Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

15. maí 2014 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

  • Bryndís Haraldsdóttir (BH) formaður
  • Kolbrún G Þorsteinsdóttir (KGÞ) varaformaður
  • Birta Jóhannesdóttir (BJó)
  • Jónas Sigurðsson (JS) áheyrnarfulltrúi
  • Karl Tómasson áheyrnarfulltrúi
  • Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
  • Stefán Ómar Jónsson (SÓJ) bæjarritari

Fundargerð ritaði

Stefán Ómar Jónsson bæjarritari


Dagskrá fundar

Almenn erindi

  • 1. Árs­reikn­ing­ur Mos­fells­bæj­ar 2013201312056

    Óskað er eftir því að bæjarráð áriti skattalega útgáfu ársreiknings fyrir Hitaveitu Mosfellsbæjar, sem er B hluta fyrirtæki samstæðu Mosfellsbæjar.

    Und­ir þess­um dag­skrárlið var mætt­ur Pét­ur J. Lockton (PJL) fjár­mála­stjóri.

    Bæj­ar­ráð árit­aði skatta­lega út­gáfu árs­reikn­ings Hita­veitu Mos­fells­bæj­ar.

    • 2. Er­indi Al­þing­is varð­andi um­sögn um til­lögu til þings­álykt­un­ar um mót­un stefnu vegna vímu­efna­neyslu201404090

      Erindi Alþingis varðandi umsögn um tillögu til þingsályktunar um mótun stefnu til að draga úr skaðlegum afleiðingum vímuefnaneyslu, 335. mál. Bæjarráð óskar umsagna fjölskyldunefndar.

      Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að gera um­sögn fjöl­skyldu­nefnd­ar að um­sögn bæj­ar­ráðs og senda hana Al­þingi.

      • 3. Rekst­ur deilda janú­ar til mars 2014201405142

        Rekstraryfirlit A og B hluta Mosfellsbæjar fyrir tímabilið janúar til mars.

        Und­ir þess­um dag­skrárlið var mætt­ur Pét­ur J. Lockton (PJL) fjár­mála­stjóri.

        Lagt fram rekstr­ar­yf­ir­lit fyr­ir A og B hluta Mos­fells­bæj­ar fyr­ir tíma­bil­ið janú­ar til mars 2014. Rekstr­ar­yf­ir­lit­ið verð­ur birt á heima­síðu Mos­fells­bæj­ar.

        • 4. Verk­fall grunn­skóla­kenn­ara í maí 2014201405150

          Upplýsingar til bæjarráðs vegna yfirvofandi verkfalls grunnskólakennara í maí.

          Kol­brún G. Þor­steins­dótt­ir bæj­ar­ráðs­mað­ur ósk­aði þess að víkja af fundi und­ir þess­um dag­skrárlið þar sem hún starf­ar sem grunn­skóla­kenn­ari.

          Far­ið var yfir stöðu máls­ins.

          Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 09:30