14. september 2016 kl. 07:00,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Theódór Kristjánsson (TKr) formaður
- Þorbjörg Inga Jónsdóttir varaformaður
- Gerður Pálsdóttir (GP) aðalmaður
- Jóhannes Bjarni Eðvarðsson (JBE) aðalmaður
- Helga Marta Hauksdóttir (HMH) áheyrnarfulltrúi
- Unnur Valgerður Ingólfsdóttir framkvæmdastjóri fjölskyldusviðs
Fundargerð ritaði
Theodór Kristjánsson formaður fjölskyldunefndar
Helga Marta Hauksdóttir áheyrnarfulltrúi af fundi að lokinn umfjöllun um almenn mál.
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Jafnréttisviðurkenning Mosfellsbæjar 2016201609118
Tilnefning til jafnréttisviðurkenningar
Ein tilnefning barst til jafnréttisviðurkenningar Mosfellsbæjar árið 2016. Tilnefningin var um Félagsmiðstöðina Bólið sem þjónar börnum og ungmennum á aldrinum 10-16 ára. Stefnumótun og dagskrárgerð félagsmiðstöðvarinnar er í samvinnu við börnin og ungmennin og tekur tillit til beggja kynja. Aðsóknartölur eru kyngreindar og þannig er hægt að bregðast við ef misvægi er í aðstókn. Þá er við ráðningu starfsmanna litið til þess að kynjahlutföll séu sem jöfnust.
Fjölskyldunefnd samþykkir með fjórum atkvæðum að veita Félagsmiðstöðinni Bólinu jafnréttisviðurkenningu Mosfellsbæjar árið 2016.
2. Starfsáætlun fjölskyldunefndar 20172016081761
Drög að starfsáætlun fjölskyldunefndar 2017
Fjölskyldunefnd samþykkir með fjórum atkvæðum framlögð drög að starfsáætlun fyrir árið 2017.
3. Reglur um úthlutun félagslegra leiguíbúða201609154
Reglur um úthlutun félagslegra íbúða
Minnisblað framkvæmdastjóra fjölskyldusviðs dags. 9.september 2016 lagt fram. Fjölskyldunefnd samþykkir með fjórum atkvæðum að vísa reglum um félagslegt leiguhúsnæði til frekari skoðunar starfsmanna.
Almenn erindi - umsagnir og vísanir
4. SSH og RKÍ - Alþjóðleg vernd á Íslandi, sameiginleg viljayfirlýsing201607077
Bæjarstjórn vísaði málinu aftur til fjölskyldunefndar til afgreiðslu.
Fjölskyldunefnd samþykkir með fjórum atkvæðum að tekið verði jákvætt undir framlagða tillögu um að sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu og Rauði krossinn standi að sameiginlegri viljayfirlýsingu um málefni hælisleitenda. Þá leggur fjölskyldunefnd áherslu á nauðsyn þess að þjónusta við ólíka hópa hælisleitenda verði samræmd og meðferð mála þeirra flýtt eins og kostur er.
Fundargerðir til staðfestingar
5. Trúnaðarmálafundur - 1041201609006F
Fundargerð 1041. trúnaðarmálafundar afgreidd á 247. fjölskyldunefndarfundi eins og einstök mál bera með sér.
Fundargerðir til kynningar
9. Trúnaðarmálafundur - 1037201608020F
Lagt fram.
10. Trúnaðarmálafundur - 1038201608026F
Lagt fram.
11. Trúnaðarmálafundur - 1039201609002F
Lagt fram.
12. Trúnaðarmálafundur - 1040201609005F
Lagt fram.
13. Trúnaðarmálafundur - 1042201609008F
Lagt fram.