Mál númer 201802082
- 30. maí 2018
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #718
Kosning fulltrúa í undirkjörstjórnir vegna forfalla núverandi fulltrúa.
Afgreiðsla 1355. fundar bæjarráðs samþykkt á 718. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 30. maí 2018
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #718
Kosning fulltrúa í undirkjörstjórnir vegna forfalla.
Afgreiðsla 1354. fundar bæjarráðs samþykkt á 718. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 22. maí 2018
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1355
Kosning fulltrúa í undirkjörstjórnir vegna forfalla núverandi fulltrúa.
Fram kom eftirfarandi tillaga:
1. Bæjarráð kýs Rafn H. Guðlaugsson í stað Heklu Ingunnar Daðadóttur sem varamann í kjördeild 5 og þar með úr kjördeild 6.
2. Bæjarráð kýs Margréti Þórhildi Eggertsdóttur í kjördeild 6 í staðinn fyrir Rafn H. Guðlaugsson í kjördeild 6
3. Bæjarráð kýs Guðjón S. Jensson sem varamann í kjördeild 7 í staðinn fyrir Bergstein Pálsson
Ekki komu fram aðrar tillögur og skoðast tilagan því samþykkt með þremur atkvæðum 1355. fundar bæjarráðs Mosfellsbæjar.
- 17. maí 2018
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1354
Kosning fulltrúa í undirkjörstjórnir vegna forfalla.
Yfirkjörstjórn óskar vegna forfalla núverandi fulltrúa eftir tilnefningum nýrra fulltrúa í kjördeildir vegna komandi sveitarstjórnarkosninga.
Fram kom eftirfarandi tillaga um aðalmenn:
Hekla Daðadóttir sem aðalmaður í kjördeild 2.
Kristrún Halla Gylfadóttir sem aðalmaður í kjördeild 2.
Guðrún Erna Hafsteinsdóttir sem aðalmaður í kjördeild 3.
Gunnar Ingi Hjartarson sem aðalmaður í kjördeild 3
Birna Karlsdóttir sem aðalmaður í kjördeild 3
Þóra Sigrún Kjartansdóttir sem aðalmaður í kjördeild 4.
Brynja Hlíf Hjaltadóttir sem aðalmaður í kjördeild 5.Ekki komu fram aðrar tillögur og skoðast tillagan því samþykkt með 3 atkvæðum 1354. fundar bæjarráðs Mosfellsbæjar.
- 16. maí 2018
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #717
Staðfesting kjörskrár
Afgreiðsla 1353. fundar bæjarráðs samþykkt á 717. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 16. maí 2018
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #717
Fyrir hönd Íbúahreyfingarinnar óskar Sigrún Pálsdóttir eftir umfjöllun um auglýsingar frambða við bæjarskrifstofur Mosfellsbæjar.
Afgreiðsla 1353. fundar bæjarráðs samþykkt á 717. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 16. maí 2018
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #717
Vegna forfalla hjá fulltrúum í kjörstjórnum Mosfellsbæjar er nauðsynlegt að kjósa nýja fulltrúa í nokkrar kjörstjórnir í kjördeildum. Lagt er til að bæjarstjórn veiti bæjarráði umboð til að kjósa fulltrúa í undirkjörstjórnir vegna forfalla núverandi fulltrúa eftir því sem þörf krefur fram að kjördegi 26. maí 2018.
Samþykkt með 9 atkvæðum 717. fundar bæjarstjórnar Mosfellsbæjar að bæjarstjórn veiti bæjarráði umboð til að kjósa fulltrúa í undirkjörstjórnir vegna forfalla núverandi fulltrúa eftir því sem þörf krefur fram að kjördegi 26. maí 2018.
- 11. maí 2018
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1353
Staðfesting kjörskrár
Bæjarráð samþykkir með þremur atkvæðum framlagða kjörskrá vegna komandi sveitastjórnarkosninga 26. maí 2018. Jafnframt er bæjarstjóra, og lögmanni bæjarins í hans fjarveru, veitt fullnaðarumboð til að fjalla um athugasemdir, úrskurða um og gera breytingar á kjörskránni eftir atvikum fram að kjördegi.
- 11. maí 2018
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1353
Fyrir hönd Íbúahreyfingarinnar óskar Sigrún Pálsdóttir eftir umfjöllun um auglýsingar frambða við bæjarskrifstofur Mosfellsbæjar.
Fjallað um auglýsingar framboða við bæjarskrifstofur Mosfellsbæjar á 1353. fundi bæjarráðs Mosfellsbæjar.
Tillaga:
Bæjarfulltrúi Íbúahreyfingarinnar fer þess á leit við bæjarráð að það leiti eftir því við fulltrúa D-lista að þeir fjarlægi kosningaáróður sinn úr gluggum Kjarnans og af vegg við innganginn að bæjarskrifstofunni.Rökstuðningur Íbúahreyfingarinnar:
Kjarni er opinber bygging þar sem hann hýsir bæjarskrifstofur , fundarsali bæjarstjórnar og bæjarráðs, auk annarra fagnefnda. Einnig Bókasafn Mosfellsbæjar, Listasal Mosfellsbæjar og Heilsugæslu Mosfellsbæjar. Í húsinu fundar yfirkjörstjórn Mosfellsbæjar.
Á Íslandi, eins og í öðrum lýðræðisríkjum, er grundvallarregla að hengja ekki upp kosningaráróður á og í opinberum byggingum. Íbúar í Mosfellsbæ eiga rétt á því að þeim sé hlíft við slíkum áróðri þegar þeir koma í erindagjörðum á bæjarskrifstofu sína.
Íbúahreyfingin hvetur Sjálfstæðisflokkinn til að virða þá meginreglu að merkja framboði sínu ekki húsið sem í hugum Mosfellinga er ráðhús bæjarins.Tillagan er felld með 2 atkvæðum. Fulltrúi S-lista situr hjá.
Bókun Íbúahreyfingarinnar:
Þetta athæfi Sjálfstæðisflokksins vekur upp alvarlegar spurningar um siðferði í stjórnmálum.
Eignarhald á húsum geta ekki ráðið úrslitum um siðgæði.Bókun S-lista:
Merkingar Sjálfstæðisflokksins á Kjarna vegna kosninga eru til vansa. Ekki er um að ræða merkingar á skrifstofu framboðsins, sem eru í öðrum hluta hússins heldur í gluggum sem vísa í aðra átt og blasa við öllum sem koma inn á bókasafn og heilsugæslu. Samfylkingin telur að þær merkingar séu óviðeigandi. Þessir sömu gluggar hafa verið notaðir til auglýsinga af öðrum stjórnmálaflokkum áður sem hafa þá haft skrifstofu á þeim stað. Hvort tveggja er til vansa og umhugsunarvert að það sé ekkert í íslenskum kosningalögum sem tekur á því hvernig fara skuli með auglýsingar stjórnmálaflokka í byggingum sem hýsa stjórnsýslu og almannaþjónustu sveitarfélaga ásamt annarri óopinberri starfsemi.Bókun D- lista:
Merkingar á gluggum og verslunarrýmum getur ekki fallist undir verksvið bæjarráðs, þrátt fyrir þá staðreynd að bæjarskrifstofur Mosfellsbæjar séu hýstar í umræddu húsi. Fjöldi fyrirtækja er staðsett í húsinu og auglýsa sig með þeim hætti sem þau kjósa.
Fordæmi eru fyrir sambærilegum merkingum framboða fyrir kosningar t.a.m voru bæði B-listi og V- listi með sambærilegar auglýsingar fyrir kosningar 2014 í sömu gluggum og nú eru notaðir auk fleiri glugga á sömu hæð í byggingunni. Það mál var ekki rætt á vettvangi bæjarins enda á það mál ekki erindi hér frekar en þá.
Vísum fullyrðingum um siðgæði á bug, enda hér um eðlilegan hluta kosningabaráttu að ræða, kosningar til sveitarstjórnar eru haldnar á 4 ára fresti og það að koma framboðum á frambæri til almennings er hluti af því lýðræðislega ferli.