Mál númer 201304386
- 14. ágúst 2013
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #608
Óskað er heimildar bæjaráðs til útboðs/verðkönnunar vegna lóðar í kringum leikskóla sunnan Þrastarhöfða.
Afgreiðsla 1127. fundar bæjarráðs lögð fram á 608. fundi bæjarstjórnar.
- 27. júní 2013
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1127
Óskað er heimildar bæjaráðs til útboðs/verðkönnunar vegna lóðar í kringum leikskóla sunnan Þrastarhöfða.
Bæjarráð heimilar umhverfissviði að fara í verðkannanir vegna lóðar í kringum nýjan leikskóla sunnan Þrastarhöfða.
Samþykkt með þremur atkvæðum. - 12. júní 2013
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #606
Um er að ræða niðurstöðu útboðs á færanlegum kennslustofum fyrir haustið 2013. Laga þarf bókun frá 1122. fundi.
Afgreiðsla 1123. fundar bæjarráðs samþykkt á 606. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
- 12. júní 2013
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #606
Um er að ræða niðurstöðu útboðs á færanlegum kennslustofum fyrir haustið 2013.
Afgreiðsla 1122. fundar bæjarráðs lögð fram á 606. fundi bæjarstjórnar.
- 30. maí 2013
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1123
Um er að ræða niðurstöðu útboðs á færanlegum kennslustofum fyrir haustið 2013. Laga þarf bókun frá 1122. fundi.
Lagfærð Samþykkt 1122. fundar bæjarráðs vegna útboðs á færanlegum kennslustofum. Rétt samþykkt hljóðar svo; Samþykkt með þremur atkvæðum að heimila umhverfissviði að ganga til samninga við lægstbjóðanda Stálnagla ehf. um kaup/nýbyggingu á 5 stofum ásamt millibyggingum sem reisa á sunnan Þrastarhöfða að fjárhæð 88.880.080,-
- 23. maí 2013
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1122
Um er að ræða niðurstöðu útboðs á færanlegum kennslustofum fyrir haustið 2013.
Samþykkt með þremur atkvæðum að heimila umhverfissviði að ganga til samninga við lægstbjóðanda Stálnagla ehf. um kaup/nýbyggingu á 3 stofum ásamt millibyggingum sem reisa á sunnan Þrastarhöfða að fjárhæð 62.550.000,-.