17. maí 2018 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Hafsteinn Pálsson (HP) formaður
- Kolbrún G Þorsteinsdóttir (KGÞ) varaformaður
- Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) aðalmaður
- Bjarki Bjarnason (BBj) áheyrnarfulltrúi
- Sigrún H. Pálsdóttir (SHP) áheyrnarfulltrúi
- Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
- Heiðar Örn Stefánsson embættismaður
Fundargerð ritaði
Heiðar Örn Stefánsson lögmaður Mosfellsbæjar
Við upphaf fundar er samþykkt með 3 atkvæðum í bæjarráði Mosfellsbæjar að taka á dagskrá málin: 7) Viðreisn - ósk um fjárstuðning og 8) Sveitarstjórnarkosningar 2018 - kosning undirkjörstjórna, en málin voru ekki á útsendri dagskrá.
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Teigsland - framtíðarskiplag201803006
Á 1345. fundi bæjarráðs 8. mars 2018 var gerð eftirfarandi bókun: "Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa erindinu til umsagnar hjá skipulagsnefnd." Lögð fram umsögn skipulagsnenfdar
1354. fundur bæjarráðs Mosfellsbæjar samþykkir með 3 atkvæðum að fela lögmanni bæjarins að svara bréfritara og upplýsa hann um umsögn skipulagsnefndar.
2. Fyrirspurn um kostnað við veituframkvæmdir og niðurfellingu gatnagerðargjalda201802131
Fyrirspurn um kostnað við veituframkvæmdir og niðurfellingu gatnagerðargjalda
1354. fundur bæjarráðs Mosfellsbæjar samþykkir með 3 atkvæðum að fela umhverfissviði að funda með eiganda lóðarinnar til að gera grein fyrir erfiðum aðstæðum varðandi aðkomu að viðkomandi lóð og mögulegum lausnum þar að lútandi.
3. Eftirlitsmyndavélar í Helgafellshverfi201805151
Stjórn Íbúasamtaka Helgafellslands óskar eftir að Bæjarráð taki til umræðu og í framhaldi samþykki að Mosfellsbær kosti til myndavélaeftirlistskerfis. Einnig óskar stjórnin eftir að sérfræðingur taki út staðsetningu myndavéla og ráðleggi Mosfellsbæ við uppsetningu þeirra.
1354. fundur bæjarráðs Mosfellsbæjar samþykkir með 3 atkvæðum að fela bæjarstjóra málið til úrvinnslu þ.m.t. að kanna möguleika á gerð samkomulags við lögreglu og Neyðarlínu um uppsetningu myndavéla og rekstur þeirra.
4. Atvinnusvæði í landi Blikastaða201805153
Reitir fasteignafélag hf. óskar eftir samstarfi við Mosfellsbæ um þróun, skipulag og uppbyggingu á nýju atvinnusvæði úr landi Blikastaða
1354. fundur bæjarráðs Mosfellsbæjar samþykkir með 3 atkvæðum að fela bæjarstjóra að ræða við bréfritara um framhald málsins.
5. Ósk um samstarf og stuðning varðandi framtíðarhúsnæði félagsins201805049
Hundaræktarfélag Íslands óskar eftir samstarfi og stuðning varðandi framtíðarhúsnæði
1354. fundur bæjarráðs Mosfellsbæjar samþykkir með 3 atkvæðum að verða við beiðni bréfritara um að fela bæjarstjóra að eiga með honum fund um málefnið.
6. Rekstur deilda janúar til mars 2018201805053
Rekstraryfirlit deilda janúar til mars 2018 lagt fram.
Pétur Jens Lockton, fjármálastjóri og Anna María Axelsdóttir, verkefnastjóri á fjármáladeild kynna rekstraryfirlit deilda janúar til mars 2018. Þá er afrakstur verkefnisins; Opið bókhald Mosfellsbæjar, kynntur. Vefsíða og sýn almennings á bókhaldið eru sýnd bæjarráði. Kynnt er að búið sé að setja inn upplýsingar vegna ársins 2017 og fyrsta ársfjórðungs 2018 og að unnt sé að opna bókhaldið hvað þennan tíma varðar á þessum tímapunkti.
1354. fundur bæjarráðs fagnar því að unnt sé að opna bókhald bæjarins og samþykkir með 3 atkvæðum að það verði gert.
Gestir
- Pétur Jens Lockton
- Anna María Axelsdóttir
7. Viðreisn - ósk um fjástuðning 2018201805177
Ósk um fjárstuðning við framboð Viðreisnar í Mosfellsbæ
1354. fundur bæjarráðs vísar til þess að samkvæmt lögum nr. 162/2006 sé sveitarfélögum með fleiri en 500 íbúa skylt að veita stjórnmálasamtökum, sem fengið hafa a.m.k. einn mann kjörinn í sveitarstjórn eða hlotið a.m.k. 5% atkvæða í næstliðnum sveitarstjórnarkosningum, árleg fjárframlög til starfsemi sinnar. Á því ári sem sveitarstjórnarkosningar eru skal úthlutun framlaga fara fram á þann hátt að stjórnmálasamtök fái framlög fyrir síðari hluta þess árs í samræmi við kjörfylgi í nýafstöðnum kosningum. Bréfritari mun því fá fjárframlög nái hann 5% atkvæða eða fái hann einn mann kjörinn í komandi sveitarstjórnarkosningum.
8. Sveitarstjórnarkosningar 2018201802082
Kosning fulltrúa í undirkjörstjórnir vegna forfalla.
Yfirkjörstjórn óskar vegna forfalla núverandi fulltrúa eftir tilnefningum nýrra fulltrúa í kjördeildir vegna komandi sveitarstjórnarkosninga.
Fram kom eftirfarandi tillaga um aðalmenn:
Hekla Daðadóttir sem aðalmaður í kjördeild 2.
Kristrún Halla Gylfadóttir sem aðalmaður í kjördeild 2.
Guðrún Erna Hafsteinsdóttir sem aðalmaður í kjördeild 3.
Gunnar Ingi Hjartarson sem aðalmaður í kjördeild 3
Birna Karlsdóttir sem aðalmaður í kjördeild 3
Þóra Sigrún Kjartansdóttir sem aðalmaður í kjördeild 4.
Brynja Hlíf Hjaltadóttir sem aðalmaður í kjördeild 5.Ekki komu fram aðrar tillögur og skoðast tillagan því samþykkt með 3 atkvæðum 1354. fundar bæjarráðs Mosfellsbæjar.