Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

17. maí 2018 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

  • Hafsteinn Pálsson (HP) formaður
  • Kolbrún G Þorsteinsdóttir (KGÞ) varaformaður
  • Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) aðalmaður
  • Bjarki Bjarnason (BBj) áheyrnarfulltrúi
  • Sigrún H. Pálsdóttir (SHP) áheyrnarfulltrúi
  • Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
  • Heiðar Örn Stefánsson embættismaður

Fundargerð ritaði

Heiðar Örn Stefánsson lögmaður Mosfellsbæjar

Við upp­haf fund­ar er sam­þykkt með 3 at­kvæð­um í bæj­ar­ráði Mos­fells­bæj­ar að taka á dagskrá málin: 7) Við­reisn - ósk um fjár­stuðn­ing og 8) Sveit­ar­stjórn­ar­kosn­ing­ar 2018 - kosn­ing undir­kjör­stjórna, en málin voru ekki á út­sendri dagskrá.


Dagskrá fundar

Almenn erindi

  • 1. Teigs­land - fram­tíð­ar­skiplag201803006

    Á 1345. fundi bæjarráðs 8. mars 2018 var gerð eftirfarandi bókun: "Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa erindinu til umsagnar hjá skipulagsnefnd." Lögð fram umsögn skipulagsnenfdar

    1354. fund­ur bæj­ar­ráðs Mos­fells­bæj­ar sam­þykk­ir með 3 at­kvæð­um að fela lög­manni bæj­ar­ins að svara bréf­rit­ara og upp­lýsa hann um um­sögn skipu­lags­nefnd­ar.

  • 2. Fyr­ir­spurn um kostn­að við veitu­fram­kvæmd­ir og nið­ur­fell­ingu gatna­gerð­ar­gjalda201802131

    Fyrirspurn um kostnað við veituframkvæmdir og niðurfellingu gatnagerðargjalda

    1354. fund­ur bæj­ar­ráðs Mos­fells­bæj­ar sam­þykk­ir með 3 at­kvæð­um að fela um­hverf­is­sviði að funda með eig­anda lóð­ar­inn­ar til að gera grein fyr­ir erf­ið­um að­stæð­um varð­andi að­komu að við­kom­andi lóð og mögu­leg­um lausn­um þar að lút­andi.

  • 3. Eft­ir­lits­mynda­vél­ar í Helga­fells­hverfi201805151

    Stjórn Íbúasamtaka Helgafellslands óskar eftir að Bæjarráð taki til umræðu og í framhaldi samþykki að Mosfellsbær kosti til myndavélaeftirlistskerfis. Einnig óskar stjórnin eftir að sérfræðingur taki út staðsetningu myndavéla og ráðleggi Mosfellsbæ við uppsetningu þeirra.

    1354. fund­ur bæj­ar­ráðs Mos­fells­bæj­ar sam­þykk­ir með 3 at­kvæð­um að fela bæj­ar­stjóra mál­ið til úr­vinnslu þ.m.t. að kanna mögu­leika á gerð sam­komu­lags við lög­reglu og Neyð­ar­línu um upp­setn­ingu mynda­véla og rekst­ur þeirra.

  • 4. At­vinnusvæði í landi Blikastaða201805153

    Reitir fasteignafélag hf. óskar eftir samstarfi við Mosfellsbæ um þróun, skipulag og uppbyggingu á nýju atvinnusvæði úr landi Blikastaða

    1354. fund­ur bæj­ar­ráðs Mos­fells­bæj­ar sam­þykk­ir með 3 at­kvæð­um að fela bæj­ar­stjóra að ræða við bréf­rit­ara um fram­hald máls­ins.

  • 5. Ósk um sam­st­arf og stuðn­ing varð­andi fram­tíð­ar­hús­næði fé­lags­ins201805049

    Hundaræktarfélag Íslands óskar eftir samstarfi og stuðning varðandi framtíðarhúsnæði

    1354. fund­ur bæj­ar­ráðs Mos­fells­bæj­ar sam­þykk­ir með 3 at­kvæð­um að verða við beiðni bréf­rit­ara um að fela bæj­ar­stjóra að eiga með hon­um fund um mál­efn­ið.

  • 6. Rekst­ur deilda janú­ar til mars 2018201805053

    Rekstraryfirlit deilda janúar til mars 2018 lagt fram.

    Pét­ur Jens Lockton, fjár­mála­stjóri og Anna María Ax­els­dótt­ir, verk­efna­stjóri á fjár­mála­deild kynna rekstr­ar­yf­ir­lit deilda janú­ar til mars 2018. Þá er afrakst­ur verk­efn­is­ins; Opið bók­hald Mos­fells­bæj­ar, kynnt­ur. Vef­síða og sýn al­menn­ings á bók­hald­ið eru sýnd bæj­ar­ráði. Kynnt er að búið sé að setja inn upp­lýs­ing­ar vegna árs­ins 2017 og fyrsta árs­fjórð­ungs 2018 og að unnt sé að opna bók­hald­ið hvað þenn­an tíma varð­ar á þess­um tíma­punkti.

    1354. fund­ur bæj­ar­ráðs fagn­ar því að unnt sé að opna bók­hald bæj­ar­ins og sam­þykk­ir með 3 at­kvæð­um að það verði gert.

    Gestir
    • Pétur Jens Lockton
    • Anna María Axelsdóttir
  • 7. Við­reisn - ósk um fjástuðn­ing 2018201805177

    Ósk um fjárstuðning við framboð Viðreisnar í Mosfellsbæ

    1354. fund­ur bæj­ar­ráðs vís­ar til þess að sam­kvæmt lög­um nr. 162/2006 sé sveit­ar­fé­lög­um með fleiri en 500 íbúa skylt að veita stjórn­mála­sam­tök­um, sem feng­ið hafa a.m.k. einn mann kjör­inn í sveit­ar­stjórn eða hlot­ið a.m.k. 5% at­kvæða í næstliðn­um sveit­ar­stjórn­ar­kosn­ing­um, ár­leg fjár­fram­lög til starf­semi sinn­ar. Á því ári sem sveit­ar­stjórn­ar­kosn­ing­ar eru skal út­hlut­un fram­laga fara fram á þann hátt að stjórn­mála­sam­tök fái fram­lög fyr­ir síð­ari hluta þess árs í sam­ræmi við kjör­fylgi í ný­af­stöðn­um kosn­ing­um. Bréf­rit­ari mun því fá fjár­fram­lög nái hann 5% at­kvæða eða fái hann einn mann kjör­inn í kom­andi sveit­ar­stjórn­ar­kosn­ing­um.

  • 8. Sveit­ar­stjórn­ar­kosn­ing­ar 2018201802082

    Kosning fulltrúa í undirkjörstjórnir vegna forfalla.

    Yfir­kjör­stjórn ósk­ar vegna for­falla nú­ver­andi full­trúa eft­ir til­nefn­ing­um nýrra full­trúa í kjör­deild­ir vegna kom­andi sveit­ar­stjórn­ar­kosn­inga.

    Fram kom eft­ir­far­andi til­laga um að­al­menn:

    Hekla Daða­dótt­ir sem aðal­mað­ur í kjör­deild 2.
    Kristrún Halla Gylfa­dótt­ir sem aðal­mað­ur í kjör­deild 2.
    Guð­rún Erna Haf­steins­dótt­ir sem aðal­mað­ur í kjör­deild 3.
    Gunn­ar Ingi Hjart­ar­son sem aðal­mað­ur í kjör­deild 3
    Birna Karls­dótt­ir sem aðal­mað­ur í kjör­deild 3
    Þóra Sigrún Kjart­ans­dótt­ir sem aðal­mað­ur í kjör­deild 4.
    Brynja Hlíf Hjalta­dótt­ir sem aðal­mað­ur í kjör­deild 5.

    Ekki komu fram að­r­ar til­lög­ur og skoð­ast til­lag­an því sam­þykkt með 3 at­kvæð­um 1354. fund­ar bæj­ar­ráðs Mos­fells­bæj­ar.

    Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 08:38