21. júlí 2016 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Bryndís Haraldsdóttir (BH) formaður
- Kolbrún G Þorsteinsdóttir (KGÞ) varaformaður
- Bjarki Bjarnason (BBj) áheyrnarfulltrúi
- Ólafur Ingi Óskarsson (ÓIÓ) varamaður
- Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
- Unnur Valgerður Ingólfsdóttir framkvæmdastjóri fjölskyldusviðs
Fundargerð ritaði
Unnur V. Ingólfsdóttir framkvæmdastjóri fjölskyldusviðs
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Sameiginleg ferðaþjónusta fatlaðs fólks - tillaga SSH201601279
Endurskoðuð þjónustulýsing og sameignlegar reglur vegna ferðaþjónustu fyrir fatlað fólk sent til staðfestingar.
Endurskoðuð þjónustulýsing og sameiginlegar reglur vegna ferðaþjónustu fyrir fatlað fólk samþykkt með þremur atkvæðum að senda málið til fjölskyldunefndar til umsagnar og afgreiðslu.
2. SSH og RKÍ - Alþjóðleg vernd á Íslandi, sameiginleg viljayfirlýsing201607077
Drög að sameiginlegri viljayfirlýsingu sveitarfélaganna og Rauða krossins vegna málefna umsækjenda um alþjóðlega vernd á Íslandi
Samþykkt með þremur atkvæðum að senda málið til fjölskyldunefndar til umsagnar og afgreiðslu.
- FylgiskjalSSH málsnúmer 1510001 - Drög að erindi til efnislegrar umfjöllunar og afgreiðslu.pdfFylgiskjalDrög að sameiginlegri viljayfirlýsingu sveitarfélaganna og Rauða krossins vegna málefna umsækjenda um alþjóðlega vernd á Íslandi -Mos.pdfFylgiskjalSSH_5c_2016_05_03_Reykjavikurborg_RaudiKrossinn_Althodleg_vernd.pdf
3. Leyfisveitingar fyrir hænsnahaldi201607091
Leyfisveitingar fyrir hænsnahaldi, 3 umsóknir
Samþykkt með þremur atkvæðum að gera ekki athugasemd við framkomnar umsóknir um hænsnahald.
4. Umsögn um tillögu til þingsályktunar um framkvæmdaáætlun í jafnréttismálum fyrir árin 2016-2019201606131
Umsögn framkvæmdastjóra fjölskyldusviðs um tillögu til þingsályktunar um framkvæmdaáætlun í jafnréttismálum fyrir árin 2016-2019.
Lagt fram.
5. Umsögn um tillögu til þingsályktunar um framkvæmdaáætlun í málefnum innflytjenda 2016-2019201606116
Umsögn framkvæmdastjóra fjölskyldusviðs um tillögu til þingsályktunar um framkvæmdaáætlun í málefnum innflytjenda 2016-2019.
Samþykkt með þremur atkvæðum að fela framkvæmdastjóra fjölskyldusviðs að senda umsögn í samræmi við framlagt minnisblað.
6. Ósk um samstarf vegna uppbyggingar sjúkarstofnunar og hótels í Mosfellsbæ201607105
Ósk MCPB ehf. um stamstarf um uppbyggingu sjúkarstofnunar og hótels.
Aldís Stefánsdóttir forstöðumaður þjónustu- og samskiptadeildar og Sigurður Snædal Júlíusson lögmaður sátu fundinn við umfjöllun málsins.
Samþykkt með þremur atkvæðum að heimila bæjarstjóra að undirrita samning við MCPB ehf. um úthlutun lóðar undir 30 þúsund fermetra byggingu sem mun hýsa einkarekna heilbrigðisstofnun og hótel fyrir erlenda sjúklinga.
Um er að ræða land við Sólvelli í Mosfellsbæ sem er staðsett við Hafravatnsveg. Mosfellsbær er heilsueflandi samfélag sem leggur áherslu á heilsutengda ferðaþjónustu og hefur sjálfbærni og umhyggju fyrir náttúrnni að leiðarljósi. Uppbygging á sjúkrastofnun og hóteli fellur vel að þeirri stefnu.