21. apríl 2017 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Kolbrún G Þorsteinsdóttir (KGÞ) formaður
- Theódór Kristjánsson (TKr) varaformaður
- Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) aðalmaður
- Bjarki Bjarnason (BBj) áheyrnarfulltrúi
- Sigrún H. Pálsdóttir (SHP) áheyrnarfulltrúi
- Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
- Aldís Stefánsdóttir (ASt) forstöðumaður þjónustu- og samskiptadeildar
Fundargerð ritaði
Aldís Stefánsdóttir forstöðumaður þjónustu- og samskipta
Sigrún H. Pálsdóttir áheyrnarfulltrúi mætti á fundinn klukkan 8.16.
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Kortlagning stíga og slóða í Mosfellsbæ201012057
Greinargerð vinnuhóps um kortlagningu vegslóða í landi Mosfellsbæjar
Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa málinu til umfjöllunar í Skipulagsnefnd.
- FylgiskjalGreinargerð frá vinnuhópi um slóðamál.pdfFylgiskjalVinnuhópur um kortlagningu slóða - Fundargerð 9.pdfFylgiskjalVinnuhópur um kortlagningu slóða - Fundargerð 8.pdfFylgiskjalVinnuhópur um kortlagningu slóða - Fundargerð 1.pdfFylgiskjalVinnuhópur um kortlagningu slóða - Fundargerð 2.pdfFylgiskjalVinnuhópur um kortlagningu slóða - Fundargerð 3.pdfFylgiskjalKortlagning slóða - fundargerð 3. fundar vinnuhóps.pdfFylgiskjalVinnuhópur um kortlagningu slóða - Fundargerð 4.pdfFylgiskjalVinnuhópur um kortlagningu slóða - Fundargerð 5.pdfFylgiskjalVinnuhópur um kortlagningu slóða - Fundargerð 6.pdfFylgiskjalVinnuhópur um kortlagningu slóða - Fundargerð 7.pdf
2. Samþykkt um gatnagerðargjöld 2017201704071
Tillaga að breytingu á samþykkt um gatnagerðargjöld.
Samþykkt með þremur atkvæðum að stofna nýjan flokk í gatnagerðargjaldskrá. Lögmanni falið að útfæra orðalag nánar.
3. Erindi Sigrúnar Pálsdóttur - Sjúkrahús að Sólvöllum201703407
Íbúahreyfingin óskar eftir erindi á dagsskrá um hvaða lagalegu áhrif ákvörðun heilbrigðisráðherra hefur á samninga um lóðaúthlutun og byggingu einkasjúkrahúss að Sólvöllum í Mosfellsbæ. Málinu var frestað á síðasta fundi.
Frestað.
4. Áform um framleiðslu raforku201611179
Ítrekað erindi um staðsetningu á uppbyggingu vindklasa.
Samþykkt að vísa erindinu til áframhaldandi umfjöllunar í Skipulagsnefnd. Bæjarstjóra er falið að hafa samband við bréfritara.
5. Okkar Mosó201701209
Lögð fram niðurstaða íbúakosningar í Okkar Mosó.
Bæjarráð felur forstöðumanni þjónustu- og samskipta að kynna niðurstöður íbúakosninga fyrir bæjarbúum og undirbúa frekari umfjöllun í nefndum og á fagsviðum á sumum þeirra hugmynda sem fóru ekki í kosningu. Starfsmönnum Umhverfissviðs er falið að hefja undirbúning framkvæmda. Verkefnið verður endurtekið og er starfsmönnum Mosfellsbæjar falið að leggja til tímasetningar í því skyni.
6. Ráðning leikskólastjóra Reykjakots 2017201702086
Lögð fram umsögn og tillaga bæjarstjóra og framkvæmdarstjóra fræðslusviðs um ráðningu leikskólastjóra við leikskólann Reykjakot.
Bæjarráð tekur undir umsögn bæjarstjóra og framkvæmdarstjóra fræðslusviðs varðandi ráðningu Þórunnar Óskar Þórarinsdóttur í starf leikskólastjóra við leikskólann Reykjakot.
7. Umsókn um starfsleyfi fyrir þróunarskóla, sjálfstætt starfandi sérskóla201702030
Umsókn um starfsleyfi fyrir þróunarskóla, sjálfstætt starfandi sérskóla
Bæjarráð felur framkvæmdastjóra fræðslusviðs að svara erindinu í samræmi við framlagt minnisblað.
8. SSH - Breyting á svæðisskipulagi vegna nýs athafnasvæðis201704129
SSH - Breyting á svæðisskipulagi vegna nýs athafnasvæðis
Bæjarráð samþykkir að senda erindið áfram til umfjöllunar í skipulagsnefnd.
9. Þingvallavegur um Mosfellsdal201704123
Erindi frá Víghóli varðandi Þingvallaveg um Mosfellsdal
Bæjarráð tekur undir erindi Víghóls og felur bæjarstjóra að rita bréf til samgönguyfirvalda vegna uppbyggingar á fleiri akstursleiðum frá höfuðborgarsvæðinu til Þingvalla.
10. Umsögn um staðsetningu ökutækjaleigu201703420
Samgöngustofa óskar eftir umsögn vegna umsóknar um að reka ökutækjaleigu að Bugðutanga 2 í Mosfellsbæ.
Bæjarráð samþykkir að fela lögmanni og byggingafulltrúa málið til umsagnar og afgreiðslu.
11. Tillaga um óbreytta gjaldskrá vegna beitarhólfa og handsömunar hrossa 2017201704092
Tillaga hestamannafélagsins Harðar að gjaldskrá vegna leigu á beitarhólfum og vegna handsömunar- og vörslugjalds lausagönguhrossa fyrir árið 2017, lögð fram í samræmi við ákvæði samnings Mosfellsbæjar og Hestamannafélagsins um umsjón með nýtingu beitarhólfa þar sem kveðið er á um samþykki Mosfellsbæjar á umræddri gjaldskrá.
Lagt fram.
12. Umsögn um tillögu til þingsályktunar um skipun starfshóps til að endurbæta löggjöf um vernd, velferð og veiðar villtra fugla og spendýra, 28. apríl201704100
Umsögn um tillögu til þingsályktunar um skipun starfshóps til að endurbæta löggjöf um vernd, velferð og veiðar villtra fugla og spendýra
Lagt fram.
13. Umsögn um tillögu til þingsályktunar um opnun neyðarbrautarinnar á Reykjavíkurflugvelli, 28.apríl201704101
Umsögn um tillögu til þingsályktunar um opnun neyðarbrautarinnar á Reykjavíkurflugvelli
Lagt fram.
14. Umsögn um frumvarp til laga um umferðarlög (bílastæðagjöld) fyrir 11. apríl201703431
Umsögn um frumvarp til laga um umferðarlög (bílastæðagjöld)
Bæjarráð samþykkir að taka undir umsögn sambands íslenskra sveitarfélaga.
15. Umsögn um tillögu til þingsályktunar um millilandaflug um Hornafjarðarflugvöll, 28. apríl201704102
Umsögn um tillögu til þingsályktunar um millilandaflug um Hornafjarðarflugvöll
Lagt fram.
17. Umsögn um tillögu til þingsályktunar um stefnumörkun og aðgerðaáætlun um kolefnishlutlaust Ísland fyrir 28. apríl201704091
Umsögn um tillögu til þingsályktunar um stefnumörkun og aðgerðaáætlun um kolefnishlutlaust Ísland fyrir 28. apríl
Sent til Umhverfisnefndar til upplýsinga.
18. Umsögn um frumvarp til laga um breyt. á sveitarstjórnarlögum (íbúakosningar), 28. apríl201704105
Umsögn um frumvarp til laga um breyt. á sveitarstjórnarlögum (íbúakosningar)
Lagt fram.
19. Umsögn um tillögu til þingsályktunar um skiptingu útsvarstekna milli sveitarfélaga, 28. apríl201704106
Umsögn um tillögu til þingsályktunar um skiptingu útsvarstekna milli sveitarfélaga, 28. apríl
Lagt fram.
20. Umsögn um frumvarp til laga um meðhöndlun úrgangs og ráðstafanir gegn umhverfismengun, 2. maí201704109
Umsögn um frumvarp til laga um meðhöndlun úrgangs og ráðstafanir gegn umhverfismengun af völdum einnota umbúða fyrir drykkjarvörur
Vísað til Umhverfissviðs til umsagnar.