17. febrúar 2015 kl. 17:15,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Eva Magnúsdóttir (EMa) formaður
- Hafsteinn Pálsson (HP) aðalmaður
- Pálmi Steingrímsson aðalmaður
- Hildur Margrétardóttir (HMa) áheyrnarfulltrúi
- Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) aðalmaður
- Bryndís Brynjarsdóttir (BBr) varaformaður
- Ýr Þórðardóttir áheyrnarfulltrúi
- Þóranna Rósa Ólafsdóttir (ÞRÓ) áheyrnarfulltrúi
- Gyða Vigfúsdóttir áheyrnarfulltrúi
- Sólveig Franklínsdóttir (SFr) áheyrnarfulltrúi
- Þorbjörg María Ólafsdóttir áheyrnarfulltrúi
- Guðrún Ólafía Viktorsdóttir áheyrnarfulltrúi
- Gunnhildur María Sæmundsdóttir fræðslusvið
- Magnea S Ingimundardóttir (MI) fræðslusvið
Fundargerð ritaði
Gunnhildur María Sæmundsdóttir framkvæmdastjóri fræðslusviðs
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Skóladagatöl 2015-16201502199
Lagt fram til samþykktar
Skóladagatöl leik- og grunnskóla fyrir næsta skólaár 2015-16 kynnt og samþykkt. Skóladagatölin verða birt á heimasíðum skólanna.
2. Erindi Skóla ehf. varðandi rekstur heilsuleiksóla í Mosfellsbæ201502145
Erindi Skóla ehf. varðandi rekstur heilsuleikskóla í Mosfellsbæ sent til umsagnar fræðslunefndar.
Fræðslunefnd leggur til að framkvæmdastjóri fræðslusviðs skoði erindið og ræði við Skóla ehf. og leggi fram frekari upplýsingar og umsögn í fræðslunefnd.
Fulltrúi Íbúahreyfingarinnar leggur fram eftirfarandi bókun: Grundvallarmunur er á rekstrarformi einkahlutafélags og sjálfseignastofnana. Einkahlutafélag hefur það að leiðarljósi að gefa af sér fjárhagslegan arð en innan sjálfseignarstofnana er menntun barnanna arðurinn. Íbúahreyfingin telur þessa þróun því varhugaverða í ljósi sögu einkavæðingar á mannvirkjum og stofnunum bæjarins. Einnig getur Íbúahreyfingin ekki séð á fylgigögnum að baki liggi heilsteypt uppeldis- og kennslufræðileg stefna.
Fræðslunefnd leggur fram eftirfarandi bókun: Fræðslunefnd vísar erindinu til umsagnar framkvæmdastjóra fræðslusviðs. Umsögnin innifeli upplýsingar um starf og stefnu fyrirtækisins og hvort úttektir hafi farið fram. Jafnframt verði óskað eftir frá bréfritara upplýsingum um hvaða hugmyndir þau hafi um húsnæði fyrir starfsemi skólans.3. Þjónustukönnun sveitarfélaga 2014201501643
Lögð fram þjónustukönnun sveitarfélaga 2014 til kynningar
Fræðslunefnd óskar eftir því að skrifstofa fræðslusviðs fari yfir niðurstöður er varða grunnskóla og leikskóla með forstöðumönnum skólanna og beri þær saman við niðurstöður annarra kannana hjá skólunum, hvort þær gefi frekari vísbendingar sem hægt væri að nýta.
4. Erindi Alþingis varðandi umsögn um frumvarp til laga um breytingu á lögum um grunnskóla, nr. 91/2008, með síðari breytingum201501794
Erindi Alþingis varðandi umsögn um frumvarp til laga um breytingu á lögum um grunnskóla, nr. 91/2008,vísað til umsagnar framkvæmdastjóra fræðslusviðs og fræðslunefndar til kynningar.
Lagt fram og kynnt.
5. Erindi Alþingis varðandi umsögn um frumvarp til laga um Menntamálastofnun201501779
Erindi Alþingis varðandi umsögn um frumvarp til laga um Menntamálastofnun vísað til umsagnar framkvæmdastjóra fræðslusviðs og til fræðslunefndar til kynningar.
Lagt fram og kynnt.