Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

31. mars 2021 kl. 13:00,
í Kjarna


Fundinn sátu

  • Árni Jón Sigfússon byggingarfulltrúi
  • Þór Sigurþórsson

Fundargerð ritaði

Árni Jón Sigfússon byggingarfulltrúi


Dagskrá fundar

Almenn erindi

  • 1. Arn­ar­tangi 18 - Um­sókn um bygg­ingaráform og bygg­ing­ar­leyfi202011385

    Arnar Þór Björgvinsson Arnartanga 18 sækir um leyfi til að byggja við og breyta innra skipulagi einbýlishúss á lóðinni Arnartangi nr. 18, í samræmi við framlögð gögn. Núverandi stærðir: Íbúð 138,6 m², bílgeymsla 35,6 m², 438,4 m³ Stærðir eftir stækkun: Íbúð 188,0 m², bílgeymsla 38,3 m², 548,95 m³.

    Vísað til um­sagnagn­ar skipu­lags nefnd­ar þar sem ekki er í gildi deili­skipu­lag af svæð­inu.

    • 2. Tungu­foss í Leir­vogst - Um­sókn um bygg­ingaráform og bygg­ing­ar­leyfi202101126

      Bjarni Sveinbjörn Guðmundsson Urðarholti 5 sækir um leyfi til breyttrar notkunar húss á lóðinni Fossatunga nr. 30, í samræmi við framlögð gögn. Húsið er skráð félagsheimili og verður skráð íbúðarhúsnæði eftir breytingu til samræmis breyttu deiliskipulagi svæðisins. Stærðir breytast ekki.

      Sam­þykkt

      • 3. Sunnukriki 3 - Um­sókn um bygg­ingaráform og bygg­ing­ar­leyfi202010344

        Sunnubær ehf. Katrínartúni 2 Reykjavík sækir leyfi til breytinga áður samþykktra aðaluppdrátta á lóðinni Sunnukriki nr. 3 í samræmi við framlögð gögn. Breyting felur í sér innréttingu kjötverslunar á 1. hæð ásamt smávægilegum breytingum innra skipulags heilsugæslu á 2. hæð.

        Sam­þykkt

        Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 15:00