11. september 2019 kl. 16:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Kolbrún G Þorsteinsdóttir (KGÞ) formaður
- Valgarð Már Jakobsson (VMJ) varaformaður
- Arna Björk Hagalínsdóttir (ABH) aðalmaður
- Elín Anna Gísladóttir (EAG) aðalmaður
- Steinunn Dögg Steinsen (SDS) áheyrnarfulltrúi
- Rósa Ingvarsdóttir (RI) áheyrnarfulltrúi
- Kristín Ásta Ólafsdóttir áheyrnarfulltrúi
- Sonja Dögg Pálsdóttir áheyrnarfulltrúi
- Guðrún Björg Pálsdóttir áheyrnarfulltrúi
- Unnur Pétursdóttir áheyrnarfulltrúi
- Elín María Jónsdóttir (EMJ) áheyrnarfulltrúi
- Guðbjörg Linda Udengard (LU) framkvæmdastjóri fræðslusviðs
- Gunnhildur María Sæmundsdóttir skólafulltrúi
Fundargerð ritaði
Gunnhildur María Sæmundsdóttir skólafulltrúi
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Ósk félagsmálaráðuneytisins um móttöku flóttafólks árið 2019201905018
Lagt fram til kynningar
Lagðar fram upplýsingar um móttöku ellefu flóttamanna til Mosfellsbæjar að beiðni Félagsmálaráðuneytisins.
2. Innritun í leik- og grunnskóla haust 2019201909079
Upplýsingar um fjölda barna í leik- og grunnskólum haustið 2019 lagðar fram til upplýsinga
Lagðar fram upplýsingar um innritun í leik- og grunnskóla Mosfellsbæjar haustið 2019.
3. TALIS skýrsla, Starfshættir og viðhorf kennara og skólastjóra á unglingastigi grunnskóla201906302
Lagt fram
Umræðu um málið frestað
4. Áskorun frá Samtökum grænkera á Íslandi201908782
Samþykkt með þremur atkvæðum að senda erindið til fræðslunefndar til umsagnar og afgreiðslu.
Fræðslunefnd fagnar umræðu um skólamötuneyti og matseðla leik- og grunnskóla. Erindi frá Samtökum grænkera er vísað til fræðslu- og frístundasviðs til úrvinnslu.
Viðreisn leggur fram eftirfarandi tillögu:
1. Viðreisn í Mosfellsbæ leggur til að Fræðslusvið Mosfellsbæjar birti á heimasíðum grunnskóla Mosfellsbæjar upplýsingar um þá kosti sem eru í boði varðandi mat í skólum Mosfellsbæjar.
2. Að við skráningu í skóla í Mosfellsbæjar sé foreldrum gerð grein fyrir því að mötuneyti skólanna komið á móts við þau börn sem ekki neyta kjöts (grænmetisætur) eða dýraafurða (vegan).
3. Að bætt verði við í stefnu Mosfellsbæjar um mötuneyti í leik- og grunnskólum svohljóðandi setningu; Í öllum skólum Mosfellsbæjar er í boði að óska eftir sérstöku fæði, til dæmis vegna fæðuóþols eða ef einstaklingar neyta ekki kjöts(grænmetisætur) eða dýraafurða (vegan).Afgreiðslu tillögu Viðreisnar frestað þar til frekari gögn liggja fyrir.
5. Kynning á Helgafellsskóla201909156
Skólastjóri sýnir húsnæði skólans og kynnir starfsemina.
Fræðslunefnd þakkar góða kynningu.