12. mars 2015 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) aðalmaður
- Bjarki Bjarnason (BBj) áheyrnarfulltrúi
- Sigrún H. Pálsdóttir (SHP) áheyrnarfulltrúi
- Kolbrún G Þorsteinsdóttir (KGÞ) varamaður
- Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
- Sigurður Snædal Júlíusson þjónustu- og samskiptadeild
- Aldís Stefánsdóttir (ASt) forstöðumaður þjónustu- og samskiptadeildar
Fundargerð ritaði
Sigurður Snædal Júlíusson
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Umsókn um lóð við Desjamýri 2 í Mosfellsbæ201502416
Umsókn Heimabæjar ehf. um lóð við Desjamýri 2, sem umsækjandi hefur nú breytt í umsókn um lóð við Desjamýri 8. Minnisblað bæjarstjóra með tillögum að úthlutun lóða lagt fram.
Samþykkt með þremur atkvæðum að úthluta Heimabæ ehf. lóðinni Desjamýri 8.
2. Umsókn um lóð við Desjamýri 2 í Mosfellsbæ201502366
Umsókn Matthíasar ehf. um lóð við Desjamýri 2 liggur fyrir. Minnisblað bæjarstjóra með tillögum að úthlutun lóða lagt fram.
Samþykkt með þremur atkvæðum að úthluta Matthíasi ehf. lóðinni Desjamýri 2.
3. Umsókn um lóð Desjamýri 4201503032
Umsókn Brautargils ehf. um lóð við Desjamýri 4 liggur fyrir. Minnisblað bæjarstjóra með tillögum að úthlutun lagt fram.
Samþykkt með þremur atkvæðum að úthluta Brautargili ehf. lóðinni Desjamýri 4.
4. Umsókn um lóðina að Desjamýri 6201503173
Umsókn Húsasteins um lóðina við Desjamýri 6 lögð fram. Minnisblað bæjarstjóra með tillögum að úthlutun lóða lagt fram.
Samþykkt með þremur atkvæðum að úthluta Húsasteini ehf. lóðinni Desjamýri 6.
5. Erindi Strætó bs - beiðni um kynningu fyrir bæjarráð vegna skýrslu Mannvits201411109
Bæjarráð hefur vísað skýrslu Mannvits um mögulega Flex þjónustu Strætós bs. til umsagnar skipulagsnefndar. Meðfylgjandi er umsögn nefndarinnar til bæjarráðs.
Samþykkt með þremur atkvæðum að umsögn skipulagsnefndar verði send Stræta bs. sem umsögn bæjarráðs.
6. Leigusamningur við Arion banka vegna lóðar við Æðarhöfða201503013
Lokadrög að leigusamningi við Arion banka vegna skólalóðar við Æðarhöfða, leigu á lóð undir bílastæði við fyrirhugaða byggingu golfskála GM og áform um viðræður við Arion banka um uppbyggingu á Blikastaðalandi lögð fram til samþykktar.
Samþykkt með þremur atkvæðum að fela bæjarstjóra að ganga frá samningi við Arion banka um lóðarleigu og viðræður um uppbyggingu Blikastaðalands í samræmi við meðfylgjandi samningsdrög.
7. Sorpa-útboð á þjónustu við grenndargáma fyrir pappír, plast og gler201411077
Erindi Sorpu bs. varðandi útboð á þjónustu við grenndargáma fyrir pappír, plast og gler. Bæjarráð vísaði á 1189. fundi sínum málinu til umhverfissviðs og umhverfisnefndar til umræðu varðandi staðsetningu gámanna. Lagt fram minnisblað umhverfissviðs.
Frestað.
8. Erindi Sigrúnar H. Pálsdóttur um ungmennaráð fyrir alla í Mosfellbæ201503166
Ósk Sigrúnar H. Pálsdóttur um að öllum ungmennum í Mosfellsbæ verði gert frjálst að taka virkan þátt í starfi ungmennaráðs.
Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa málinu til ungmennaráðs til umsagnar.