28. nóvember 2019 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Kolbrún G Þorsteinsdóttir (KGÞ) varaformaður
- Ásgeir Sveinsson (ÁS) formaður
- Valdimar Birgisson (VBi) aðalmaður
- Bjarki Bjarnason (BBj) áheyrnarfulltrúi
- Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) áheyrnarfulltrúi
- Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
- Heiðar Örn Stefánsson embættismaður
Fundargerð ritaði
Heiðar Örn Stefánsson lögmaður Mosfellsbæjar
Samþykkt með 3. atkvæðum við upphaf fundar að taka mál nr. 8, nafnasamkeppni íþróttahúss, á dagskrá með afbrigðum.
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Kæra ÚU vegna synjunjar á að skipta frístundalóð við Hafravatn í tvennt201911269
Kæra ÚU vegna synjunjar á að skipta frístundalóð við Hafravatn í tvennt.
Samþykkt með 3 atkvæðum að fela lögmanni Mosfellsbæjar að reka málið fyrir Úrskurðarnefnd Umhverfis og Auðlindamála.
2. Uppsetning öryggismyndavéla í Mosfellsbæ201902275
Lögð fyrir bæjarráð tillaga um tilhögun á uppsetningu myndavéla eftir samráð við starfshóp lögreglu og Neyðarlínu
Framkomnar tillögur um breytingar á staðsetningu öryggismyndavéla samþykktar með 3 atkvæðum.
3. Ósk um stækkun lóðar - Desjamýri 10201911298
Ósk um stækkun lóðar - Desjamýri 10
Samþykkt með 3 atkvæðum að vísa erindinu til skipulagsfulltrúa til umsagnar.
4. Öryggisíbúðir við Bjarkarholt201911194
Drög að viljayfirlýsingu um byggingu öryggisíbúða við Bjarkarholt.
Samþykkt með 3 atkvæðum að heimila bæjarstjóra að undirrita viljayfirlýsingu á grunni fyrirliggjandi draga.
5. Beiðni vegna Orkuveitu SB/01201911349
Beiðni um viðræður um kaup á jarðhitaréttindum við Selholt.
Samþykkt með 3 atkvæðum að fela framkvæmdastjóra umhverfissviðs að rita umsögn um erindið.
6. Fyrirspurn vegna samnings um viðbótarlóð til ræktunar að Hlíðartúni 12201911218
Umsögn framkvæmdastjóra umhverfissviðs varðandi framlengingu lóðarleigusamninga vegna ræktunarlands
Samþykkt með 3 atkvæðum að heimila framkvæmdastjóra umhverfissviðs að framlengja lóðarleigusamninga um ræktunarland við Hlíðartún til allt að 15 ára frá lokum gildistíma núgildandi samninga.
7. Selholt l.nr. 204589 - ósk Veitna eftir lóð undir smádreifistöð201711226
Smádreifistöð í landi Selholts landnr. 204589, Ósk um færslu ca. 3 metra austar en áætlað var.
Samþykkt með 3 atkvæðum að vísa erindinu til úrvinnslu skipulagsfulltrúa.
8. Nafnasamkeppni íþróttahús201911390
Nafngift Íþróttahúss
Fyrirliggjandi niðurstaða nafnanefndar samþykkt með 3 atkvæðum og nefndinni falið að greina frá niðurstöðunni með viðeigandi hætti.