhrifa. Bæjarráð samþykkti á 1522. fundi að vísa erindinu til stýrihóps Mosfellsbæjar í verkefninu um barnvæn sveitarfélög og til kynningar í ungmennaráði.
Bréf frá Umboðsmanni barna lagt fram og kynnt.
4. Skólaþing Sambands íslenskra sveitarfélaga 2022202202215
Lagt fram til kynningar dagskrá Skólaþings Sambands íslenskra sveitarfélaga sem haldið verður rafrænt í febrúar og mars. Upplýsingar má finna á heimasíðu Samband íslenskra sveitarfélaga, www.samband.is.
Lagðar fram upplýsingar um skólaþing sveitarfélaga sem haldið verður í febrúar og mars.
5. Upplýsingar til fræðslunefndar vegna Covid19202008828
Upplýsingar um skóla- og frístundastarf vegna Covid-19.
Framkvæmdastjóri fræðslu- og frístundasviðs fór yfir stöðuna í skóla- og frístundastarfi í samræmi við reglugerða um takmörkum vegna farsóttar nr. 177/2022.