Mál númer 201612244
- 8. febrúar 2017
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #688
Drög að reglum um sérstakan húsnæðisstuðning lagðar fram til kynningar.
Afgreiðsla 251. fundar fjölskyldunefndar samþykkt á 688. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 27. janúar 2017
Fjölskyldunefnd Mosfellsbæjar #251
Drög að reglum um sérstakan húsnæðisstuðning lagðar fram til kynningar.
Reglum um sérstakan húsnæðisstuðing samþykktar af bæjarstjórn 25. janúar 2017 lagðar fram.
- 25. janúar 2017
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #687
Bæjarstjórn vísaði málinu aftur í bæjarráð til frekari skoðunar.
Afgreiðsla 1290. fundar bæjarráðs samþykkt á 687. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 19. janúar 2017
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1290
Bæjarstjórn vísaði málinu aftur í bæjarráð til frekari skoðunar.
Framlögð drög að reglum um sérstakan húsnæðisstuðning samþykkt með þremur atkvæðum með þeirri breytingu á 4. gr. reglnanna að heimilt er að veita 700 krónur í sérstakan húsnæðisstuðning fyrir hverjar 1000 krónur sem leigjandi fær í húsnæðisbætur.
- 11. janúar 2017
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #686
Drög að reglum um sérstakan húsnæðisstuðning lögð fram ásamt minnisblaði framkvæmdastjóra fjölskyldusviðs.
Samþykkt með níu atkvæðum að vísa máli þessu aftur í bæjarráð til frekari skoðunar.
- 22. desember 2016
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1287
Drög að reglum um sérstakan húsnæðisstuðning lögð fram ásamt minnisblaði framkvæmdastjóra fjölskyldusviðs.
Unnur V. Ingólfsdóttir (UVI), framkvæmdastjóri fjölskyldusviðs, mætti á fundinn undir þessum dagskrárlið.
Framlögð drög að reglum um sérstakan húsnæðisstuðning samþykkt með þremur atkvæðum.