Mál númer 201703407
- 3. maí 2017
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #694
Íbúahreyfingin óskar eftir erindi á dagsskrá um hvaða lagalegu áhrif ákvörðun heilbrigðisráðherra hefur á samninga um lóðaúthlutun og byggingu einkasjúkrahúss að Sólvöllum í Mosfellsbæ. Málinu var frestað á síðasta fundi.
Bókun M-lista Íbúahreyfingarinnar
Bæjarfulltrúi Íbúahreyfingarinnar harmar að bæjarstjóri, Haraldur Sverrisson, skuli ekki sjá sér fært að taka af allan vafa um hvort verið sé að undirbúa byggingu einkasjúkrahúss við Sólvelli í Mosfellsbæ. Málið hefur hangið í lausu lofti allt frá því að ljóst varð að hollenska félagið Burbanks Holding B.V., sem á 98% hlut í MCPB ehf., er skúffufyrirtæki í útjaðri Eindhoven sem aldrei hefur skilað ársreikningi. Skv. skráningu hjá Kamer van Koophandel (firmaskrá Hollands) var stofnfé þess 1 evra og þar er enginn starfsmaður. Félagið hefur því augljóslega hvorki fjárhagslega burði til að afla fjár, né reisa sjúkrahús að upphæð 50 milljarðar. Íslensku samstarfsmennirnir hafa auk þess yfirgefið skútuna og ólíklegt að hjartalæknirinn Pedro Brugada vilji reka sjúkrahúsið í óþökk íslenskra lækna og heilbrigðisyfirvalda, sbr. yfirlýsingar hans í fjölmiðlum.Málið kom fólki fyrir sjónir eins og einn allsherjar blekkingarvefur fjölda félaga sem ekkert áttu og öll lutu sama manninum. Það er því löngu tímabært að bæjarstjóri greini Mosfellingum frá því hverslags var og gefi skýr svör við því hvert framhaldið verður.
Íbúahreyfingin telur að frumhlaup D-, S- og V-lista í bæjarráði þann 21. júlí 2016 hafi skaðað orðspor Mosfellsbæjar og veikt tiltrú íbúa á yfirstjórn sveitarfélagsins. Þegar kjörnir fulltrúar bregðast með svo hrapalegum hætti skaða þeir lýðræðið. Bæjarstjórn Mosfellsbæjar þarf augljóslega á faglegri handleiðslu að halda. Íbúahreyfinginn vill leysa þann vanda með því að ráða framvegis bæjarstjóra á faglegum forsendum í Mosfellsbæ.
Bókun S-lista
Bæjarfulltrúar Samfylkingarinnar vísa á bug að með umræddri afgreiðslu í bæjarráði þann 21. júlí 2016 hafi bæjarfulltrúar brugðist skyldum sínum sem kjörnir fulltrúar og skaðað lýðræðið hvað svo sem bæjarfulltrúi Íbúahreyfingarinnar á við með því. Að öðru leyti vísum við til fyrri bókana okkar um málið og ítrekum að hagsmunir Mosfellsbæjar eru að fullu tryggðir í þeim samningum sem gerðir hafa verið í þessu máli.Anna Sigríður Guðnadóttir
Ólafur Ingi Óskarsson.Bókun V- og D- lista
Stóryrði og aðdróttanir í bókun fulltrúa M- lista eru bæjarfulltrúanum til vansa.Eins og ítrekað hefur komið fram er hér um að ræða úthlutun á lóð undir sjúkrahús og hótel. Um er að ræða endurúthlutun á lóð sem í aðalskipulagi er skilgreind fyrir þess háttar starfsemi. Lóðinni var úthlutað með skilyrðum um frekari upplýsingar og gögn, forsvarsmenn fyrirtækisins hafa frest til 1. desember næstkomandi til að skila þeim gögnum, ella fellur samningurinn úr gildi. Margoft hefur verið farið yfir umrætt mál og er engu ósvarað á þessum tímapunkti.
Afgreiðsla 1304. fundar bæjarráðs samþykkt á 694. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum. - 3. maí 2017
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #694
Íbúahreyfingin óskar eftir erindi á dagsskrá um hvaða lagalegu áhrif ákvörðun heilbrigðisráðherra hefur á samninga um lóðaúthlutun og byggingu einkasjúkrahúss að Sólvöllum í Mosfellsbæ. Málinu var frestað á síðasta fundi.
Afgreiðsla 1303. fundar bæjarráðs samþykkt á 694. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 27. apríl 2017
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1304
Íbúahreyfingin óskar eftir erindi á dagsskrá um hvaða lagalegu áhrif ákvörðun heilbrigðisráðherra hefur á samninga um lóðaúthlutun og byggingu einkasjúkrahúss að Sólvöllum í Mosfellsbæ. Málinu var frestað á síðasta fundi.
Bæjarráð telur að ummæli ráðherra hafi ekki áhrif á gildi samninga um úthlutun lóðar að Sólvöllum í Mosfellsbæ.
Bókun M-lista Íbúahreyfingarinnar
Bæjarfulltrúi Íbúahreyfingarinnar telur mikilvægt að bæjarráð og Mosfellingar allir fái að fylgjast með framvindu þessa máls. Um er að ræða 120.000 m2 lóð í eigu sveitarfélagsins. Verkefnið fór illa af stað og byggði á veikum grunni strax í upphafi. Það vöknuðu strax efasemdir um trúverðugleika forsvarsmanns þess eftir viðtöl við hann í fjölmiðlum. Síðan hefur lítið til málsins spurts.
Heilbrigðisráðherra og landlæknir hafa báðir lýst því yfir að rekstur einkasjúkrahúsa vinni gegn bráðnauðsynlegri uppbyggingu ríkissjúkrahúss.
Forsendur verkefnisins voru veikar fyrir en eins og staðan er í dag virðist það standa á brauðfótum.Bókun D-, V- og S- lista
Hér er um að ræða úthlutun á lóð undir sjúkrahús og hótel samkvæmt aðalskipulagi Mosfellsbæjar. Um framgang málsins hefur verið upplýst í bæjarráði. Í þessu sambandi var lóðinni úhtlutað með sérstökum skilyrðum sem forsvarsmenn fyrirtækisins hafa tíma til 1. desember nk. til að uppfylla. Það mun koma í ljós hvort þau skilyrði verða uppfyllt en að öðrum kosti fellur samningurinn úr gildi. - 21. apríl 2017
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1303
Íbúahreyfingin óskar eftir erindi á dagsskrá um hvaða lagalegu áhrif ákvörðun heilbrigðisráðherra hefur á samninga um lóðaúthlutun og byggingu einkasjúkrahúss að Sólvöllum í Mosfellsbæ. Málinu var frestað á síðasta fundi.
Frestað.
- 5. apríl 2017
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #692
Óskað er eftir erindi á dagskrá um hvaða lagalegu áhrif ákvörðun heilbrigðisráðherra hefur á samninga um lóðaúthlutun og byggingu einkasjúkrahúss að Sólvöllum í Mosfellsbæ.
Afgreiðsla 1300. fundar bæjarráðs samþykkt á 692. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 30. mars 2017
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1300
Óskað er eftir erindi á dagskrá um hvaða lagalegu áhrif ákvörðun heilbrigðisráðherra hefur á samninga um lóðaúthlutun og byggingu einkasjúkrahúss að Sólvöllum í Mosfellsbæ.
Frestað.