Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

17. febrúar 2015 kl. 17:15,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

  • Eva Magnúsdóttir (EMa) formaður
  • Hafsteinn Pálsson (HP) aðalmaður
  • Pálmi Steingrímsson aðalmaður
  • Hildur Margrétardóttir (HMa) áheyrnarfulltrúi
  • Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) aðalmaður
  • Bryndís Brynjarsdóttir (BBr) varaformaður
  • Ýr Þórðardóttir áheyrnarfulltrúi
  • Þóranna Rósa Ólafsdóttir (ÞRÓ) áheyrnarfulltrúi
  • Gyða Vigfúsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Sólveig Franklínsdóttir (SFr) áheyrnarfulltrúi
  • Þorbjörg María Ólafsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Guðrún Ólafía Viktorsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Gunnhildur María Sæmundsdóttir fræðslusvið
  • Magnea S Ingimundardóttir (MI) fræðslusvið

Fundargerð ritaði

Gunnhildur María Sæmundsdóttir framkvæmdastjóri fræðslusviðs


Dagskrá fundar

Almenn erindi

  • 1. Skóla­daga­töl 2015-16201502199

    Lagt fram til samþykktar

    Skóla­daga­töl leik- og grunn­skóla fyr­ir næsta skóla­ár 2015-16 kynnt og sam­þykkt. Skóla­daga­tölin verða birt á heima­síð­um skól­anna.

    • 2. Er­indi Skóla ehf. varð­andi rekst­ur heilsu­leik­sóla í Mos­fells­bæ201502145

      Erindi Skóla ehf. varðandi rekstur heilsuleikskóla í Mosfellsbæ sent til umsagnar fræðslunefndar.

      Fræðslu­nefnd legg­ur til að fram­kvæmda­stjóri fræðslu­sviðs skoði er­ind­ið og ræði við Skóla ehf. og leggi fram frek­ari upp­lýs­ing­ar og um­sögn í fræðslu­nefnd.
      Full­trúi Íbúa­hreyf­ing­ar­inn­ar legg­ur fram eft­ir­far­andi bók­un: Grund­vall­armun­ur er á rekstr­ar­formi einka­hluta­fé­lags og sjálf­seigna­stofn­ana. Einka­hluta­fé­lag hef­ur það að leið­ar­ljósi að gefa af sér fjár­hags­leg­an arð en inn­an sjálf­seign­ar­stofn­ana er mennt­un barn­anna arð­ur­inn. Íbúa­hreyf­ing­in tel­ur þessa þró­un því var­huga­verða í ljósi sögu einka­væð­ing­ar á mann­virkj­um og stofn­un­um bæj­ar­ins. Einn­ig get­ur Íbúa­hreyf­ing­in ekki séð á fylgigögn­um að baki liggi heil­steypt upp­eld­is- og kennslu­fræði­leg stefna.
      Fræðslu­nefnd legg­ur fram eft­ir­far­andi bók­un: Fræðslu­nefnd vís­ar er­ind­inu til um­sagn­ar fram­kvæmda­stjóra fræðslu­sviðs. Um­sögn­in inni­feli upp­lýs­ing­ar um starf og stefnu fyr­ir­tæk­is­ins og hvort út­tekt­ir hafi far­ið fram. Jafn­framt verði óskað eft­ir frá bréf­rit­ara upp­lýs­ing­um um hvaða hug­mynd­ir þau hafi um hús­næði fyr­ir starf­semi skól­ans.

      • 3. Þjón­ustu­könn­un sveit­ar­fé­laga 2014201501643

        Lögð fram þjónustukönnun sveitarfélaga 2014 til kynningar

        Fræðslu­nefnd ósk­ar eft­ir því að skrif­stofa fræðslu­sviðs fari yfir nið­ur­stöð­ur er varða grunn­skóla og leik­skóla með for­stöðu­mönn­um skól­anna og beri þær sam­an við nið­ur­stöð­ur ann­arra kann­ana hjá skól­un­um, hvort þær gefi frek­ari vís­bend­ing­ar sem hægt væri að nýta.

        • 4. Er­indi Al­þing­is varð­andi um­sögn um frum­varp til laga um breyt­ingu á lög­um um grunn­skóla, nr. 91/2008, með síð­ari breyt­ing­um201501794

          Erindi Alþingis varðandi umsögn um frumvarp til laga um breytingu á lögum um grunnskóla, nr. 91/2008,vísað til umsagnar framkvæmdastjóra fræðslusviðs og fræðslunefndar til kynningar.

          Lagt fram og kynnt.

          • 5. Er­indi Al­þing­is varð­andi um­sögn um frum­varp til laga um Mennta­mála­stofn­un201501779

            Erindi Alþingis varðandi umsögn um frumvarp til laga um Menntamálastofnun vísað til umsagnar framkvæmdastjóra fræðslusviðs og til fræðslunefndar til kynningar.

            Lagt fram og kynnt.

            Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl.