Mál númer 202103153
- 21. apríl 2021
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #781
Skýrsla EFLU um framtíðarskipulag Varmársvæðis ásamt minnisblaði samráðsvettvangs Mosfellsbæjar og Aftureldingar lögð fram í íþrótta- og tómstundanefnd til umfjöllunar í samráði við ákvörðun bæjarráðs á 1480. fundi.
Afgreiðsla 244. fundar íþrótta-og tómstundanefndar samþykkt á 781. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 7. apríl 2021
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #780
Skýrsla EFLU um framtíðarskipulag Varmársvæðis ásamt minnisblaði samráðsvettvangs Mosfellsbæjar og Aftureldingar lögð fram í íþrótta- og tómstundanefnd til umfjöllunar í samráði við ákvörðun bæjarráðs á 1480. fundi.
Afgreiðsla 244. fundar íþrótta- og tómstundanefndar samþykkt á 780. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 25. mars 2021
Íþrótta- og tómstundanefnd Mosfellsbæjar #244
Skýrsla EFLU um framtíðarskipulag Varmársvæðis ásamt minnisblaði samráðsvettvangs Mosfellsbæjar og Aftureldingar lögð fram í íþrótta- og tómstundanefnd til umfjöllunar í samráði við ákvörðun bæjarráðs á 1480. fundi.
Á fundinn mætti Jóhanna B Hansen Framkvæmdastjóri umhverfissviðs og kynnti skýrslu EFLU um framtíðarskipulag Varmársvæðis.
Íþrótta- og tómstundanefnd tekur undir bókun bæjarráðs og þakkar samstarfsvettvangi Mosfellsbæjar og Aftureldingar fyrir skýrslu um framtíðarskipulag Varmársvæðis sem unnin var í tilefni af 110 ára afmæli Ungmennafélagsins Aftureldingar. Með þessari skýrslu er kominn góður grunnur til að forgangsraða framkvæmdum á Varmársvæðinu til framtíðar. - 24. mars 2021
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #779
Skýrsla EFLU um framtíðarskipulag Varmársvæðis ásamt minnisblaði samráðsvettvangs Mosfellsbæjar og Aftureldingar lögð fram í bæjarráði til umfjöllunar.
Afgreiðsla 1480. fundar bæjarráðs samþykkt á 779. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 11. mars 2021
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1480
Skýrsla EFLU um framtíðarskipulag Varmársvæðis ásamt minnisblaði samráðsvettvangs Mosfellsbæjar og Aftureldingar lögð fram í bæjarráði til umfjöllunar.
Haraldur Sverrisson, bæjarstjóri, og Jóhanna B. Hansen, framkvæmdastjóri umhverfissviðs, kynntu efni skýrslunnar.
Bæjarráð þakkar samstarfsvettvangi Mosfellsbæjar og Aftureldingar fyrir skýrslu um framtíðarskipulag Varmársvæðis sem unnin var í tilefni af 110 ára afmæli Ungmennafélagsins Aftureldingar. Með þessari skýrslu er kominn góður grunnur til að forgangsraða framkvæmdum á Varmársvæðinu til framtíðar. Bæjarráð vísar skýrslunni til íþrótta- og tómstundanefndar til kynningar. Jafnframt óskar bæjarráð eftir því við umhverfissvið að unnið verði nánara kostnaðarmat á þeim framkvæmdum sem tilgreindar eru í forgangsröðunartillögum skýrslunnar, sem hægt verði að styðjast við í komandi fjárhagsáætlunargerð.