16. apríl 2013 kl. 07:00,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Elías Pétursson formaður
- Ólafur Gunnarsson (ÓG) varaformaður
- Jóhannes Bjarni Eðvarðsson (JBE) áheyrnarfulltrúi
- Þröstur Jón Sigurðsson 1. varamaður
- Gylfi Guðjónsson 3. varamaður
- Ólafur Guðmundsson 1. varamaður
- Jóhanna Björg Hansen framkvæmdastjóri umhverfissviðs
- Finnur Birgisson skipulagsfulltrúi
Fundargerð ritaði
Jóhanna Björg Hansen framkvæmdastjóri umhverfissviðs
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Lóð til bráðabirgða fyrir skóla sunnan Þrastarhöfða201304053
Lögð fram tillaga að deiliskipulagi skólalóðar til bráðabirgða vestan Baugshlíðar næst sunnan Þrastarhöfða. Tillagan er unnin á Teiknistofu arkitekta af Árna Ólafssyni.
Skipulagsnefnd samþykkir með 4 atkvæðum að auglýsa tillöguna samkvæmt 41. gr. skipulagslaga. Fulltrúi S-lista situr hjá.
Bókun fulltrúa Íbúahreyfingarinnar: Fulltrúi Íbúahreyfingarinnar leggur til að efnt verði til íbúaþings sem fyrst um framtíðarlausnir í skólamálum á vestursvæði.
Bókun fulltrúa D- og V-lista: Í tilefni af bókun fulltrúa Íbúahreyfingarinnar vill meirihluti D- og V-lista koma því á framfæri að þegar hefur verið ákveðið að halda skólaþing sem fyrst um framtíðarskipan skólamála, eins og fram kom hjá sviðsstjóra fræðslumála á fundi í gær.
Bókun fulltrúa Samfylkingarinnar: Bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar hefur í langan tíma bent á þörf fyrir nýjar skólabyggingar. Þetta hefur ekki fengið hljómgrunn í bæjarstjórn. Þvi þarf nú að koma fjölda nemenda fyrir í bráðabirgðahúsnæði. Fulltrúi Samfylkingarinnar greiðir ekki atkvæði.
2. Deiliskipulag Hulduhlíðar, Hjallahlíðar og Lágafellsskóla, breytingar 2013201304230
Lögð fram tillaga að breytingum á deiliskipulagi Hulduhlíðar, Hjallahlíðar og lóðar Lágafellsskóla, unnin á Umhverfissviði Mosfellsbæjar. Í tillögunni felst að settar verði tímabundið allt að 3 færanlegar kennslustofur á leikvöll við Hjallahlíð og ein til viðbótar á skólalóðina.
Skipulagsnefnd samþykkir með fjórum atkvæðum að auglýsa tillöguna samkvæmt 43. gr. skipulagslaga. Fulltrúi S-lista situr hjá.
3. Breyting á deiliskipulagi við Klapparhlíð 2013201304229
Lögð fram tillaga að breytingu á deiliskipulagi Klapparhlíðar, unnin á Umhverfissviði Mosfellsbæjar. Í tillögunni felst að settar verði tímabundið færanlegar kennslustofur á grenndarvöll austan leikskólans Huldubergs.
Skipulagsnefnd samþykkir með fjórum atkvæðum að auglýsa tillöguna samkvæmt 43. gr. skipulagslaga. Fulltrúi S-lista situr hjá.
4. Aðalskipulag 2011-2030, endurskoðun á AS 2002-2024200611011
Teknar fyrir að nýju athugasemdir við tillögu að aðalskipulagi, sem lagðar voru fram á 339. fundi, auk athugasemdar frá Landssamtökum hjólreiðamanna sem barst 4.4.2013.
Gylfi Guðjónsson arkitekt mætti á fundinn undir þessum dagskrárlið.
Skipulagsnefnd fór yfir og fjallaði um innsendar athugasemdir og ábendingar við auglýsta tillögu að aðalskipulagi Mosfellsbæjar.
Undirbúin verða drög að svörum við innsendum athugasemdum fyrir næsta fund skipulagsnefndar.