Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

12. mars 2015 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

  • Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) aðalmaður
  • Bjarki Bjarnason (BBj) áheyrnarfulltrúi
  • Sigrún H. Pálsdóttir (SHP) áheyrnarfulltrúi
  • Kolbrún G Þorsteinsdóttir (KGÞ) varamaður
  • Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
  • Sigurður Snædal Júlíusson þjónustu- og samskiptadeild
  • Aldís Stefánsdóttir (ASt) forstöðumaður þjónustu- og samskiptadeildar

Fundargerð ritaði

Sigurður Snædal Júlíusson


Dagskrá fundar

Almenn erindi

  • 1. Um­sókn um lóð við Desja­mýri 2 í Mos­fells­bæ201502416

    Umsókn Heimabæjar ehf. um lóð við Desjamýri 2, sem umsækjandi hefur nú breytt í umsókn um lóð við Desjamýri 8. Minnisblað bæjarstjóra með tillögum að úthlutun lóða lagt fram.

    Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að út­hluta Heima­bæ ehf. lóð­inni Desja­mýri 8.

    • 2. Um­sókn um lóð við Desja­mýri 2 í Mos­fells­bæ201502366

      Umsókn Matthíasar ehf. um lóð við Desjamýri 2 liggur fyrir. Minnisblað bæjarstjóra með tillögum að úthlutun lóða lagt fram.

      Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að út­hluta Matth­íasi ehf. lóð­inni Desja­mýri 2.

      • 3. Um­sókn um lóð Desja­mýri 4201503032

        Umsókn Brautargils ehf. um lóð við Desjamýri 4 liggur fyrir. Minnisblað bæjarstjóra með tillögum að úthlutun lagt fram.

        Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að út­hluta Braut­argili ehf. lóð­inni Desja­mýri 4.

        • 4. Um­sókn um lóð­ina að Desja­mýri 6201503173

          Umsókn Húsasteins um lóðina við Desjamýri 6 lögð fram. Minnisblað bæjarstjóra með tillögum að úthlutun lóða lagt fram.

          Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að út­hluta Húsa­steini ehf. lóð­inni Desja­mýri 6.

          • 5. Er­indi Strætó bs - beiðni um kynn­ingu fyr­ir bæj­ar­ráð vegna skýrslu Mann­vits201411109

            Bæjarráð hefur vísað skýrslu Mannvits um mögulega Flex þjónustu Strætós bs. til umsagnar skipulagsnefndar. Meðfylgjandi er umsögn nefndarinnar til bæjarráðs.

            Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að um­sögn skipu­lags­nefnd­ar verði send Stræta bs. sem um­sögn bæj­ar­ráðs.

            • 6. Leigu­samn­ing­ur við Ari­on banka vegna lóð­ar við Æð­ar­höfða201503013

              Lokadrög að leigusamningi við Arion banka vegna skólalóðar við Æðarhöfða, leigu á lóð undir bílastæði við fyrirhugaða byggingu golfskála GM og áform um viðræður við Arion banka um uppbyggingu á Blikastaðalandi lögð fram til samþykktar.

              Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að fela bæj­ar­stjóra að ganga frá samn­ingi við Ari­on banka um lóð­ar­leigu og við­ræð­ur um upp­bygg­ingu Blikastaðalands í sam­ræmi við með­fylgj­andi samn­ings­drög.

              • 7. Sorpa-út­boð á þjón­ustu við grennd­argáma fyr­ir papp­ír, plast og gler201411077

                Erindi Sorpu bs. varðandi útboð á þjónustu við grenndargáma fyrir pappír, plast og gler. Bæjarráð vísaði á 1189. fundi sínum málinu til umhverfissviðs og umhverfisnefndar til umræðu varðandi staðsetningu gámanna. Lagt fram minnisblað umhverfissviðs.

                Frestað.

                • 8. Er­indi Sigrún­ar H. Páls­dótt­ur um ung­mennaráð fyr­ir alla í Mos­fell­bæ201503166

                  Ósk Sigrúnar H. Pálsdóttur um að öllum ungmennum í Mosfellsbæ verði gert frjálst að taka virkan þátt í starfi ungmennaráðs.

                  Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að vísa mál­inu til ung­menna­ráðs til um­sagn­ar.

                  Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl.