Mál númer 202505612
- 20. maí 2025
Menningar- og lýðræðisnefnd #29
Lagt fram umræðuskjal um mögulegar breytingar á uppbyggingu dagskrár í Túninu heima. Tilefnið er bókun bæjarráðs þar sem segir: „Í ljósi reynslunnar í ár (2024) og þróunar bæjarhátíðarinnar Í túninu heima frá árinu 2022 felur bæjarráð bæjarstjóra í samvinnu við menningar-, íþrótta- og lýðheilsusviði og menningar- og lýðræðisnefnd að meta hvort og þá hvaða breytinga sé þörf við uppbyggingu dagskrár bæjarhátíðarinnar þannig að hún styðji við markmið Mosfellsbæjar um að hátíðin sé vettvangur menningar, hreyfingar og þátttöku íbúa í öruggu umhverfi"
Fram fara umræður um mögulegar breytingar á uppbyggingu dagskrár Í túninu heima. Menningar- og lýðræðisnefnd felur starfsmönnum MÍL að vinna áfram að tillögu að breytingum í samræmi við umræður á fundinum.