Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

19. desember 2012 kl. 15:45,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

  • Hafsteinn Pálsson (HP) formaður
  • Herdís Sigurjónsdóttir varaformaður
  • Jónas Sigurðsson (JS) aðalmaður
  • Jón Jósef Bjarnason (JJB) áheyrnarfulltrúi
  • Karl Tómasson áheyrnarfulltrúi
  • Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
  • Stefán Ómar Jónsson (SÓJ) bæjarritari

Fundargerð ritaði

Stefán Ómar Jónsson bæjarritari


Dagskrá fundar

Almenn erindi

  • 1. Er­indi Heil­brigðis­eft­ir­lits Kjós­ar­svæði varð­andi verk­ferla við hunda­eft­ir­lit201211007

    Heilbrigðiseftirlit Kjósarsvæðis leggur fram til umfjöllunar og afgreiðslu verkferla varðandi hundaeftirlit á starfssvæði sínu. 1097. fundur bæjarráðs vísaði erindinu til umsagnar framkvæmdastjóra umhverfissviðs. Hjálögð er umsögnin.

    Heil­brigðis­eft­ir­lit Kjós­ar­svæð­is legg­ur fram til um­fjöll­un­ar og af­greiðslu verk­ferla varð­andi hunda­eft­ir­lit á starfs­svæði sínu.

    Til máls tóku: HP, HS og JS.

    Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að fela starfs­mönn­um um­hverf­is­sviðs og heil­brigðis­eft­ir­lits að vinna sam­eig­in­lega til­lögu að verk­ferl­um og leggja fyr­ir bæj­ar­ráð.

    • 2. Er­indi Hesta­manna­fé­lags­ins Harð­ar vegna út­gáfu á sögu fé­lags­ins201211059

      Erindi Hestamannafélagsins Harðar þar sem óskað er eftir styrk bæjarins vegna útgáfu á bókar í tilefni af 60 ára sögu félagsins. Áður á dagskrá 1098. fundar bæjarráðs þar sem óskað var umsagnar menningarmálanefndar. Hjálögð er umsögnin.

      Er­indi Hesta­manna­fé­lags­ins Harð­ar þar sem óskað er eft­ir styrk bæj­ar­ins vegna út­gáfu á bók­ar í til­efni af 60 ára sögu fé­lags­ins.

      Til máls tóku: HP, KT og JS.

      Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að bæj­ar­stjóra og fram­kvæmda­stjóra menn­ing­ar­sviðs að skoða mál­ið.

      • 3. Virkni 2013201212013

        Vinna og Virkni átaki til atvinnu 2013. Áður á dagskrá 1101. fundar bæjarráðs þar sem erindið var lagt fram. Fram er lagt minnisblað framkvæmdastjóra fjölskyldusviðs þar sem gerð er frekari grein fyrir verkefninu.

        Vinna og Virkni átaki til at­vinnu 2013.
        Áður á dagskrá 1101. fund­ar bæj­ar­ráðs þar sem er­ind­ið var lagt fram.

        Til máls tóku: HP, HSv, JJB, JS og HS.

        Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að Mos­fells­bær taki þátt í verk­efn­inu Vinna og virkni 2013, en áætluð nettó út­gjöld vegna þátt­töku í verk­efn­inu eru um 5 millj­ón­ir króna.

        • 4. Er­indi Lög­reglu­stjór­ans, um­sagn­ar­beiðni vegna Þrett­ánda­brennu201212095

          Erindi Lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu varðandi umsögn um þrettándabrennu neðan Holtahverfis.

          Er­indi Lög­reglu­stjór­ans á höf­uð­borg­ar­svæð­inu varð­andi um­sögn um þrett­ánda­brennu neð­an Holta­hverf­is.

          Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að bæj­ar­ráð Mos­fells­bæj­ar geri ekki fyr­ir sitt leyti at­huga­semd­ir við um­sókn um þrett­ánda­brennu neð­an Holta­hverf­is.

          • 5. Minn­is­blað verk­efna­stjóra þró­un­ar- og gæða­mála á fjöl­skyldu­sviði varð­andi upp­gjör vegna launa­kostn­að­ar Skála­túns­heim­il­is­ins árið 2011201212124

            Minnisblað verkefnastjóra þróunar- og gæðamála á fjölskyldusviði varðandi uppgjör vegna launakostnaðar Skálatúnsheimilisins árið 2011. Hjálagt er minnisblað verkefnastjórans varðandi málið.

            Minn­is­blað verk­efna­stjóra þró­un­ar- og gæða­mála á fjöl­skyldu­sviði varð­andi upp­gjör vegna launa­kostn­að­ar Skála­túns­heim­il­is­ins árið 2011.

            Til máls tóku: HP, JS og JJB.

            Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að heim­ila fjöl­skyldu­sviði að gera samn­ing við Skála­túns­heim­il­ið vegna auk­ins launa­kostn­að­ur vegna kjara­samn­inga á ár­inu 2011 að upp­hæð krón­ur 5.884.500 sem greitt verði á ár­un­um 2012-2014.

            Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 16:30