Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

11. mars 2021 kl. 07:30,
fundarherbergi bæjarráðs


Fundinn sátu

  • Kolbrún G Þorsteinsdóttir (KGÞ) formaður
  • Rúnar Bragi Guðlaugsson (RBG) 1. varamaður
  • Ólafur Ingi Óskarsson (ÓIÓ) varamaður
  • Bjarki Bjarnason (BBj) áheyrnarfulltrúi
  • Stefán Ómar Jónsson (SÓJ) áheyrnarfulltrúi
  • Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
  • Þóra Margrét Hjaltested embættismaður

Fundargerð ritaði

Þóra M. Hjaltested lögmaður Mosfellsbæjar


Dagskrá fundar

Almenn erindi

  • 1. Út­boð á sorp­hirðu í Mos­fells­bæ og Garða­bæ 2021202010319

    Heimild til auglýsingar á útboði fyrir sorphirðu í Mosfellsbæ. Fyrirhugað útboð er sameiginlegt með Garðabæ.

    Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að heim­ila að sorp­hirða í Mos­fells­bæ verði boð­in út í sam­ræmi við fyr­ir­liggj­andi minn­is­blað. Um er að ræða sam­eig­in­legt út­boð með Garða­bæ.

  • 2. Desja­mýri - út­hlut­un lóða 11, 13 og 14 fe­brú­ar 2021202102372

    Tillaga um úthlutun lóða við Desjamýri.

    Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að út­hluta lóð­un­um Desja­mýri 11 og 13 til HDE ehf. og lóð­inni Desja­mýri 14, til Planka ehf. í sam­ræmi við fram­lagt mat á til­boð­um, gegn greiðslu þeirra til­boðs­fjár­hæða sem fram koma í um­sókn­um. Að þeim greidd­um er lög­manni bæj­ar­ins fal­ið að gera lóð­ar­leigu­samn­inga við um­sækj­end­ur.

    Jafn­framt sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að komi til þess að ekki verði af út­hlut­un lóð­anna til fram­an­greindra að­ila verði þær boðn­ar næst­bjóð­anda sé slík­um til að dreifa ella verði þær boðn­ar til út­hlut­un­ar á heima­síðu Mos­fells­bæj­ar.

  • 3. Sta­fræn ásýnd og vef­mál Mos­fells­bæj­ar202101439

    Kynning á stöðu stafrænna verkefna Mosfellsbæjar og vefmálum.

    Arn­ar Jóns­son, for­stöðu­mað­ur þjón­ustu- og sam­skipta­deild­ar og Ósk­ar Þór Þrá­ins­son, verk­efna­stjóri skjala­vörslu og ra­f­rænn­ar þjón­ustu kynntu stöðu verk­efn­is­ins Sta­fræn veg­ferð, sta­fræn ásýnd og að­al­vef Mos­fells­bæj­ar.

    Gestir
    • Óskar Þór Þráinsson, Verkefnastjóri skjalavörslu og rafrænnar þjónustu
    • Arnar Jónsson, forstöðumaður þjónustu- og samskiptadeildar
  • 4. Til­nefn­ing í sta­f­ræn­an sam­ráðs­hóp SSH202103116

    Erindi SSH, dags. 4. mars 2021, þar sem óskað er tilnefningar tveggja aðila í stafrænan samráðshóp SSH.

    Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir með þrem­ur at­kvæð­um að til­nefna Rún­ar Braga Guð­laugs­son, bæj­ar­full­trúa D-lista, og Stefán Ómar Jóns­son, bæj­ar­full­trúa L-lista, í stýri­hóp­inn af hálfu Mos­fells­bæj­ar.

  • 5. Til­nefn­ing í ráð­gjafa­hóp um áfanga­staða- og mark­aðssstofu fyr­ir höf­uð­borg­ar­svæð­ið202103127

    Erindi SSH, dags. 5. mars 2021, þar sem óskað er tilnefningar eins aðila í ráðgjafarhóp um áfangastaða- og markaðsstofu fyrir höfuðborgarsvæðið.

    Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir með þrem­ur at­kvæð­um að til­nefna Hug­rúnu Ósk Ólafs­dótt­ur, verk­efna­stjóra í þjón­ustu- og sam­skipta­deild, í stýri­hóp­inn af hálfu Mos­fells­bæj­ar.

  • 6. Skýrsla um fram­tíð­ar­skipu­lag Varmárs­svæð­is202103153

    Skýrsla EFLU um framtíðarskipulag Varmársvæðis ásamt minnisblaði samráðsvettvangs Mosfellsbæjar og Aftureldingar lögð fram í bæjarráði til umfjöllunar.

    Har­ald­ur Sverris­son, bæj­ar­stjóri, og Jó­hanna B. Han­sen, fram­kvæmda­stjóri um­hverf­is­sviðs, kynntu efni skýrsl­unn­ar.

    Bæj­ar­ráð þakk­ar sam­starfs­vett­vangi Mos­fells­bæj­ar og Aft­ur­eld­ing­ar fyr­ir skýrslu um fram­tíð­ar­skipu­lag Varmár­svæð­is sem unn­in var í til­efni af 110 ára af­mæli Ung­menna­fé­lags­ins Aft­ur­eld­ing­ar. Með þess­ari skýrslu er kom­inn góð­ur grunn­ur til að for­gangsr­aða fram­kvæmd­um á Varmár­svæð­inu til fram­tíð­ar. Bæj­ar­ráð vís­ar skýrsl­unni til íþrótta- og tóm­stunda­nefnd­ar til kynn­ing­ar. Jafn­framt ósk­ar bæj­ar­ráð eft­ir því við um­hverf­is­svið að unn­ið verði nán­ara kostn­að­ar­mat á þeim fram­kvæmd­um sem til­greind­ar eru í for­gangs­röð­un­ar­til­lög­um skýrsl­unn­ar, sem hægt verði að styðj­ast við í kom­andi fjár­hags­áætl­un­ar­gerð.

    Gestir
    • Jóhanna B. Hansen, framkvæmdastjóri umhverfissviðs
    • Linda Udengård, framkvæmdastjóri fræðslu- og frístundasviðs
  • 7. Mos­fells­bær - Nýr grunn­skóli fyr­ir 7.-10.bekk - Nafna­sam­keppni202103136

    Nafnasamkeppni vegna heiti á nýjum grunnskóla.

    Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir með þrem­ur at­kvæð­um að yngri deild 1.-6. bekkj­ar beri nafn­ið Varmár­skóli.

    Bæj­ar­ráðs sam­þykk­ir með þrem­ur at­kvæð­um að efnt verði til nafna­sam­keppni um nafn á nýj­um skóla fyr­ir eldri deild­ir í sam­ræmi við fyr­ir­liggj­andi minn­is­blað. Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir með þrem­ur at­kvæð­um að nafna­nefnd verði skip­uð í sam­ræmi við til­lögu í fyr­ir­liggj­andi minn­is­blaði. Sam­þykkt er að skipa Bjarka Bjarna­son, bæj­ar­full­trúa V-lista og Önnu Sig­ríði Guðna­dótt­ur, bæj­ar­full­trúa S-lista, sem full­trúa bæj­ar­ráðs í nafna­nefnd­ina og Birgi D. Sveins­son, fyrr­ver­andi skóla­stjóra sem full­trúa sam­fé­lags­ins. Jafn­framt sam­þykkt að óskað verði eft­ir til­nefn­ing­um úr skól­an­um, rit­ari nefnd­ar­inn­ar verði skóla­stjóri eldri deild­ar.

    • 8. Ráðn­ing skóla­stjóra Varmár­skóla 2021202103140

      Óskað er heimildar bæjarráðs til að auglýsa stöðu skólastjóra við Varmárskóla, fyrir 1.-6. bekk.

      Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að staða skóla­stjóra Varmár­skóla fyr­ir 1. -6. bekk, verði aug­lýst.

      • 9. Krafa um hækk­un á fram­lög­um til NPA samn­inga202102311

        Krafa NPA miðstöðvarinnar um hækkun á framlögum til NPA samninga, umsögn framkvæmdastjóra fjölskyldusviðs.

        Frestað vegna tíma­skorts.

        • 10. Frum­varp til laga um breyt­ingu á lög­um um holl­ustu­hætti og meng­un­ar­varn­ir - beiðni um um­sögn202103111

          Frumvarp til laga um breytingu á lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir - beiðni um umsögn fyrir 16. mars nk.

          Frestað vegna tíma­skorts.

          • 11. Frum­varp til laga um breyt­ingu um kosn­ing­ar til sveit­ar­stjórna(kosn­inga­ald­ur) - beiðni um um­sögn202103058

            Frumvarp til laga um breytingu um kosningar til sveitarstjórna(kosningaaldur) - beiðni um umsögn 23. mars nk.

            Frestað vegna tíma­skorts.

            Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 09:10