18. mars 2021 kl. 16:15,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Auður Sveinsdóttir varamaður
- Kristín Ýr Pálmarsdóttir (KÝP) varaformaður
- Ölvir Karlsson (ÖK) aðalmaður
- Unnar Karl Jónsson aðalmaður
- Michele Rebora (MR) aðalmaður
- Þorlákur Ásgeir Pétursson áheyrnarfulltrúi
- Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) áheyrnarfulltrúi
- Tómas Guðberg Gíslason umhverfissvið
- Heiða Ágústsdóttir umhverfissvið
Fundargerð ritaði
Tómas G. Gíslason umhverfisstjóri
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Framkvæmdir á friðlýstum svæðum í Mosfellsbæ 2021202103283
Lagt fram til kynningar minnisblað um framkvæmdir við friðlýst svæði í Mosfellsbæ 2021.
Lagt fram til kynningar
2. Drög að stefnu um meðhöndlun úrgangs 2021-2032202101205
Lögð fram til kynningar umsögn Sambands íslenskra sveitarfélaga um málið. Umhverfisnefnd fór yfir drög stefnunnar á síðasta fundi, en hér hefur umsögn Sambandsins bæst við.
Afgreiðsla lögð fram til kynningar
3. Útboð á sorphirðu í Mosfellsbæ og Garðabæ 2021202010319
Lagt fram til kynningar minnisblað umhverfisstjóra vegna útboðs á sorphirðu í Mosfellsbæ.
Umhverfisnefnd bendir á að huga mætti betur að umhverfissjónamiðum varðandi notkun á vistvænni orkugjöfum við sorphirðu í samræmi við umhverfisstefnu Mosfellsbæjar.
4. Brú yfir Varmá við Stekkjarflöt - deiliskipulagsbreyting Álafosskvos202011323
Lögð fram breyting á deiliskipulagi og áform um lagningu brúar yfir Varmá milli Helgafellsvegar og Stekkjarflatar. Varmá er á náttúruminjaskrá og um hana gildir hverfisvernd og því þarf umfjöllun í umhverfisnefnd.
Umhverfisnefnd gerir ekki athugasemd
5. Reykjahvoll 11 - athugasemdir við ástand húss og lóðar201903041
Lagt fram erindi Kristínar Ýr Pálmarsdóttur um ástand og umgengni lóðar við Reykjahvol 11.
Umhverfisnefnd hvetur embætti byggingafulltrúa og Heilbrigðiseftirlits til að beita sér að festu gagnvart slæmri umgengni að Reykjahvoli 11. Og beita þeim úrræðum sem tiltæk eru í málinu.