Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

16. apríl 2013 kl. 07:00,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

  • Elías Pétursson formaður
  • Ólafur Gunnarsson (ÓG) varaformaður
  • Jóhannes Bjarni Eðvarðsson (JBE) áheyrnarfulltrúi
  • Þröstur Jón Sigurðsson 1. varamaður
  • Gylfi Guðjónsson 3. varamaður
  • Ólafur Guðmundsson 1. varamaður
  • Jóhanna Björg Hansen framkvæmdastjóri umhverfissviðs
  • Finnur Birgisson skipulagsfulltrúi

Fundargerð ritaði

Jóhanna Björg Hansen framkvæmdastjóri umhverfissviðs


Dagskrá fundar

Almenn erindi

  • 1. Lóð til bráða­birgða fyr­ir skóla sunn­an Þrast­ar­höfða201304053

    Lögð fram tillaga að deiliskipulagi skólalóðar til bráðabirgða vestan Baugshlíðar næst sunnan Þrastarhöfða. Tillagan er unnin á Teiknistofu arkitekta af Árna Ólafssyni.

    Skipu­lags­nefnd sam­þykk­ir með 4 at­kvæð­um að aug­lýsa til­lög­una sam­kvæmt 41. gr. skipu­lagslaga. Full­trúi S-lista sit­ur hjá.

    Bók­un full­trúa Íbúa­hreyf­ing­ar­inn­ar: Full­trúi Íbúa­hreyf­ing­ar­inn­ar legg­ur til að efnt verði til íbúa­þings sem fyrst um fram­tíð­ar­lausn­ir í skóla­mál­um á vest­ur­svæði.

    Bók­un full­trúa D- og V-lista: Í til­efni af bók­un full­trúa Íbúa­hreyf­ing­ar­inn­ar vill meiri­hluti D- og V-lista koma því á fram­færi að þeg­ar hef­ur ver­ið ákveð­ið að halda skóla­þing sem fyrst um fram­tíð­ar­skip­an skóla­mála, eins og fram kom hjá sviðs­stjóra fræðslu­mála á fundi í gær.

    Bók­un full­trúa Sam­fylk­ing­ar­inn­ar: Bæj­ar­full­trúi Sam­fylk­ing­ar­inn­ar hef­ur í lang­an tíma bent á þörf fyr­ir nýj­ar skóla­bygg­ing­ar. Þetta hef­ur ekki feng­ið hljómgrunn í bæj­ar­stjórn. Þvi þarf nú að koma fjölda nem­enda fyr­ir í bráða­birgða­hús­næði. Full­trúi Sam­fylk­ing­ar­inn­ar greið­ir ekki at­kvæði.

    • 2. Deili­skipu­lag Huldu­hlíð­ar, Hjalla­hlíð­ar og Lága­fells­skóla, breyt­ing­ar 2013201304230

      Lögð fram tillaga að breytingum á deiliskipulagi Hulduhlíðar, Hjallahlíðar og lóðar Lágafellsskóla, unnin á Umhverfissviði Mosfellsbæjar. Í tillögunni felst að settar verði tímabundið allt að 3 færanlegar kennslustofur á leikvöll við Hjallahlíð og ein til viðbótar á skólalóðina.

      Skipu­lags­nefnd sam­þykk­ir með fjór­um at­kvæð­um að aug­lýsa til­lög­una sam­kvæmt 43. gr. skipu­lagslaga. Full­trúi S-lista sit­ur hjá.

      • 3. Breyt­ing á deili­skipu­lagi við Klapp­ar­hlíð 2013201304229

        Lögð fram tillaga að breytingu á deiliskipulagi Klapparhlíðar, unnin á Umhverfissviði Mosfellsbæjar. Í tillögunni felst að settar verði tímabundið færanlegar kennslustofur á grenndarvöll austan leikskólans Huldubergs.

        Skipu­lags­nefnd sam­þykk­ir með fjór­um at­kvæð­um að aug­lýsa til­lög­una sam­kvæmt 43. gr. skipu­lagslaga. Full­trúi S-lista sit­ur hjá.

        • 4. Að­al­skipu­lag 2011-2030, end­ur­skoð­un á AS 2002-2024200611011

          Teknar fyrir að nýju athugasemdir við tillögu að aðalskipulagi, sem lagðar voru fram á 339. fundi, auk athugasemdar frá Landssamtökum hjólreiðamanna sem barst 4.4.2013.

          Gylfi Guð­jóns­son arki­tekt mætti á fund­inn und­ir þess­um dag­skrárlið.

          Skipu­lags­nefnd fór yfir og fjall­aði um inn­send­ar at­huga­semd­ir og ábend­ing­ar við aug­lýsta til­lögu að að­al­skipu­lagi Mos­fells­bæj­ar.
          Und­ir­bú­in verða drög að svör­um við inn­send­um at­huga­semd­um fyr­ir næsta fund skipu­lags­nefnd­ar.

          Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 09:00