5. september 2019 kl. 07:32,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Kolbrún G Þorsteinsdóttir (KGÞ) formaður
- Ásgeir Sveinsson (ÁS) varaformaður
- Valdimar Birgisson (VBi) aðalmaður
- Bjarki Bjarnason (BBj) áheyrnarfulltrúi
- Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) áheyrnarfulltrúi
- Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
- Heiðar Örn Stefánsson embættismaður
Fundargerð ritaði
Heiðar Örn Stefánsson lögmaður Mosfellsbæjar
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Aðkoma að raðhúsalengjunni Uglugötu 14-202019081083
Kvörtun íbúa vegna aðkomu að Uglugötu 14-20
Bæjarráðs samþykkir með 3 atkvæðum að vísa bréfinu til skipulagsnefndar þar sem málið er í vinnslu.
2. Ósk félagsmálaráðuneytisins um móttöku flóttafólks árið 2019201905018
Ósk félagsmálaráðuneytisins um að Mosfellsbær taki á móti einum flóttamanni til viðbótar við þá tíu sem sveitarfélagið hefur þegar samþykkt að taka á móti.
Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi samning með 3 atkvæðum og felur bæjarstjóra að rita undir hann.
Gestir
- Sigurbjörg Fjölnisdóttir, Verkefnastjóri gæða- og þróunar á fjölskyldusviði.
3. Ósk um breytingar og frágang á lóðamörkum Ástu-Sólliljugötu 17 og 19-212019081098
Ósk um breytingar og frágang á lóðamörkum Ástu-Sólliljugötu 17 og 19-21
Samþykkt með 3 atkvæðum að vísa erindinu til umsagnar framkvæmdastjóra umhverfissviðs.
4. Endurskoðuð fjárfestinga- og fjármögnunaráætlun Sorpu 2019-2023.201909031
Vegna endurskoðaðrar fjárfestinga- og fjármögnunaráætlunar SORPU bs. er óskað eftir staðfestingu á lántöku hjá Lánasóði sveitarfélaga.
Bæjarráð harmar þau mistök sem voru gerð við áætlun fjármögnunar gas- og jarðgerðarstöðvar við Álfsnes og styður þá ákvörðun stjórnar Sorpu bs. að framkvæmd verði óháð úttekt á málinu og verkferlum því tengdu.
***
Bæjarráð Mosfellsbæjar samþykkir með þremur atkvæðum á 1411. fundi 5. september 2019 að veita einfalda ábyrgð og veðsetja til tryggingar ábyrgðinni tekjur sínar í samræmi við hlutfall eignarhalds, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. og 2. mgr. 69. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, til tryggingar láns SORPU bs hjá Lánasjóði sveitarfélaga að fjárhæð allt að kr. 990.000.000,- til 15 ára.Ábyrgðin tekur til allra greiðslna sem og hvers kyns kostnaðar sem hlýst af vanskilum. Nær samþykki bæjarráðs jafnframt til undirritunar lánasamnings og að sveitarfélagið beri þær skyldur sem þar greinir.
Lánið er tekið til að fjármagna viðbótarkostnað við byggingu gas- og jarðgerðarstöðvar í Álfsnesi, ásamt nauðsynlegum tækjabúnaði sem felur í sér að vera verkefni sem hefur almenna efnahagslega þýðingu, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006.
Bæjarráð samþykkir einnig að skuldbinda hér með sveitarfélagið sem eiganda SORPU bs. til að breyta ekki ákvæði samþykkta félagsins sem leggur hömlur á eignarhald að félaginu að því leyti að félagið megi ekki fara að neinu leyti til einkaaðila. Fari svo að Mosfellsbær selji eignarhlut í SORPU bs til annarra opinberra aðila, skuldbindur Mosfellsbær sig til að sjá til þess að jafnframt yfirtaki nýr eigandi ofangreinda ábyrgð.
Haraldi Sverrissyni, bæjarstjóra Mosfellsbæjar kt. 141261-7119, er veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. sveitarfélagsins að undirrita lánssamning Sorpu bs. við Lánasjóð sveitarfélaga um ofangreinda ábyrgð og/eða sjálfstæða ábyrgðaryfirlýsingu sama efnis og til þess að móttaka, undirrita og gefa út og afhenda hvers kyns skjöl fyrirmæli og tilkynningar sem tengjast veitingu ábyrgðarinnar.