27. apríl 2022 kl. 17:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Kolbrún G Þorsteinsdóttir (KGÞ) formaður
- Valgarð Már Jakobsson (VMJ) varaformaður
- Arna Björk Hagalínsdóttir (ABH) aðalmaður
- Friðbert Bragason (FB) aðalmaður
- Michele Rebora (MR) áheyrnarfulltrúi
- Elín Anna Gísladóttir (EAG) aðalmaður
Fundargerð ritaði
Gunnhildur Sæmundsdóttir Skólafulltrúi
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Klörusjóður 2022
202202172Vinnufundur - úthlutun úr Klörusjóði 2022
Alls bárust tvær gildar styrkumsóknir í Klörusjóð frá leik- og grunnskólum Mosfellsbæjar. Fræðslunefnd þakkar umsækjendum fyrir áhugaverðar og metnaðarfullar umsóknir. Umsóknir voru lagðar fram, ræddar og metnar. Lagt er til við bæjarstjórn að eftirfarandi umsóknir hljóti styrk úr Klörusjóði árið 2022: Um Hverfið, kr. 650.000, Ágústa Óladóttir, Krikaskóla og Fjölbreytt hreyfing í útivist, kr. 240.000, Eva Rún Þorsteinsdóttir, Helgafellsskóla.