Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

14. júlí 2016 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

  • Kolbrún G Þorsteinsdóttir (KGÞ) varaformaður
  • Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) aðalmaður
  • Bjarki Bjarnason (BBj) áheyrnarfulltrúi
  • Hafsteinn Pálsson (HP) varamaður
  • Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
  • Sigurður Snædal Júlíusson þjónustu- og samskiptadeild

Fundargerð ritaði

Sigurður Júlíusson

Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að taka er­indi um mál­efni slökkvi­stöðv­ar höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins á dagskrá fund­ar­ins.


Dagskrá fundar

Almenn erindi

  • 1. Árs­reikn­ing­ur Hamra 2015201607019

    Ársreikningur hjúkrunarheimilisins Hamrar 2015 til kynningar.

    Lagt fram.

    • 2. Ósk um skipt­ingu lóð­ar lnr. 123713201508101

      Umsögn byggingarfulltrúa lögð fram.

      Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að vísa er­ind­inu til af­greiðslu bygg­ing­ar­full­trúa og jafn­framt er lög­manni fal­ið að svara er­ind­inu.

    • 3. Ferða­þjón­usta Blindra­fé­lags­ins201602116

      Drög að samningi við Blindrafélagið.

      Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að heim­ila bæj­ar­stjóra að semja við Blindra­fé­lag­ið um rekst­ur ferða­þjón­ustu fyr­ir lög­blinda á grund­velli fyr­ir­liggj­andi samn­ings­draga.

    • 4. Samn­ing­ur við Ás­garð201012244

      Drög að samningi við Ásgarð handverkstæði.

      Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að heim­ila bæj­ar­stjóra að semja við Ás­garð - hand­verk­stæði um að veita fötl­uðu fólki vernd­aða vinnu og hæf­ingu á grund­velli fyr­ir­liggj­andi samn­ings­draga.

    • 5. Not­endaráð í mál­efn­um fatl­aðs fólks201512102

      Tilnefning fulltrúa fjölskyldunefndar í notendaráð á þjónstusvæði fatlaðs fólks í Mosfellsbæ og Kjósarhreppi.

      Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að Theódór Kristjáns­son, formað­ur fjöl­skyldu­nefnd­ar, verði full­trúi í not­enda­ráði á þjón­ustu­svæði fatl­aðs fólks í Mos­fells­bæ og Kjós­ar­hreppi.

    • 6. Árs­reikn­ing­ur Mos­fells­bæj­ar 2015201603415

      Á 670. fundi bæjarstjórnar 27. apríl sl. var tillögu S-lista um að ábendingar endurskoðenda er varða gerð ársreiknings vísað til bæjarráðs til umfjöllunar.

      Pét­ur J. Lockton (PJL), fjár­mála­stjóri, mætti á fund­inn und­ir þess­um lið og fór yfir ábend­ing­ar end­ur­skoð­enda varð­andi gerð árs­reikn­ings 2015.

    • 7. Mál­efni Slökkvi­liðs höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins201607065

      Jón Við­ar Matth­íasson (JVM), slökkvi­liðs­stjóri Slökkvi­liðs höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins, mætti á fund­inn und­ir þess­um lið.

      Um­ræð­ur um mál­efni og rekst­ur slökkvi­liðs­ins fóru fram.

      Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 09:05