Mál númer 201812042
- 22. janúar 2020
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #752
Opin fundur sem að haldinn var á síðasta tímabili kynntur fyrir nýju ráði.
Afgreiðsla 55. (54.) fundar ungmennaráðs samþykkt á 752. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 11. nóvember 2019
Ungmennaráð Mosfellsbæjar #55
Opin fundur sem að haldinn var á síðasta tímabili kynntur fyrir nýju ráði.
Formaður ungmennaráðs 2018-19 kynnti fyrir nýju ráði útkomu opins fundar sem að haldin var í Hlégarði síðasta vor. Ákveðið að vinna áfram að því að koma því efni á framfæri sem allra fyrst og stefnt að því að haldan annan opin fund á vorönn.
- 6. febrúar 2019
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #732
Framhald á umræðunni um opin fund / ráðstefnu í mars 2019
Afgreiðsla 53. fundar ungmennaráðs samþykkt á 732. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 23. janúar 2019
Ungmennaráð Mosfellsbæjar #53
Framhald á umræðunni um opin fund / ráðstefnu í mars 2019
Landsþing ungmennahúsa (Brúum bilið - Ungt fólk til áhrifa verður í Mosfellbæ ) 1. og 2. mars Ungmennaráð stefnir á að halda opin fund fyrir 13-20 ára / Vinnustofur (í tengslum við landsþing, í þjóðfundarstíll), 28. febrúar,- nánari upplýsingar seinna
Auglýsa atburðin vel
Fyrirlesarar (KVAN) - í samstarfi við Ungmennahús svo það séu ekki sömu fyrirlesarar Athuga með að fá Steinda í vinnustofu 28. febrúar - 12. desember 2018
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #730
Ungmennaráð hefur hug á að halda opin fund fyrir ungmenni í Mosfellsbæ.
Afgreiðsla 52. fundar ungmennaráðs samþykkt á 730. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 5. desember 2018
Ungmennaráð Mosfellsbæjar #52
Ungmennaráð hefur hug á að halda opin fund fyrir ungmenni í Mosfellsbæ.
Ungmennaráð stefnir á að halda ungmennaráðstefnu í Mosfellsbæ í samfloti við landsþing ungmennahúsa SAMFÉS sem að haldið verður í Mosfellbæ helgina 1. - 3. mars 2019. Vinnuhópar ákveðnir og starfmenn nenfdarinnar settir í að finna fyrirlesara og húsnæði.