25. mars 2021 kl. 16:15,
í fjarfundi
Fundinn sátu
- Sturla Sær Erlendsson formaður
- Kolbrún Ýr Oddgeirsdóttir varaformaður
- Valdimar Leó Friðriksson aðalmaður
- Andrea Jónsdóttir aðalmaður
- Örlygur Þór Helgason (ÖÞH) áheyrnarfulltrúi
- Magnús Sverrir Ingibergsson áheyrnarfulltrúi
- Branddís Ásrún Pálsdóttir aðalmaður
- Guðbjörg Linda Udengard (LU) framkvæmdastjóri fræðslusviðs
- Sigurður Brynjar Guðmundsson menningarsvið
- Edda Ragna Davíðsdóttir menningarsvið
- Gunnhildur María Sæmundsdóttir
Fundargerð ritaði
Edda Davíðsdóttir Tómstundafulltrúi
Í upphafi fundar var samþykkt með öllum greiddum atkvæðum að taka mál 202103153 inn á dagskrá fundar sem dagskrárlið 1.
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Skýrsla um framtíðarskipulag Varmárssvæðis202103153
Skýrsla EFLU um framtíðarskipulag Varmársvæðis ásamt minnisblaði samráðsvettvangs Mosfellsbæjar og Aftureldingar lögð fram í íþrótta- og tómstundanefnd til umfjöllunar í samráði við ákvörðun bæjarráðs á 1480. fundi.
Á fundinn mætti Jóhanna B Hansen Framkvæmdastjóri umhverfissviðs og kynnti skýrslu EFLU um framtíðarskipulag Varmársvæðis.
Íþrótta- og tómstundanefnd tekur undir bókun bæjarráðs og þakkar samstarfsvettvangi Mosfellsbæjar og Aftureldingar fyrir skýrslu um framtíðarskipulag Varmársvæðis sem unnin var í tilefni af 110 ára afmæli Ungmennafélagsins Aftureldingar. Með þessari skýrslu er kominn góður grunnur til að forgangsraða framkvæmdum á Varmársvæðinu til framtíðar.Gestir
- Jóhanna B Hansen
2. Styrk til efnilegra ungmenna sumar 2021202103590
Styrkir til efnilegra ungmenna 2021
í ár bárust nefndinni 25 umsóknir, það eru töluvert fleiri en undanfarin ár. Allir umsóknaraðilar eru sannarlega vel að styrknum komnir og íþrótta- og tómstundanefnd þakkar öllum aðilum fyrir sínar umsóknir.
Íþrótta- og tómstundanefnd leggur til að eftirfarandi ungmenni hljóti styrk sumarið 2021 til að stunda sína tómstund- og íþrótt. Sjá fylgiskjal merkt fylgiskjal til bæjarstjórnar.
Fulltrúi L-lista óskaði eftir að mál 202010258 yrði tekið á dagskrá fundarins. Því var hafnað með 4 atkvæðum á móti 1 atkvæði.