Mál númer 202010319
- 19. maí 2021
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #783
Útboð á sorphirðu í Mosfellsbæ. Óskað er heimildar bæjarráðs til að ganga til samninga við lægstbjóðanda.
Afgreiðsla 1489. fundar bæjarráðs samþykkt á 783. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 12. maí 2021
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1489
Útboð á sorphirðu í Mosfellsbæ. Óskað er heimildar bæjarráðs til að ganga til samninga við lægstbjóðanda.
Eftirfarandi tilboð bárust í sorphirðu í Mosfellsbæ.
Fljótavík ehf. kr. 408.060.000
Íslenska gámafélagið ehf. kr. 194.317.600
Kubbur ehf. kr. 270.035.640
Terra ehf. kr. 214.987.480Kostnaðaráætlun kr. 210.131.200
Bæjarráð samþykkir með þremur atkvæðum að gengið verði til samningaviðræðna við lægstbjóðanda, sem er Íslenska gámafélagið ehf. Umhverfissviði er veitt heimild til undirritunar samnings á grundvelli tilboðs lægstbjóðanda að því gefnu að öll skilyrði útboðsgagna séu uppfyllt.
Vakin er athygli á því að samkvæmt 86. gr. laga um opinber innkaup þarf að líða 10 daga biðtími frá ákvörðun um töku tilboðs til gerðar samnings. Heimilt er að skjóta ákvörðun bæjarráðs til kærunefndar útboðsmála og er kærufrestur samkvæmt 106. gr. laga um opinber innkaup 20 dagar frá því að kæranda var eða mátti vera kunnugt um framangreinda ákvörðun.
- 24. mars 2021
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #779
Heimild til auglýsingar á útboði fyrir sorphirðu í Mosfellsbæ. Fyrirhugað útboð er sameiginlegt með Garðabæ.
Afgreiðsla 1480. fundar bæjarráðs samþykkt á 779. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 24. mars 2021
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #779
Lagt fram til kynningar minnisblað umhverfisstjóra vegna útboðs á sorphirðu í Mosfellsbæ.
Afgreiðsla 217. fundar umhverfisnefndar samþykkt á 779. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 18. mars 2021
Umhverfisnefnd Mosfellsbæjar #217
Lagt fram til kynningar minnisblað umhverfisstjóra vegna útboðs á sorphirðu í Mosfellsbæ.
Umhverfisnefnd bendir á að huga mætti betur að umhverfissjónamiðum varðandi notkun á vistvænni orkugjöfum við sorphirðu í samræmi við umhverfisstefnu Mosfellsbæjar.
- 11. mars 2021
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1480
Heimild til auglýsingar á útboði fyrir sorphirðu í Mosfellsbæ. Fyrirhugað útboð er sameiginlegt með Garðabæ.
Samþykkt með þremur atkvæðum að heimila að sorphirða í Mosfellsbæ verði boðin út í samræmi við fyrirliggjandi minnisblað. Um er að ræða sameiginlegt útboð með Garðabæ.