14. júlí 2016 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Kolbrún G Þorsteinsdóttir (KGÞ) varaformaður
- Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) aðalmaður
- Bjarki Bjarnason (BBj) áheyrnarfulltrúi
- Hafsteinn Pálsson (HP) varamaður
- Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
- Sigurður Snædal Júlíusson þjónustu- og samskiptadeild
Fundargerð ritaði
Sigurður Júlíusson
Samþykkt með þremur atkvæðum að taka erindi um málefni slökkvistöðvar höfuðborgarsvæðisins á dagskrá fundarins.
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Ársreikningur Hamra 2015201607019
Ársreikningur hjúkrunarheimilisins Hamrar 2015 til kynningar.
Lagt fram.
2. Ósk um skiptingu lóðar lnr. 123713201508101
Umsögn byggingarfulltrúa lögð fram.
Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa erindinu til afgreiðslu byggingarfulltrúa og jafnframt er lögmanni falið að svara erindinu.
3. Ferðaþjónusta Blindrafélagsins201602116
Drög að samningi við Blindrafélagið.
Samþykkt með þremur atkvæðum að heimila bæjarstjóra að semja við Blindrafélagið um rekstur ferðaþjónustu fyrir lögblinda á grundvelli fyrirliggjandi samningsdraga.
4. Samningur við Ásgarð201012244
Drög að samningi við Ásgarð handverkstæði.
Samþykkt með þremur atkvæðum að heimila bæjarstjóra að semja við Ásgarð - handverkstæði um að veita fötluðu fólki verndaða vinnu og hæfingu á grundvelli fyrirliggjandi samningsdraga.
5. Notendaráð í málefnum fatlaðs fólks201512102
Tilnefning fulltrúa fjölskyldunefndar í notendaráð á þjónstusvæði fatlaðs fólks í Mosfellsbæ og Kjósarhreppi.
Samþykkt með þremur atkvæðum að Theódór Kristjánsson, formaður fjölskyldunefndar, verði fulltrúi í notendaráði á þjónustusvæði fatlaðs fólks í Mosfellsbæ og Kjósarhreppi.
6. Ársreikningur Mosfellsbæjar 2015201603415
Á 670. fundi bæjarstjórnar 27. apríl sl. var tillögu S-lista um að ábendingar endurskoðenda er varða gerð ársreiknings vísað til bæjarráðs til umfjöllunar.
Pétur J. Lockton (PJL), fjármálastjóri, mætti á fundinn undir þessum lið og fór yfir ábendingar endurskoðenda varðandi gerð ársreiknings 2015.
7. Málefni Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins201607065
Jón Viðar Matthíasson (JVM), slökkviliðsstjóri Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins, mætti á fundinn undir þessum lið.
Umræður um málefni og rekstur slökkviliðsins fóru fram.