11. mars 2021 kl. 07:30,
fundarherbergi bæjarráðs
Fundinn sátu
- Kolbrún G Þorsteinsdóttir (KGÞ) formaður
- Rúnar Bragi Guðlaugsson (RBG) 1. varamaður
- Ólafur Ingi Óskarsson (ÓIÓ) varamaður
- Bjarki Bjarnason (BBj) áheyrnarfulltrúi
- Stefán Ómar Jónsson (SÓJ) áheyrnarfulltrúi
- Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
- Þóra Margrét Hjaltested embættismaður
Fundargerð ritaði
Þóra M. Hjaltested lögmaður Mosfellsbæjar
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Útboð á sorphirðu í Mosfellsbæ og Garðabæ 2021202010319
Heimild til auglýsingar á útboði fyrir sorphirðu í Mosfellsbæ. Fyrirhugað útboð er sameiginlegt með Garðabæ.
Samþykkt með þremur atkvæðum að heimila að sorphirða í Mosfellsbæ verði boðin út í samræmi við fyrirliggjandi minnisblað. Um er að ræða sameiginlegt útboð með Garðabæ.
2. Desjamýri - úthlutun lóða 11, 13 og 14 febrúar 2021202102372
Tillaga um úthlutun lóða við Desjamýri.
Samþykkt með þremur atkvæðum að úthluta lóðunum Desjamýri 11 og 13 til HDE ehf. og lóðinni Desjamýri 14, til Planka ehf. í samræmi við framlagt mat á tilboðum, gegn greiðslu þeirra tilboðsfjárhæða sem fram koma í umsóknum. Að þeim greiddum er lögmanni bæjarins falið að gera lóðarleigusamninga við umsækjendur.
Jafnframt samþykkt með þremur atkvæðum að komi til þess að ekki verði af úthlutun lóðanna til framangreindra aðila verði þær boðnar næstbjóðanda sé slíkum til að dreifa ella verði þær boðnar til úthlutunar á heimasíðu Mosfellsbæjar.
3. Stafræn ásýnd og vefmál Mosfellsbæjar202101439
Kynning á stöðu stafrænna verkefna Mosfellsbæjar og vefmálum.
Arnar Jónsson, forstöðumaður þjónustu- og samskiptadeildar og Óskar Þór Þráinsson, verkefnastjóri skjalavörslu og rafrænnar þjónustu kynntu stöðu verkefnisins Stafræn vegferð, stafræn ásýnd og aðalvef Mosfellsbæjar.
Gestir
- Óskar Þór Þráinsson, Verkefnastjóri skjalavörslu og rafrænnar þjónustu
- Arnar Jónsson, forstöðumaður þjónustu- og samskiptadeildar
4. Tilnefning í stafrænan samráðshóp SSH202103116
Erindi SSH, dags. 4. mars 2021, þar sem óskað er tilnefningar tveggja aðila í stafrænan samráðshóp SSH.
Bæjarráð samþykkir með þremur atkvæðum að tilnefna Rúnar Braga Guðlaugsson, bæjarfulltrúa D-lista, og Stefán Ómar Jónsson, bæjarfulltrúa L-lista, í stýrihópinn af hálfu Mosfellsbæjar.
5. Tilnefning í ráðgjafahóp um áfangastaða- og markaðssstofu fyrir höfuðborgarsvæðið202103127
Erindi SSH, dags. 5. mars 2021, þar sem óskað er tilnefningar eins aðila í ráðgjafarhóp um áfangastaða- og markaðsstofu fyrir höfuðborgarsvæðið.
Bæjarráð samþykkir með þremur atkvæðum að tilnefna Hugrúnu Ósk Ólafsdóttur, verkefnastjóra í þjónustu- og samskiptadeild, í stýrihópinn af hálfu Mosfellsbæjar.
6. Skýrsla um framtíðarskipulag Varmárssvæðis202103153
Skýrsla EFLU um framtíðarskipulag Varmársvæðis ásamt minnisblaði samráðsvettvangs Mosfellsbæjar og Aftureldingar lögð fram í bæjarráði til umfjöllunar.
Haraldur Sverrisson, bæjarstjóri, og Jóhanna B. Hansen, framkvæmdastjóri umhverfissviðs, kynntu efni skýrslunnar.
Bæjarráð þakkar samstarfsvettvangi Mosfellsbæjar og Aftureldingar fyrir skýrslu um framtíðarskipulag Varmársvæðis sem unnin var í tilefni af 110 ára afmæli Ungmennafélagsins Aftureldingar. Með þessari skýrslu er kominn góður grunnur til að forgangsraða framkvæmdum á Varmársvæðinu til framtíðar. Bæjarráð vísar skýrslunni til íþrótta- og tómstundanefndar til kynningar. Jafnframt óskar bæjarráð eftir því við umhverfissvið að unnið verði nánara kostnaðarmat á þeim framkvæmdum sem tilgreindar eru í forgangsröðunartillögum skýrslunnar, sem hægt verði að styðjast við í komandi fjárhagsáætlunargerð.
Gestir
- Jóhanna B. Hansen, framkvæmdastjóri umhverfissviðs
- Linda Udengård, framkvæmdastjóri fræðslu- og frístundasviðs
7. Mosfellsbær - Nýr grunnskóli fyrir 7.-10.bekk - Nafnasamkeppni202103136
Nafnasamkeppni vegna heiti á nýjum grunnskóla.
Bæjarráð samþykkir með þremur atkvæðum að yngri deild 1.-6. bekkjar beri nafnið Varmárskóli.
Bæjarráðs samþykkir með þremur atkvæðum að efnt verði til nafnasamkeppni um nafn á nýjum skóla fyrir eldri deildir í samræmi við fyrirliggjandi minnisblað. Bæjarráð samþykkir með þremur atkvæðum að nafnanefnd verði skipuð í samræmi við tillögu í fyrirliggjandi minnisblaði. Samþykkt er að skipa Bjarka Bjarnason, bæjarfulltrúa V-lista og Önnu Sigríði Guðnadóttur, bæjarfulltrúa S-lista, sem fulltrúa bæjarráðs í nafnanefndina og Birgi D. Sveinsson, fyrrverandi skólastjóra sem fulltrúa samfélagsins. Jafnframt samþykkt að óskað verði eftir tilnefningum úr skólanum, ritari nefndarinnar verði skólastjóri eldri deildar.
8. Ráðning skólastjóra Varmárskóla 2021202103140
Óskað er heimildar bæjarráðs til að auglýsa stöðu skólastjóra við Varmárskóla, fyrir 1.-6. bekk.
Samþykkt með þremur atkvæðum að staða skólastjóra Varmárskóla fyrir 1. -6. bekk, verði auglýst.
9. Krafa um hækkun á framlögum til NPA samninga202102311
Krafa NPA miðstöðvarinnar um hækkun á framlögum til NPA samninga, umsögn framkvæmdastjóra fjölskyldusviðs.
Frestað vegna tímaskorts.
10. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir - beiðni um umsögn202103111
Frumvarp til laga um breytingu á lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir - beiðni um umsögn fyrir 16. mars nk.
Frestað vegna tímaskorts.
11. Frumvarp til laga um breytingu um kosningar til sveitarstjórna(kosningaaldur) - beiðni um umsögn202103058
Frumvarp til laga um breytingu um kosningar til sveitarstjórna(kosningaaldur) - beiðni um umsögn 23. mars nk.
Frestað vegna tímaskorts.