11. desember 2012 kl. 07:00,
4. hæð Mosfell
Fundinn sátu
- Kolbrún G Þorsteinsdóttir (KGÞ) formaður
- Þorbjörg Inga Jónsdóttir varaformaður
- Haraldur Sverrisson aðalmaður
- Ingibjörg B Ingólfsdóttir aðalmaður
- Gerður Pálsdóttir (GP) aðalmaður
- Kristbjörg Þórisdóttir áheyrnarfulltrúi
- Unnur Valgerður Ingólfsdóttir framkvæmdastjóri fjölskyldusviðs
Fundargerð ritaði
Unnur V. Ingólfsdóttir framkvæmdastjóri fjölskyldusviðs
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Erindi Alþingis varðandi umsögn um tillögu til þyngsályktunar um jafnt búsetuform barna sem búa á tveimur heimilum.201210331
Erindi Alþingis þar sem Mosfellsbæ gefst tækifæri á að gefa umsögn um tillögu til þingsályktunar um jafnt búsetuform barna sem búa á tveimur heimilum, er vísað af bæjarráði 1097. fundi til umsagnar fjölskyldunefndar. Kynnt er umsögn Sambands íslenskra sveitarfélaga um málið.
Til máls tóku:KGÞ, ÞIJ, HSv og GP.
Umsögn fjölskyldunefnd liggur fyrir í málinu.
2. Fulltrúaráðsfundur 12.-14. október 2012201210214
Landssamtökin Þroskahjálp héldu landsfund dagana 12.-14. október í erindinu eru ályktanir fundarins sem samtökin beina til sveitarfélaga landsins.
Til máls tóku:KGÞ, ÞIJ, HSv, IBI, Kþ.
Ályktun fundarins er lögð fram.
3. Virkni 2013201212013
Í erindinu frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga er gerð grein fyrir tillögum um vinnumarkaðsaðgerðir til að mæta einstaklingum sem fullnýta atvinnuleysisbótarétt sinn á komandi mánuðum kynnt.
Fjölskyldunefnd tekur undir Fundur samtaka félagsmálastjora á Íslandi haldinn í Mosfellsbæ 7. desember 2012 tók málið til umfjöllunar á fundinum var lögð áhersla á að í samkomulagi um verkefnið Vinna og Virkni 2013 fari ríkið að lögum um vinnumarkaðsaðgerðir nr. 55/2006 og þjónusti alla atvinnuleitendur með sama hætti án tillits til bótaréttar. Í því sambandi er nauðsynlegt að fólk sem ekki á rétt á atvinnuleysisbótum og fær því fjárhagsaðstoð sveitarfélaga hafi aðgang að úrræðum vinnumálastofnunar s.s. námskeiðum eins og aðrir atvinnuleitendur.
Til máls tóku:KGÞ, ÞIJ, HSv, GP IBI og Kþ.
Gögn í málinu eru lögð fram til kynningar.
4. Reglur um fjárhagsaðstoð, endurskoðun 2012201212014
Kynnt minnisblað félagsmálastjóra dags. 6. desember 2012 þar sem gerð er grein fyrir framlögðum drögum á breytingu á reglum um fjárhagsaðstoð.
Til máls tóku:KGÞ, ÞIJ, HSv, IBI, GP og Kþ.Fjölskyldunefnd leggur til við bæjarstjórn að samþykkja framlögð drög að breytingu á reglum um fjárhagsaðstoð.
Kristbjörg Þórisdóttir vék af fundi að lokinn umfjöllun málsins klukkan 07:45.
Fundargerðir til kynningar
5. Trúnaðarmálafundur - 752201211019F
Fundargerð 752. trúnaðarmálafundar lögð fram til kynningar á 199. fundi fjölskyldunefndar eins og einstök erindi bera með sér
6. Trúnaðarmálafundur - 753201211023F
Fundargerð 753. trúnaðarmálafundar lögð fram til kynningar á 199. fundi fjölskyldunefndar eins og einstök erindi bera með sér
7. Trúnaðarmálafundur - 754201211030F
Fundargerð 754. trúnaðarmálafundar lögð fram til kynningar á 199. fundi fjölskyldunefndar eins og einstök erindi bera með sér
8. Trúnaðarmálafundur - 755201212005F
Fundargerð 758. trúnaðarmálafundar lögð fram til kynningar á 199. fundi fjölskyldunefndar eins og einstök erindi bera með sér