Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

5. september 2019 kl. 07:32,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

  • Kolbrún G Þorsteinsdóttir (KGÞ) formaður
  • Ásgeir Sveinsson (ÁS) varaformaður
  • Valdimar Birgisson (VBi) aðalmaður
  • Bjarki Bjarnason (BBj) áheyrnarfulltrúi
  • Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) áheyrnarfulltrúi
  • Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
  • Heiðar Örn Stefánsson embættismaður

Fundargerð ritaði

Heiðar Örn Stefánsson lögmaður Mosfellsbæjar


Dagskrá fundar

Almenn erindi

  • 1. Að­koma að rað­húsa­lengj­unni Uglu­götu 14-202019081083

    Kvörtun íbúa vegna aðkomu að Uglugötu 14-20

    Bæj­ar­ráðs sam­þykk­ir með 3 at­kvæð­um að vísa bréf­inu til skipu­lags­nefnd­ar þar sem mál­ið er í vinnslu.

  • 2. Ósk fé­lags­mála­ráðu­neyt­is­ins um mót­töku flótta­fólks árið 2019201905018

    Ósk félagsmálaráðuneytisins um að Mosfellsbær taki á móti einum flóttamanni til viðbótar við þá tíu sem sveitarfélagið hefur þegar samþykkt að taka á móti.

    Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir fyr­ir­liggj­andi samn­ing með 3 at­kvæð­um og fel­ur bæj­ar­stjóra að rita und­ir hann.

    Gestir
    • Sigurbjörg Fjölnisdóttir, Verkefnastjóri gæða- og þróunar á fjölskyldusviði.
  • 3. Ósk um breyt­ing­ar og frá­g­ang á lóða­mörk­um Ástu-Sóllilju­götu 17 og 19-212019081098

    Ósk um breytingar og frágang á lóðamörkum Ástu-Sólliljugötu 17 og 19-21

    Sam­þykkt með 3 at­kvæð­um að vísa er­ind­inu til um­sagn­ar fram­kvæmda­stjóra um­hverf­is­sviðs.

  • 4. End­ur­skoð­uð fjár­fest­inga- og fjár­mögn­un­ar­áætlun Sorpu 2019-2023.201909031

    Vegna endurskoðaðrar fjárfestinga- og fjármögnunaráætlunar SORPU bs. er óskað eftir staðfestingu á lántöku hjá Lánasóði sveitarfélaga.

    Bæj­ar­ráð harm­ar þau mistök sem voru gerð við áætlun fjár­mögn­un­ar gas- og jarð­gerð­ar­stöðv­ar við Álfsnes og styð­ur þá ákvörð­un stjórn­ar Sorpu bs. að fram­kvæmd verði óháð út­tekt á mál­inu og verk­ferl­um því tengdu.


    ***


    Bæj­ar­ráð Mos­fells­bæj­ar sam­þykk­ir með þrem­ur at­kvæð­um á 1411. fundi 5. sept­em­ber 2019 að veita ein­falda ábyrgð og veð­setja til trygg­ing­ar ábyrgð­inni tekj­ur sín­ar í sam­ræmi við hlut­fall eign­ar­halds, sbr. heim­ild í 2. mgr. 68. gr. og 2. mgr. 69. gr. sveit­ar­stjórn­ar­laga nr. 138/2011, til trygg­ing­ar láns SORPU bs hjá Lána­sjóði sveit­ar­fé­laga að fjár­hæð allt að kr. 990.000.000,- til 15 ára.

    Ábyrgð­in tek­ur til allra greiðslna sem og hvers kyns kostn­að­ar sem hlýst af van­skil­um. Nær sam­þykki bæj­ar­ráðs jafn­framt til und­ir­rit­un­ar lána­samn­ings og að sveit­ar­fé­lag­ið beri þær skyld­ur sem þar grein­ir.

    Lán­ið er tek­ið til að fjár­magna við­bót­ar­kostn­að við bygg­ingu gas- og jarð­gerð­ar­stöðv­ar í Álfs­nesi, ásamt nauð­syn­leg­um tækja­bún­aði sem fel­ur í sér að vera verk­efni sem hef­ur al­menna efna­hags­lega þýð­ingu, sbr. 3. gr. laga um stofn­un op­in­bers hluta­fé­lags um Lána­sjóð sveit­ar­fé­laga nr. 150/2006.

    Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir einn­ig að skuld­binda hér með sveit­ar­fé­lag­ið sem eig­anda SORPU bs. til að breyta ekki ákvæði sam­þykkta fé­lags­ins sem legg­ur höml­ur á eign­ar­hald að fé­lag­inu að því leyti að fé­lag­ið megi ekki fara að neinu leyti til einka­að­ila. Fari svo að Mos­fells­bær selji eign­ar­hlut í SORPU bs til ann­arra op­in­berra að­ila, skuld­bind­ur Mos­fells­bær sig til að sjá til þess að jafn­framt yf­ir­taki nýr eig­andi of­an­greinda ábyrgð.

    Har­aldi Sverris­syni, bæj­ar­stjóra Mos­fells­bæj­ar kt. 141261-7119, er veitt fullt og ótak­markað um­boð til þess f.h. sveit­ar­fé­lags­ins að und­ir­rita láns­samn­ing Sorpu bs. við Lána­sjóð sveit­ar­fé­laga um of­an­greinda ábyrgð og/eða sjálf­stæða ábyrgð­ar­yf­ir­lýs­ingu sama efn­is og til þess að móttaka, und­ir­rita og gefa út og af­henda hvers kyns skjöl fyr­ir­mæli og til­kynn­ing­ar sem tengjast veit­ingu ábyrgð­ar­inn­ar.

    Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 09:30