Mál númer 202103590
- 2. júní 2021
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #784
Afhending styrkja til ungra og efnilegra ungmenna fyrir sumarið 2021.
Afgreiðsla 246. fundar íþrótta-og tómstundanefndar samþykkt á 784. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 20. maí 2021
Íþrótta- og tómstundanefnd Mosfellsbæjar #246
Afhending styrkja til ungra og efnilegra ungmenna fyrir sumarið 2021.
Á fund nefndarinnar mættu styrkþegar og tóku við styrknum og þáðu veitingar. Formaður ávarpaði hópinn og óskaði þeim til hamingju og velfarnaðar fyrir hönd Mosfellsbæjar
- 21. apríl 2021
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #781
Styrkir til efnilegra ungmenna 2021
Afgreiðsla 244. fundar íþrótta-og tómstundanefndar samþykkt á 781. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 7. apríl 2021
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #780
Styrkir til efnilegra ungmenna 2021
Bókun M-lista
Fulltrúi Miðflokksins fagnar þeim sem hér fengu styrki til að stunda íþrótt sína. Þeim er óskað til hamingju. Jafnframt er harmað að ekki sé tryggt að fleiri ungmenni fái styrk til þess hins sama. Hér er m.a. um að ræða ungt fólk í fremstu röð í fjölmennum íþróttagreinum sem fá engan styrk í miðjum COVID faraldri. Það er miður.***
Afgreiðsla 244. fundar íþrótta- og tómstundanefndar samþykkt á 780. fundi bæjarstjórnar með átta atkvæðum. Fulltrúi M-lista sat hjá.
- 25. mars 2021
Íþrótta- og tómstundanefnd Mosfellsbæjar #244
Styrkir til efnilegra ungmenna 2021
í ár bárust nefndinni 25 umsóknir, það eru töluvert fleiri en undanfarin ár. Allir umsóknaraðilar eru sannarlega vel að styrknum komnir og íþrótta- og tómstundanefnd þakkar öllum aðilum fyrir sínar umsóknir.
Íþrótta- og tómstundanefnd leggur til að eftirfarandi ungmenni hljóti styrk sumarið 2021 til að stunda sína tómstund- og íþrótt. Sjá fylgiskjal merkt fylgiskjal til bæjarstjórnar.