23. maí 2013 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Hafsteinn Pálsson (HP) formaður
- Bryndís Haraldsdóttir (BH) varaformaður
- Jónas Sigurðsson (JS) aðalmaður
- Jón Jósef Bjarnason (JJB) áheyrnarfulltrúi
- Ólafur Gunnarsson (ÓG)
- Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
- Stefán Ómar Jónsson (SÓJ) bæjarritari
- Jóhanna Björg Hansen framkvæmdastjóri umhverfissviðs
Fundargerð ritaði
Stefán Ómar Jónsson bæjarritari
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Leikskóli sunnan Þrastarhöfða,201304386
Um er að ræða niðurstöðu útboðs á færanlegum kennslustofum fyrir haustið 2013.
Samþykkt með þremur atkvæðum að heimila umhverfissviði að ganga til samninga við lægstbjóðanda Stálnagla ehf. um kaup/nýbyggingu á 3 stofum ásamt millibyggingum sem reisa á sunnan Þrastarhöfða að fjárhæð 62.550.000,-.
2. Tillaga að gjaldskrá ársins 2013 vegna leigu á beitarhólfum og vegna handsömunar og vörslu hrossa201305152
Tillaga hestamannafélagsins Harðar að gjaldskrá vegna leigu á beitarhólfum og vegna handsömunar- og vörslugjalds lausagönguhrossa fyrir árið 2013, lögð fram í samræmi við ákvæði samnings Mosfellsbæjar og Hestamannafélagsins um umsjón með nýtingu beitarhólfa þar sem kveðið er á um samþykki Mosfellsbæjar á umræddri gjaldskrá.
Samþykkt með þremur atkvæðum að bæjarráð geri ekki athugasemd við gjaldskrá Hestamannafélagsins Harðar að gjaldi fyrir handsömun hrossa kr. 15,000 og vörslugjald kr. 1,500 á sólarhring. Einnig er lagt til að gjald fyrir beit sumarið 2013 verði kr. 9.500 á hest.
3. Breytingar á svæðisskipulagi 2013 vegna endurskoðunar aðalskipulags Rvíkur o.fl.201304385
Með bréfi dags. 23. apríl 2013 óskar Hrafnkell Á Proppé f.h. svæðisskipulagsnefndar eftir því að Mosfellsbær samþykki meðfylgjandi tillögur að breytingum á svæðisskipulagi í auglýsingu sbr. 3. mgr. 23. gr. skipulagslaga. Lögð fram umsögn skipulagsnefndar.
Fyrir fundinum lá umsögn skipulagsnefndar, sem bæjarráð hafði óskað eftir, varðandi ósk Svæðisskipulagsnefndar höfuðborgarsvæðisins þess efnis að Mosfellsbær samþykki tillögur nefndarinnar um auglýsingu skv. 3. mgr. 23. gr. skipulagslaga á breytingu á svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins, vegna breytingar á aðalskipulagi Reykjavíkur o.fl.
Bæjarráð samþykkir tillögur að breytingum á svæðisskipulagi verið auglýstar skv. ofangreindri grein, en áréttar þá fyrirvara sem fram koma í greinargerð með tillögunum varðandi framtíðaraðstöðu Sorpu bs. í Álfsnesi.