12. maí 2021 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Ásgeir Sveinsson (ÁS) formaður
- Rúnar Bragi Guðlaugsson (RBG) 1. varamaður
- Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) aðalmaður
- Bjarki Bjarnason (BBj) áheyrnarfulltrúi
- Stefán Ómar Jónsson (SÓJ) áheyrnarfulltrúi
- Þóra Margrét Hjaltested embættismaður
Fundargerð ritaði
Þóra M. Hjaltested lögmaður Mosfellsbæjar
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Skipun fulltrúa Mosfellsbæjar í fulltrúaráð Eirar202105067
Aðalfundur fulltrúaráðs Eirar fer fram 20. maí nk. Óskað er tilnefningar þriggja fulltrúa Mosfellsbæjar í fulltrúaráðið og tveggja til vara.
Fram kemur tillaga um að í fulltrúaráð Eirar verði skipað af hálfu Mosfellsbæjar með eftirfarandi hætti:
Aðalmenn:
Agla Elísabet Hendriksdóttir
Kolbrún Ýr Oddgeirsdóttir
Sveinn Óskar SigurðssonVaramenn:
Rúnar Bragi Guðlaugsson
Valborg Anna ÓlafsdóttirEngar fleiri tilnefningar koma fram og skoðast ofangreindar tilnefningar því samþykktar.
2. Höfuðborgarkort202105096
Erindi Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu um höfuðborgarkort, dags. 7. maí 2021.
Erindið lagt fram og rætt.
3. Útboð á sorphirðu í Mosfellsbæ og Garðabæ 2021202010319
Útboð á sorphirðu í Mosfellsbæ. Óskað er heimildar bæjarráðs til að ganga til samninga við lægstbjóðanda.
Eftirfarandi tilboð bárust í sorphirðu í Mosfellsbæ.
Fljótavík ehf. kr. 408.060.000
Íslenska gámafélagið ehf. kr. 194.317.600
Kubbur ehf. kr. 270.035.640
Terra ehf. kr. 214.987.480Kostnaðaráætlun kr. 210.131.200
Bæjarráð samþykkir með þremur atkvæðum að gengið verði til samningaviðræðna við lægstbjóðanda, sem er Íslenska gámafélagið ehf. Umhverfissviði er veitt heimild til undirritunar samnings á grundvelli tilboðs lægstbjóðanda að því gefnu að öll skilyrði útboðsgagna séu uppfyllt.
Vakin er athygli á því að samkvæmt 86. gr. laga um opinber innkaup þarf að líða 10 daga biðtími frá ákvörðun um töku tilboðs til gerðar samnings. Heimilt er að skjóta ákvörðun bæjarráðs til kærunefndar útboðsmála og er kærufrestur samkvæmt 106. gr. laga um opinber innkaup 20 dagar frá því að kæranda var eða mátti vera kunnugt um framangreinda ákvörðun.
4. Ráðning skólastjóra Listaskóla Mosfellsbæjar202102335
Tillaga að ráðningu skólastjóra Listaskóla Mosfellsbæjar.
Samþykkt með þremur atkvæðum að Helga Þórdís Guðmundsdóttir verði ráðin skólastjóri við Listaskóla Mosfellsbæjar frá og með 1. ágúst 2021. Jafnframt að ráðningin verði kynnt fyrir fræðslunefnd.
Gestir
- Linda Udengård, framkvæmdastjóri fræðslu- og frístundasviðs
5. Sumarstörf námsmanna sumarið 20212021041607
Sumarstörf námsmanna sumarið 2021.
Bæjarráð samþykkir með þremur atkvæðum að ungmennum 13-15 ára, sem búin eru að sækja um í vinnuskóla Mosfellsbæjar, verði boðið starf í sumar. Jafnframt samþykkt að þeim námsmönnum sem eru 17 ára og búnir eru að sækja um sumarstarf verði boðið starf í sumar. Að síðustu var samþykkt að bjóða 10 ungmennum 20 ára og eldri starf sem flokkstjórar í vinnuskólanum vegna fjölgunar í vinnuskólanum. Samhliða er lagt til að fjármálastjóra verði falið að undirbúa viðauka við fjárhagsáætlun ársins vegna sumarátaksstarfa.
Ákvörðun um sumarstörf fyrir námsmenn 18 ára og eldri er frestað þar til nánari upplýsingar frá félagsmálaráðuneytinu og Vinnumálastofnun liggja fyrir.
Gestir
- Arnar Jónsson, forstöðumaður þjónustu- og samskiptadeildar
- Hanna Guðlaugsdóttir, mannauðsstjóri
6. Frumvarp til laga um breytingu á tekjustofnum sveitarfélaga - beiðni um umsögn202101469
Erindi frá nefndarsviði Alþingis með drögum að breytingum á frumvarpi til breytinga á lögum um tekjustofna sveitarfélaga. Ábendinga óskað fyrir fund umhverfis- og samgöngunefndar þann 12. maí nk.
Lagt fram.