Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

23. maí 2013 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

  • Hafsteinn Pálsson (HP) formaður
  • Bryndís Haraldsdóttir (BH) varaformaður
  • Jónas Sigurðsson (JS) aðalmaður
  • Jón Jósef Bjarnason (JJB) áheyrnarfulltrúi
  • Ólafur Gunnarsson (ÓG)
  • Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
  • Stefán Ómar Jónsson (SÓJ) bæjarritari
  • Jóhanna Björg Hansen framkvæmdastjóri umhverfissviðs

Fundargerð ritaði

Stefán Ómar Jónsson bæjarritari


Dagskrá fundar

Almenn erindi

  • 1. Leik­skóli sunn­an Þrast­ar­höfða,201304386

    Um er að ræða niðurstöðu útboðs á færanlegum kennslustofum fyrir haustið 2013.

    Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að heim­ila um­hverf­is­sviði að ganga til samn­inga við lægst­bjóð­anda Stálnagla ehf. um kaup/ný­bygg­ingu á 3 stof­um ásamt milli­bygg­ing­um sem reisa á sunn­an Þrast­ar­höfða að fjár­hæð 62.550.000,-.

    • 2. Til­laga að gjaldskrá árs­ins 2013 vegna leigu á beit­ar­hólf­um og vegna hand­söm­un­ar og vörslu hrossa201305152

      Tillaga hestamannafélagsins Harðar að gjaldskrá vegna leigu á beitarhólfum og vegna handsömunar- og vörslugjalds lausagönguhrossa fyrir árið 2013, lögð fram í samræmi við ákvæði samnings Mosfellsbæjar og Hestamannafélagsins um umsjón með nýtingu beitarhólfa þar sem kveðið er á um samþykki Mosfellsbæjar á umræddri gjaldskrá.

      Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að bæj­ar­ráð geri ekki at­huga­semd við gjaldskrá Hesta­manna­fé­lags­ins Harð­ar að gjaldi fyr­ir hand­söm­un hrossa kr. 15,000 og vörslu­gjald kr. 1,500 á sól­ar­hring. Einn­ig er lagt til að gjald fyr­ir beit sum­ar­ið 2013 verði kr. 9.500 á hest.

      • 3. Breyt­ing­ar á svæð­is­skipu­lagi 2013 vegna end­ur­skoð­un­ar að­al­skipu­lags Rvík­ur o.fl.201304385

        Með bréfi dags. 23. apríl 2013 óskar Hrafnkell Á Proppé f.h. svæðisskipulagsnefndar eftir því að Mosfellsbær samþykki meðfylgjandi tillögur að breytingum á svæðisskipulagi í auglýsingu sbr. 3. mgr. 23. gr. skipulagslaga. Lögð fram umsögn skipulagsnefndar.

        Fyr­ir fund­in­um lá um­sögn skipu­lags­nefnd­ar, sem bæj­ar­ráð hafði óskað eft­ir, varð­andi ósk Svæð­is­skipu­lags­nefnd­ar höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins þess efn­is að Mos­fells­bær sam­þykki til­lög­ur nefnd­ar­inn­ar um aug­lýs­ingu skv. 3. mgr. 23. gr. skipu­lagslaga á breyt­ingu á svæð­is­skipu­lagi höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins, vegna breyt­ing­ar á að­al­skipu­lagi Reykja­vík­ur o.fl.
        Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir til­lög­ur að breyt­ing­um á svæð­is­skipu­lagi ver­ið aug­lýst­ar skv. of­an­greindri grein, en árétt­ar þá fyr­ir­vara sem fram koma í grein­ar­gerð með til­lög­un­um varð­andi fram­tíð­ar­að­stöðu Sorpu bs. í Álfs­nesi.

        Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 09:30