Mál númer 201502145
- 3. júní 2015
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #651
Upplýsingar um stöðu mála.
Afgreiðsla 308. fundar fræðslunefndar samþykkt á 651. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 26. maí 2015
Fræðslunefnd Mosfellsbæjar #308
Upplýsingar um stöðu mála.
Fræðslunefnd upplýst um stöðu viðræðna. Ekki er þörf á viðbótar leikskólaplássum fyrir næsta skólaár og verður Skólum ehf. svarað bréflega.
- 25. febrúar 2015
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #644
Erindi Skóla ehf. varðandi rekstur heilsuleikskóla í Mosfellsbæ sent til umsagnar fræðslunefndar.
Bókun M-lista Íbúahreyfingarinnar:$line$Bæjarfulltrúi Íbúahreyfingarinnar tekur undir bókun fulltrúa Íbúahreyfingarinnar í fræðslunefnd þess efnis að einkahlutafélag, sem eðli málsins samkvæmt er rekið á þeirri forsendu að skila hluthöfum sínum arði, sé ekki heppilegt rekstrarumhverfi fyrir skóla. Markmið skólastarfs er að efla andlegt atgervi nemenda, sjá til þess að þeir hreyfi sig og borði góðan mat en ekki að skila eigendum sínum fjárhagslegum hagnaði.$line$$line$Bókun D- og V-lista:$line$Rangt er farið með í bókun Íbúahreyfingarinnar í fræðslunefnd að hér í Mosfellsbæ hafi mannvirki og stofnanir verið einkavæddar. $line$$line$Afgreiðsla 304. fundar fræðslunefndar samþykkt á 644. fundi bæjarstjórnar með átta atkvæðum. Sigrún H. Pálsdóttir situr hjá.
- 25. febrúar 2015
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #644
Erindi Skóla ehf. varðandi rekstur heilsuleikskóla í Mosfellsbæ
Afgreiðsla 1199. fundar bæjarráðs samþykkt á 644. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 17. febrúar 2015
Fræðslunefnd Mosfellsbæjar #304
Erindi Skóla ehf. varðandi rekstur heilsuleikskóla í Mosfellsbæ sent til umsagnar fræðslunefndar.
Fræðslunefnd leggur til að framkvæmdastjóri fræðslusviðs skoði erindið og ræði við Skóla ehf. og leggi fram frekari upplýsingar og umsögn í fræðslunefnd.
Fulltrúi Íbúahreyfingarinnar leggur fram eftirfarandi bókun: Grundvallarmunur er á rekstrarformi einkahlutafélags og sjálfseignastofnana. Einkahlutafélag hefur það að leiðarljósi að gefa af sér fjárhagslegan arð en innan sjálfseignarstofnana er menntun barnanna arðurinn. Íbúahreyfingin telur þessa þróun því varhugaverða í ljósi sögu einkavæðingar á mannvirkjum og stofnunum bæjarins. Einnig getur Íbúahreyfingin ekki séð á fylgigögnum að baki liggi heilsteypt uppeldis- og kennslufræðileg stefna.
Fræðslunefnd leggur fram eftirfarandi bókun: Fræðslunefnd vísar erindinu til umsagnar framkvæmdastjóra fræðslusviðs. Umsögnin innifeli upplýsingar um starf og stefnu fyrirtækisins og hvort úttektir hafi farið fram. Jafnframt verði óskað eftir frá bréfritara upplýsingum um hvaða hugmyndir þau hafi um húsnæði fyrir starfsemi skólans. - 12. febrúar 2015
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1199
Erindi Skóla ehf. varðandi rekstur heilsuleikskóla í Mosfellsbæ
Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa erindinu til umsagnar fræðslunefndar.