Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

25. mars 2021 kl. 16:15,
í fjarfundi


Fundinn sátu

  • Sturla Sær Erlendsson formaður
  • Kolbrún Ýr Oddgeirsdóttir varaformaður
  • Valdimar Leó Friðriksson aðalmaður
  • Andrea Jónsdóttir aðalmaður
  • Örlygur Þór Helgason (ÖÞH) áheyrnarfulltrúi
  • Magnús Sverrir Ingibergsson áheyrnarfulltrúi
  • Branddís Ásrún Pálsdóttir aðalmaður
  • Guðbjörg Linda Udengard (LU) framkvæmdastjóri fræðslusviðs
  • Sigurður Brynjar Guðmundsson menningarsvið
  • Edda Ragna Davíðsdóttir menningarsvið
  • Gunnhildur María Sæmundsdóttir

Fundargerð ritaði

Edda Davíðsdóttir Tómstundafulltrúi

Í upp­hafi fund­ar var sam­þykkt með öll­um greidd­um at­kvæð­um að taka mál 202103153 inn á dagskrá fund­ar sem dag­skrárlið 1.


Dagskrá fundar

Almenn erindi

  • 1. Skýrsla um fram­tíð­ar­skipu­lag Varmárs­svæð­is202103153

    Skýrsla EFLU um framtíðarskipulag Varmársvæðis ásamt minnisblaði samráðsvettvangs Mosfellsbæjar og Aftureldingar lögð fram í íþrótta- og tómstundanefnd til umfjöllunar í samráði við ákvörðun bæjarráðs á 1480. fundi.

    Á fund­inn mætti Jó­hanna B Han­sen Fram­kvæmda­stjóri um­hverf­is­sviðs og kynnti skýrslu EFLU um fram­tíð­ar­skipu­lag Varmár­svæð­is.
    Íþrótta- og tóm­stunda­nefnd tek­ur und­ir bók­un bæj­ar­ráðs og þakk­ar sam­starfs­vett­vangi Mos­fells­bæj­ar og Aft­ur­eld­ing­ar fyr­ir skýrslu um fram­tíð­ar­skipu­lag Varmár­svæð­is sem unn­in var í til­efni af 110 ára af­mæli Ung­menna­fé­lags­ins Aft­ur­eld­ing­ar. Með þess­ari skýrslu er kom­inn góð­ur grunn­ur til að for­gangsr­aða fram­kvæmd­um á Varmár­svæð­inu til fram­tíð­ar.

    Gestir
    • Jóhanna B Hansen
  • 2. Styrk til efni­legra ung­menna sum­ar 2021202103590

    Styrkir til efnilegra ungmenna 2021

    í ár bár­ust nefnd­inni 25 um­sókn­ir, það eru tölu­vert fleiri en und­an­farin ár. All­ir um­sókn­ar­að­il­ar eru sann­ar­lega vel að styrkn­um komn­ir og íþrótta- og tóm­stunda­nefnd þakk­ar öll­um að­il­um fyr­ir sín­ar um­sókn­ir.
    Íþrótta- og tóm­stunda­nefnd legg­ur til að eft­ir­far­andi ung­menni hljóti styrk sum­ar­ið 2021 til að stunda sína tóm­st­und- og íþrótt. Sjá fylgiskjal merkt fylgiskjal til bæj­ar­stjórn­ar.

    Full­trúi L-lista ósk­aði eft­ir að mál 202010258 yrði tek­ið á dagskrá fund­ar­ins. Því var hafn­að með 4 at­kvæð­um á móti 1 at­kvæði.

    Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 19:00