9. júní 2016 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Bryndís Haraldsdóttir (BH) formaður
- Theódór Kristjánsson (TKr) varaformaður
- Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) aðalmaður
- Bjarki Bjarnason (BBj) áheyrnarfulltrúi
- Sigrún H. Pálsdóttir (SHP) áheyrnarfulltrúi
- Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
- Sigurður Snædal Júlíusson þjónustu- og samskiptadeild
Fundargerð ritaði
Sigurður Júlíusson
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Endurnýjuð kostnaðaráætlun Enduvinnslusstöðva 2016201606001
Endurnýjuð kostnaðaráætlun Sorpu bs. 2016 fyrir enduvinnslusstöðvar Sorpu og sveitarfélaganna.
Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa erindinu til umsagnar framkvæmdastjóra umhverfissviðs til greiningar á áhrifum aukins úrgangs hjá Sorpu á fjárhagáætlun Mosfellsbæjar, hvað er verið að gera hjá Sorpu til að draga úr magni úrgangs og hvers konar úrgang er um að ræða. Auk þess hvetur bæjarráð til þess að málið verði rætt á vettvangi Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu.
2. Afnot af íþróttamannvirkjum vegna Öldungamóts BLÍ í maí 2017201605164
Beiðni um afnot íþróttamannvirkja fyrir Öldungamót Blaksambands Íslands 28.-30. apríl 2017. Umsögn framkvæmdastjóra fræðslu- og frístundasviðs og forstöðumanns íþróttamannvirkja lögð fram.
Samþykkt með þremur atkvæðum að veita Blakdeild Aftureldingar afnot af aðstöðu í Varmárskóla og íþróttamannvirki að Varmá og íþróttasalinn að Lágafelli, frá kl. 16:00 þann 27. apríl til og með 1. maí 2017, til að halda Öldungamót Blaksambands Íslands, með þeim fyrirvara að fræðslunefnd Mosfellsbæjar samþykki nýtt skóladagatal fyrir skólaárið 2016-2017. Ekki er tekin afstaða til útleigu salar á Reykjalundi þar sem hann er hvorki í eigu né í umsjón Mosfellsbæjar.
3. Ósk um styrk201606024
Ósk um styrk til að geta farið á ráðstefnu með nýja hönnun / einkaleyfi til kynningar.
Bryndís Haraldsdóttir víkur af fundi við afgreiðslu þessa máls vegna vanhæfis.
Bæjarráð sér sér ekki fært að verða við erindinu og bendir bréfritara á að sækja um styrk til þróunar- og ferðamálanefndar sem auglýsir reglulega eftir þróunar- og nýsköpunarhugmyndum til að styrkja.
4. Lokaskýrsla starfshóps Sambandsins um stefnumótun í úrgangsmálum201604063
Lögð fram til kynningar lokaskýrsla starfshóps Sambands íslenskra sveitarfélaga um stefnumótun í úrgangsmálum, ásamt umsögn umhverfissviðs um stefnumótunina.
Samþykkt með þremur atkvæðum að framlögð umsögn verði send Sambandi íslenskra sveitarfélaga til upplýsinga.
5. Papco - ósk um viðræður um lóð.201606051
Papco óskar eftir viðræðum við Mosfellsbæ um lóð undir starfsemi sína.
Samþykkt með þremur atkvæðum að fela bæjarstjóra að ræða við bréfritara.
6. Umsögn um frumvarp til laga um timbur og timburvöru, 785. mál201605340
Óskað er umsagnar um frumvarp til laga um timbur og timburvöru, 785. mál
Lagt fram.