15. maí 2014 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Bryndís Haraldsdóttir (BH) formaður
- Kolbrún G Þorsteinsdóttir (KGÞ) varaformaður
- Birta Jóhannesdóttir (BJó)
- Jónas Sigurðsson (JS) áheyrnarfulltrúi
- Karl Tómasson áheyrnarfulltrúi
- Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
- Stefán Ómar Jónsson (SÓJ) bæjarritari
Fundargerð ritaði
Stefán Ómar Jónsson bæjarritari
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Ársreikningur Mosfellsbæjar 2013201312056
Óskað er eftir því að bæjarráð áriti skattalega útgáfu ársreiknings fyrir Hitaveitu Mosfellsbæjar, sem er B hluta fyrirtæki samstæðu Mosfellsbæjar.
Undir þessum dagskrárlið var mættur Pétur J. Lockton (PJL) fjármálastjóri.
Bæjarráð áritaði skattalega útgáfu ársreiknings Hitaveitu Mosfellsbæjar.
2. Erindi Alþingis varðandi umsögn um tillögu til þingsályktunar um mótun stefnu vegna vímuefnaneyslu201404090
Erindi Alþingis varðandi umsögn um tillögu til þingsályktunar um mótun stefnu til að draga úr skaðlegum afleiðingum vímuefnaneyslu, 335. mál. Bæjarráð óskar umsagna fjölskyldunefndar.
Samþykkt með þremur atkvæðum að gera umsögn fjölskyldunefndar að umsögn bæjarráðs og senda hana Alþingi.
3. Rekstur deilda janúar til mars 2014201405142
Rekstraryfirlit A og B hluta Mosfellsbæjar fyrir tímabilið janúar til mars.
Undir þessum dagskrárlið var mættur Pétur J. Lockton (PJL) fjármálastjóri.
Lagt fram rekstraryfirlit fyrir A og B hluta Mosfellsbæjar fyrir tímabilið janúar til mars 2014. Rekstraryfirlitið verður birt á heimasíðu Mosfellsbæjar.
4. Verkfall grunnskólakennara í maí 2014201405150
Upplýsingar til bæjarráðs vegna yfirvofandi verkfalls grunnskólakennara í maí.
Kolbrún G. Þorsteinsdóttir bæjarráðsmaður óskaði þess að víkja af fundi undir þessum dagskrárlið þar sem hún starfar sem grunnskólakennari.
Farið var yfir stöðu málsins.