27. september 2019 kl. 07:00,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Ásgeir Sveinsson (ÁS) formaður
- Bryndís Brynjarsdóttir (BBr) varaformaður
- Stefán Ómar Jónsson (SÓJ) aðalmaður
- Helga Jóhannesdóttir (HJó) aðalmaður
- Jón Pétursson aðalmaður
- Ölvir Karlsson (ÖK) áheyrnarfulltrúi
- Ólafur Ingi Óskarsson (ÓIÓ) áheyrnarfulltrúi
- Ólafur Melsted skipulagsfulltrúi
- Árni Jón Sigfússon byggingarfulltrúi
Fundargerð ritaði
Ólafur Melsted Skipulagsfulltrúi
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Aðalskipulagsbreyting í Reykjavík 2010-2030 - Iðnaðarsvæði fyrir efnisvinnslu við Álfsnesvík2018084560
Borist hefur erindi frá Reykjavíkurborg dags. 30. ágúst 2019 varðandi breytingu á svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins, aðalskipulagi Reykjavíkur og nýju deiliskipulag fyrir Álfsnesvík. Frestað vegna tímaskorts á 493. fundi nefndar.
Skipulagsnefnd óskar eftir kynningu frá Reykjavíkurborg á tillögunum fyrir skipulagsnefnd og bæjarstjórn.
2. Aðalskipulagsbreyting í Reykjavík -Íbúðarbyggð og blönduð byggð201906404
Á 493. fundi skipulagsnefndar 13. september mætti Haraldur Sigurðsson fulltrúi Reykjavíkurborgar og kynnti málið. Umræður urðu um málið.
Breyting á aðalskipulagi Reykjavíkur getur í mörgum tilfellum haft mikil áhrif á höfuðborgarsvæðið allt.
Lagning Sundabrautar leysir að öllum líkindum mikinn umferðarvanda í Reykjavík og nágrannasveitarfélögum og mun draga úr umferð á Vesturlandsvegi í gegn um Mosfellsbæ. Því ber að gæta sérstaklega að því að ekki verði lagðar hindranir og aukinn kostnaður í aðalskipulag Reykjavíkur sem truflað gæti lagningu Sundabrautar í framtíðinni.
Skipulagsnefnd leggur áherslu á að ekki verði skipulögð byggð á fyrirhuguðum vegstæðum Sundabrautar eða á nokkrum þeim svæðum þar sem fyrirhugaðar vegtengingar eru áætlaðar.
Skipulagsnefnd hvetur SSH og ríkið til að hraða undirbúningi og framkvæmdum við Sundabraut.3. Ásar - ósk um nýtt landnúmer201901277
Á 477. fundi skipulagsnefndar 6. febrúar 2019 var gerð eftirfarandi bókun: "Skipulagsnefnd felur byggingarfulltrúa að skoða málið og leggja fram minnisblað á næsta fundi nefndar." Frestað vegna tímaskorts á 493. fundi nefndar. Lagt fram minnisblað byggingarfulltrúa.
Embætti byggingarfulltrúa gerir ekki athugasemdir við ósk um skiptingu lands enda ber eiganda að kalla eftir samþykki atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytis og eftir atvikum veðhafa. Lögbýlisskráning skal fylgja íbúðarhúsi og upprunalandi Ása, nýtt landnúmer mun ekki hafa lögbýlisrétt. Skipulagsnefnd vísar afgreiðslu málsins til byggingarfulltrúa.
4. Merkjateigur 6 - beiðni um eignaskiptingu að Merkjateig 62019081001
Á 492. fundi skipulagsnefndar 30. ágúst 2019 var gerð eftirfarandi bókun: "Skipulagsnefnd vísar málinu til umsagnar byggingarfulltrúa." Frestað vegna tímaskorts á 493. fundi nefndar. Lagt fram minnisblað byggingarfulltrúa.
Skipulagsnefnd gerir ekki skipulagslegar athugasemdir við erindið og vísar frekari afgreiðslu málsins til byggingarfulltrúa.
5. Reykjavegur 61 - beiðni um að reisa bílskýli að Reykjavegi 61201909154
Borist hefur erindi frá Sævari Guðmundssyni dags. 9. september 2019 varðandi byggingu á bílskýli á lóðinni að Reykjavegi 61. Frestað vegna tímaskorts á 493. fundi nefndar.
Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að grenndarkynna erindið þegar fullnægjandi gögn hafa borist.
6. Lundur í Mosfellsdal - breyting á deiliskipulagi201908422
Á 493. fundi skipulagsnefndar 13. september 2019 var gerð eftirfarandi bókun: "Umræður um málið. Máli frestað vegna tímaskorts."
Skipulagsnefnd synjar umbeðinni breytingu á deiliskipulagi.
7. Dælustöðvarvegur 8, breyting á deiliskipulagi201906039
Á 488. fundi skipulagsnefndar 28. júní 2019 var gerð eftirfarandi bókun: "Skipulagsnefnd vísar erindinu til umsagnar umhverfisnefndar Mosfellsbæjar til umsagnar." Lögð fram umsögn umhverfisnefndar
Skipulagsnefnd synjar erindinu þar sem umbeðin stækkun á byggingarreit er innan hverfisverndarsvæðis Varmár.
8. Reykjamelur 20-22 og Asparlundur 11 - breyting á deiliskipulagi201805149
Á 488. fundi skipulagsnefndar 28. júní 2019 var gerð eftirfarandi bókun: " Skipulagsnefnd vísar málinu til umsagnar umhverfisnefndar Mosfellsbæjar." Lögð fram umsögn umhverfisnefndar í málinu.
Skipulagsnefnd synjar erindinu þar sem umbeðinn aðkomuvegur er innan hverfisverndarsvæðis.
9. Vindhóll Mosfellsdal - breytt skráning á fasteign.2019081049
Á 493. fundi skipulagsnefndar 13. september 2019 var gerð eftirfarandi bókun: "Skipulagsnefnd vísar málinu til umsagnar byggingarfulltrúa." Lögð fram umsögn byggingarfulltrúa.
Skipulagsnefnd gerir ekki skipulagslegar athugasemdir við erindið og vísar frekari afgreiðslu þess til byggingarfulltrúa.
10. Ævintýragarður - deiliskipulag201710251
Á 486. fundi skipulagsnefndar 28. maí 2019 var gerð eftirfarandi bókun: "Skipulagsnefnd stefnir að íbúasamráði til að að kalla eftir tillögum um nýtingu, umhverfi og útfærslu Ævintýragarðsins t.d í tengslum við bæjarhátíðina í Túninu heima." Kynning var haldin á bæjarhátíðinni í Túninu heima. Lögð fram samantekt kynningarinnar.
Frestað vegna tímaskorts.
11. Engjavegur 6 - breyting á deiliskipulagi201908526
Á 492. fundi skipulagsnefndar 30. ágúst 2019 var gerð eftirfarandi bókun: "Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að funda með húseiganda." Skipulagsfulltrúi hefur fundað með húseiganda.
Frestað vegna tímaskorts.
12. Kvíslartunga 5 - breyting á deiliskipulagi201909368
Borist hefur erindi frá Sigurði B. Guðmundssyni og Kristni Sigurðssyni dags. 22. september 2019 varðandi breyting á deiliskipulagi fyrir lóðina Kvíslartungu 5.
Frestað vegna tímaskorts.
13. Laxatunga, Leirvogstunguhverfi - stýrilinur á götu.201909318
Borist hefur erindi frá Björgvini Andra Garðarssyni verkefnastjóra umhverfissviðs dags. 19. september 2019 varðandi stýrilínur fyrir umferð í Laxatungu.
Frestað vegna tímaskorts.
14. Hlíðarás 9 - hljóðmengun frá Vesturlandsvegi201909256
Borist hefur erindi frá Krístinu Valgerði Ólafsdóttur dags. 12. september 2019 varðandi umferðarhávaða frá Vesturlandsvegi í húsinu að Hliðarás 9.
Frestað vegna tímaskorts.
15. Óskað eftir samþykki á sameiningu lóða,201909387
Borist hefur erindi frá Ríkiseignum dags. 18. september 2019 varðandi sameiningu lands Jónstóftar í Mosfellsdal lnr. 123665 og lóðar með lnr. 215452.
Frestað vegna tímaskorts.
16. Umsókn um framkvæmdaleyfi Vesturlandsvegur frá Skarhólabraut að Langitanga201909392
Borist hefur erindi frá Vegagerðinni dags. 23. september 2019 varðandi framkvæmdaleyfi fyrir breikkun Vesturlandsvegar frá Skarhólabraut að Langatanga.
Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að gefa út framkvæmdaleyfi skv. 15. gr. skipulagslaga.
17. Selvatn - ósk um gerð deiliskipulags201905022
Á 487. fundi skipulagsnefndar 31. maí 2019 var gerð eftirfarandi bókun: "Lýsing deiliskipulags samþykkt með fyrirvara um smávægilegar leiðréttingar á skipulagslýsingu. Skipulagsfulltrúa falið að kynna tillöguna og afla umsagna." Lagðar fram umsagnir við skipulagslýsingu ásamt tillögu að deiliskipulagi.
Skipulagsnefnd samþykkir að tillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga.
18. Fossatunga 8-12 - breyting á deiliskipulagi201909399
Borist hefur erindi frá Arnari Ingólfssyni fh. lóðareiganda að Fossatungu 8-12 dags. 23. september 2019 varðandi breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar.
Frestað vegna tímaskorts.
19. Nýtt leiðarnet fyrir Strætó bs.201909103
Á 493. fundi skipulagsnefndar 13. september 2019 var gerð eftirfarandi bókun: "Skipulagsnefnd óskar eftir kynningu á málinu." Á fundinn mættu fulltrúar Strætó bs.
Kynning, umræður um málið.
Fundargerðir til kynningar
20. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 376201909032F
Lagt fram.
20.1. Leirvogstunga 19 / Umsókn um byggingarleyfi. 201804228
Bátur ehf., Leirvogstungu 19, sækir um leyfi til breytinga á áður samþykktum aðaluppdráttum einbýlishúss á lóðinni Leirvogstunga nr. 19, í samræmi við framlögð gögn. Stærðir breytast ekki.
20.2. Hlaðgerðarkot/Umsókn um byggingarleyfi. 201606012
Samhjálp félagasamtök Hlíðarsmára 14 Kópavogi sækja um leyfi til breytinga áður samþykktra aðaluppdrátta meðferðarkjarna Samhjálpar að Hlaðgerðarkoti í samræmi við framlögð gögn. Stærðir breytast ekki.
20.3. Furubyggð 30-40, Umsókn um byggingarleyfi 201906083
Eyjólfur Árni Rafnsson Furubyggð 40, sækir um leyfi til breytinga þakfrágangs garðskála raðhúsa á lóðinni Furubyggð nr. 30-40 í samræmi við framlögð gögn.
Stærðir breytast ekki.20.4. Brekkutangi 17-31, Umsókn um byggingarleyfi 201906388
Húsfélag Brekkutanga 17-31 sækir um leyfi til að byggja úr steinsteypu og timbri viðbyggingar á 2. hæð ofan á núverandi bílgeymslum á lóðinni Brekkutanga nr.17-31 , í samræmi við framlögð gögn. Stærðir: Stækkun per hús 15,0 m², 52,6 m³.
20.5. Reykjahvoll 27, Umsókn um byggingarleyfi 201908996
Gunnar Þór Jóhannsson og Þóra Egilsdóttir Rauðamýri 14 sækja um leyfi til að byggja úr steinsteypu tveggja hæða einbýlishús með innbyggðri bílgeymslu á lóðinni Reykjahvoll nr. 27, í samræmi við framlögð gögn.Stærðir: Íbúð 178,2 m², bílgeymsla 41,7, 885,7 m³.