19. desember 2012 kl. 15:45,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Hafsteinn Pálsson (HP) formaður
- Herdís Sigurjónsdóttir varaformaður
- Jónas Sigurðsson (JS) aðalmaður
- Jón Jósef Bjarnason (JJB) áheyrnarfulltrúi
- Karl Tómasson áheyrnarfulltrúi
- Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
- Stefán Ómar Jónsson (SÓJ) bæjarritari
Fundargerð ritaði
Stefán Ómar Jónsson bæjarritari
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Erindi Heilbrigðiseftirlits Kjósarsvæði varðandi verkferla við hundaeftirlit201211007
Heilbrigðiseftirlit Kjósarsvæðis leggur fram til umfjöllunar og afgreiðslu verkferla varðandi hundaeftirlit á starfssvæði sínu. 1097. fundur bæjarráðs vísaði erindinu til umsagnar framkvæmdastjóra umhverfissviðs. Hjálögð er umsögnin.
Heilbrigðiseftirlit Kjósarsvæðis leggur fram til umfjöllunar og afgreiðslu verkferla varðandi hundaeftirlit á starfssvæði sínu.
Til máls tóku: HP, HS og JS.
Samþykkt með þremur atkvæðum að fela starfsmönnum umhverfissviðs og heilbrigðiseftirlits að vinna sameiginlega tillögu að verkferlum og leggja fyrir bæjarráð.
2. Erindi Hestamannafélagsins Harðar vegna útgáfu á sögu félagsins201211059
Erindi Hestamannafélagsins Harðar þar sem óskað er eftir styrk bæjarins vegna útgáfu á bókar í tilefni af 60 ára sögu félagsins. Áður á dagskrá 1098. fundar bæjarráðs þar sem óskað var umsagnar menningarmálanefndar. Hjálögð er umsögnin.
Erindi Hestamannafélagsins Harðar þar sem óskað er eftir styrk bæjarins vegna útgáfu á bókar í tilefni af 60 ára sögu félagsins.
Til máls tóku: HP, KT og JS.
Samþykkt með þremur atkvæðum að bæjarstjóra og framkvæmdastjóra menningarsviðs að skoða málið.
3. Virkni 2013201212013
Vinna og Virkni átaki til atvinnu 2013. Áður á dagskrá 1101. fundar bæjarráðs þar sem erindið var lagt fram. Fram er lagt minnisblað framkvæmdastjóra fjölskyldusviðs þar sem gerð er frekari grein fyrir verkefninu.
Vinna og Virkni átaki til atvinnu 2013.
Áður á dagskrá 1101. fundar bæjarráðs þar sem erindið var lagt fram.Til máls tóku: HP, HSv, JJB, JS og HS.
Samþykkt með þremur atkvæðum að Mosfellsbær taki þátt í verkefninu Vinna og virkni 2013, en áætluð nettó útgjöld vegna þátttöku í verkefninu eru um 5 milljónir króna.
4. Erindi Lögreglustjórans, umsagnarbeiðni vegna Þrettándabrennu201212095
Erindi Lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu varðandi umsögn um þrettándabrennu neðan Holtahverfis.
Erindi Lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu varðandi umsögn um þrettándabrennu neðan Holtahverfis.
Samþykkt með þremur atkvæðum að bæjarráð Mosfellsbæjar geri ekki fyrir sitt leyti athugasemdir við umsókn um þrettándabrennu neðan Holtahverfis.
5. Minnisblað verkefnastjóra þróunar- og gæðamála á fjölskyldusviði varðandi uppgjör vegna launakostnaðar Skálatúnsheimilisins árið 2011201212124
Minnisblað verkefnastjóra þróunar- og gæðamála á fjölskyldusviði varðandi uppgjör vegna launakostnaðar Skálatúnsheimilisins árið 2011. Hjálagt er minnisblað verkefnastjórans varðandi málið.
Minnisblað verkefnastjóra þróunar- og gæðamála á fjölskyldusviði varðandi uppgjör vegna launakostnaðar Skálatúnsheimilisins árið 2011.
Til máls tóku: HP, JS og JJB.
Samþykkt með þremur atkvæðum að heimila fjölskyldusviði að gera samning við Skálatúnsheimilið vegna aukins launakostnaður vegna kjarasamninga á árinu 2011 að upphæð krónur 5.884.500 sem greitt verði á árunum 2012-2014.