Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

12. maí 2021 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

  • Ásgeir Sveinsson (ÁS) formaður
  • Rúnar Bragi Guðlaugsson (RBG) 1. varamaður
  • Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) aðalmaður
  • Bjarki Bjarnason (BBj) áheyrnarfulltrúi
  • Stefán Ómar Jónsson (SÓJ) áheyrnarfulltrúi
  • Þóra Margrét Hjaltested embættismaður

Fundargerð ritaði

Þóra M. Hjaltested lögmaður Mosfellsbæjar


Dagskrá fundar

Almenn erindi

  • 1. Skip­un full­trúa Mos­fells­bæj­ar í full­trúaráð Eir­ar202105067

    Aðalfundur fulltrúaráðs Eirar fer fram 20. maí nk. Óskað er tilnefningar þriggja fulltrúa Mosfellsbæjar í fulltrúaráðið og tveggja til vara.

    Fram kem­ur til­laga um að í full­trúaráð Eir­ar verði skip­að af hálfu Mos­fells­bæj­ar með eft­ir­far­andi hætti:
    Að­al­menn:
    Agla Elísa­bet Hendriks­dótt­ir
    Kol­brún Ýr Odd­geirs­dótt­ir
    Sveinn Ósk­ar Sig­urðs­son

    Vara­menn:
    Rún­ar Bragi Guð­laugs­son
    Val­borg Anna Ólafs­dótt­ir

    Eng­ar fleiri til­nefn­ing­ar koma fram og skoð­ast of­an­greind­ar til­nefn­ing­ar því sam­þykkt­ar.

    • 2. Höf­uð­borg­ar­kort202105096

      Erindi Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu um höfuðborgarkort, dags. 7. maí 2021.

      Er­ind­ið lagt fram og rætt.

    • 3. Út­boð á sorp­hirðu í Mos­fells­bæ og Garða­bæ 2021202010319

      Útboð á sorphirðu í Mosfellsbæ. Óskað er heimildar bæjarráðs til að ganga til samninga við lægstbjóðanda.

      Eft­ir­far­andi til­boð bár­ust í sorp­hirðu í Mos­fells­bæ.

      Fljótavík ehf. kr. 408.060.000
      Ís­lenska gáma­fé­lag­ið ehf. kr. 194.317.600
      Kubb­ur ehf. kr. 270.035.640
      Terra ehf. kr. 214.987.480

      Kostn­að­ar­áætlun kr. 210.131.200

      Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir með þrem­ur at­kvæð­um að geng­ið verði til samn­inga­við­ræðna við lægst­bjóð­anda, sem er Ís­lenska gáma­fé­lag­ið ehf. Um­hverf­is­sviði er veitt heim­ild til und­ir­rit­un­ar samn­ings á grund­velli til­boðs lægst­bjóð­anda að því gefnu að öll skil­yrði út­boðs­gagna séu upp­fyllt.

      Vakin er at­hygli á því að sam­kvæmt 86. gr. laga um op­in­ber inn­kaup þarf að líða 10 daga bið­tími frá ákvörð­un um töku til­boðs til gerð­ar samn­ings. Heim­ilt er að skjóta ákvörð­un bæj­ar­ráðs til kær­u­nefnd­ar út­boðs­mála og er kæru­frest­ur sam­kvæmt 106. gr. laga um op­in­ber inn­kaup 20 dag­ar frá því að kær­anda var eða mátti vera kunn­ugt um fram­an­greinda ákvörð­un.

      • 4. Ráðn­ing skóla­stjóra Lista­skóla Mos­fells­bæj­ar202102335

        Tillaga að ráðningu skólastjóra Listaskóla Mosfellsbæjar.

        Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að Helga Þórdís Guð­munds­dótt­ir verði ráð­in skóla­stjóri við Lista­skóla Mos­fells­bæj­ar frá og með 1. ág­úst 2021. Jafn­framt að ráðn­ing­in verði kynnt fyr­ir fræðslu­nefnd.

        Gestir
        • Linda Udengård, framkvæmdastjóri fræðslu- og frístundasviðs
        • 5. Sum­arstörf náms­manna sum­ar­ið 20212021041607

          Sumarstörf námsmanna sumarið 2021.

          Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir með þrem­ur at­kvæð­um að ung­menn­um 13-15 ára, sem búin eru að sækja um í vinnu­skóla Mos­fells­bæj­ar, verði boð­ið starf í sum­ar. Jafn­framt sam­þykkt að þeim náms­mönn­um sem eru 17 ára og bún­ir eru að sækja um sum­arstarf verði boð­ið starf í sum­ar. Að síð­ustu var sam­þykkt að bjóða 10 ung­menn­um 20 ára og eldri starf sem flokk­stjór­ar í vinnu­skól­an­um vegna fjölg­un­ar í vinnu­skól­an­um. Sam­hliða er lagt til að fjár­mála­stjóra verði fal­ið að und­ir­búa við­auka við fjár­hags­áætlun árs­ins vegna sum­ar­átaks­starfa.

          Ákvörð­un um sum­arstörf fyr­ir náms­menn 18 ára og eldri er frestað þar til nán­ari upp­lýs­ing­ar frá fé­lags­mála­ráðu­neyt­inu og Vinnu­mála­stofn­un liggja fyr­ir.

          Gestir
          • Arnar Jónsson, forstöðumaður þjónustu- og samskiptadeildar
          • Hanna Guðlaugsdóttir, mannauðsstjóri
          • 6. Frum­varp til laga um breyt­ingu á tekju­stofn­um sveit­ar­fé­laga - beiðni um um­sögn202101469

            Erindi frá nefndarsviði Alþingis með drögum að breytingum á frumvarpi til breytinga á lögum um tekjustofna sveitarfélaga. Ábendinga óskað fyrir fund umhverfis- og samgöngunefndar þann 12. maí nk.

            Lagt fram.

          Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 08:52