Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

19. desember 2024 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

  • Halla Karen Kristjánsdóttir (HKK) formaður
  • Valdimar Birgisson (VBi) varamaður
  • Ásgeir Sveinsson (ÁS) aðalmaður
  • Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) aðalmaður
  • Rúnar Bragi Guðlaugsson (RBG) aðalmaður
  • Guðmundur Hreinsson (GH) vara áheyrnarfulltrúi
  • Þóra Margrét Hjaltested bæjarlögmaður

Fundargerð ritaði

Gerður Jóhanna Jóhannsdóttir upplýsinga- og skjalastjóri


Dagskrá fundar

Almenn erindi

  • 1. Dals­garð­ur 2 - vatns­tjón202403890

    Tillaga um meðferð málsins.

    Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir með fimm at­kvæð­um að veita bæj­ar­lög­manni heim­ild til að semja við máls­að­ila í sam­ræmi við fyr­ir­liggj­andi til­lögu.

    • 2. Lukku Láki, Þver­holt 2, um­sagn­ar­beiðni vegna rekstr­ar­leyf­is202409464

      Umbeðin umsögn vegna rekstrarleyfis lögð fram.

      Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir með fimm at­kvæð­um að fela bæj­ar­lög­manni að gefa um­sækj­anda um rekst­ar­leyfi tæki­færi til að koma að at­huga­semd­um við þau sjón­ar­mið sem rakin eru í fyr­ir­liggj­andi um­sögn.

      • 3. End­ur­vinnslu­stöð við Lambhaga­veg202412107

        Erindi frá Sorpu bs. þar sem óskað er eftir að uppbygging nýrrar endurvinnslustöðvar við Lambhagaveg verði tekin til umræðu og afgreiðslu á vettvangi sveitarfélagsins.

        Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir með fimm at­kvæð­um fyr­ir­liggj­andi til­lögu um fjár­mögn­un upp­bygg­ing­ar nýrr­ar end­ur­vinnslu­stöðv­ar við Lambhaga­veg. Bæj­ar­ráð árétt­ar jafn­framt bók­un eig­enda­fund­ar um hvatn­ingu til stjórn­ar Sorpu bs. að leita leiða til að lág­marka þá fjár­hæð sem taka þurfi að láni vegna fram­kvæmda á veg­um byggða­sam­lags­ins.

        • 4. Skýrsla starfs­hóps um stað­ar­vals­grein­ingu end­ur­vinnslu­stöðv­ar í stað stöðv­ar við Dal­veg202412109

          Skýrsla starfshóps um staðarvalsgreiningu endurvinnslustöðvar í stað stöðvar við Dalveg

          Lögð fram grein­ar­gerð starfs­hóps um stað­ar­val fyr­ir end­ur­vinnslu­stöð í stað end­ur­vinnslu­stöðv­ar við Dal­veg sem vísað er til skoð­un­ar á um­hverf­is­sviði.

          • 5. Hlé­garð­ur, Há­holti 3 - um­sagn­ar­beiðni vegna tíma­bund­is áfeng­is­leyf­is - jóla­ball202412145

            Frá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu, beiðni um umsögn vegna umsóknar um tímabundið tækifærisleyfi vegna jólaballs þann 28. desember nk.

            Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir með fimm at­kvæð­um að gera ekki at­huga­semd við veit­ingu tíma­bund­ins tæki­færis­leyf­is vegna jóla­balls þann 28. des­em­ber 2024 í sam­ræmi við fyr­ir­liggj­andi um­sókn.

          • 6. Hlé­garð­ur, Há­holti 3 - um­sagn­ar­beiðni vegna tíma­bund­is áfeng­is­leyf­is - Engla­flokk­ur­inn202412238

            Frá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu, beiðni um umsögn vegna umsóknar um tímabundið tækifærisleyfi vegna dansleiks þann 1. janúar nk.

            Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir með fimm at­kvæð­um að gera ekki at­huga­semd við veit­ingu tíma­bund­ins tæki­færis­leyf­is vegna dans­leiks þann 1. janú­ar 2025 í sam­ræmi við fyr­ir­liggj­andi um­sókn.

          • 7. Ósk um af­not af íþrótta­hús­inu í Varmá vegna Þorra­blóts Aft­ur­eld­ing­ar 25. janú­ar 2025202412197

            Ósk Ungmennafélagsins Aftureldingar um afnot af íþróttahúsinu að Varmá vegna Þorrablóts Aftureldingar 25. janúar 2025.

            Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir með fimm at­kvæð­um að veita Ung­menna­fé­lagi Aft­ur­eld­ing­ar leyfi fyr­ir af­not­um af íþrótta­hús­inu að Varmá vegna Þorra­blóts Aft­ur­eld­ing­ar 25. janú­ar 2025.

          • 8. Tíma­bund­ið áfeng­is­leyf­is - Þorra­blót Aft­ur­eld­ing­ar 2025202412223

            Frá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu, beiðni um umsögn vegna umsóknar um tímabundið tækifærisleyfi vegna Þorrablóts Aftureldingar þann 25. janúar nk.

            Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir með fimm at­kvæð­um að gera ekki at­huga­semd við veit­ingu tíma­bund­ins tæki­færis­leyf­is vegna Þorrablóts Aftureldingar þann 25. janúar 2025 í sam­ræmi við fyr­ir­liggj­andi um­sókn.

          • 9. Boð um þátt­töku í sam­ráði - drög að flokk­um tíu vindorku­verk­efna202412236

            Frá umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytinu boð um þátttöku í samráði, drög að flokkun tíu vindorkukerfa.

            Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir með fimm at­kvæð­um að vísa mál­inu til skoð­un­ar á um­hverf­is­sviði. Bæj­ar­ráð ger­ir at­huga­semd við hversu stutt­ur um­sagn­ar­frest­ur er gef­inn til að koma að at­huga­semd­um.

          Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 08:39