19. desember 2024 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Halla Karen Kristjánsdóttir (HKK) formaður
- Valdimar Birgisson (VBi) varamaður
- Ásgeir Sveinsson (ÁS) aðalmaður
- Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) aðalmaður
- Rúnar Bragi Guðlaugsson (RBG) aðalmaður
- Guðmundur Hreinsson (GH) vara áheyrnarfulltrúi
- Þóra Margrét Hjaltested bæjarlögmaður
Fundargerð ritaði
Gerður Jóhanna Jóhannsdóttir upplýsinga- og skjalastjóri
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Dalsgarður 2 - vatnstjón202403890
Tillaga um meðferð málsins.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að veita bæjarlögmanni heimild til að semja við málsaðila í samræmi við fyrirliggjandi tillögu.
2. Lukku Láki, Þverholt 2, umsagnarbeiðni vegna rekstrarleyfis202409464
Umbeðin umsögn vegna rekstrarleyfis lögð fram.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að fela bæjarlögmanni að gefa umsækjanda um rekstarleyfi tækifæri til að koma að athugasemdum við þau sjónarmið sem rakin eru í fyrirliggjandi umsögn.
3. Endurvinnslustöð við Lambhagaveg202412107
Erindi frá Sorpu bs. þar sem óskað er eftir að uppbygging nýrrar endurvinnslustöðvar við Lambhagaveg verði tekin til umræðu og afgreiðslu á vettvangi sveitarfélagsins.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum fyrirliggjandi tillögu um fjármögnun uppbyggingar nýrrar endurvinnslustöðvar við Lambhagaveg. Bæjarráð áréttar jafnframt bókun eigendafundar um hvatningu til stjórnar Sorpu bs. að leita leiða til að lágmarka þá fjárhæð sem taka þurfi að láni vegna framkvæmda á vegum byggðasamlagsins.
4. Skýrsla starfshóps um staðarvalsgreiningu endurvinnslustöðvar í stað stöðvar við Dalveg202412109
Skýrsla starfshóps um staðarvalsgreiningu endurvinnslustöðvar í stað stöðvar við Dalveg
Lögð fram greinargerð starfshóps um staðarval fyrir endurvinnslustöð í stað endurvinnslustöðvar við Dalveg sem vísað er til skoðunar á umhverfissviði.
5. Hlégarður, Háholti 3 - umsagnarbeiðni vegna tímabundis áfengisleyfis - jólaball202412145
Frá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu, beiðni um umsögn vegna umsóknar um tímabundið tækifærisleyfi vegna jólaballs þann 28. desember nk.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að gera ekki athugasemd við veitingu tímabundins tækifærisleyfis vegna jólaballs þann 28. desember 2024 í samræmi við fyrirliggjandi umsókn.
6. Hlégarður, Háholti 3 - umsagnarbeiðni vegna tímabundis áfengisleyfis - Englaflokkurinn202412238
Frá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu, beiðni um umsögn vegna umsóknar um tímabundið tækifærisleyfi vegna dansleiks þann 1. janúar nk.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að gera ekki athugasemd við veitingu tímabundins tækifærisleyfis vegna dansleiks þann 1. janúar 2025 í samræmi við fyrirliggjandi umsókn.
7. Ósk um afnot af íþróttahúsinu í Varmá vegna Þorrablóts Aftureldingar 25. janúar 2025202412197
Ósk Ungmennafélagsins Aftureldingar um afnot af íþróttahúsinu að Varmá vegna Þorrablóts Aftureldingar 25. janúar 2025.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að veita Ungmennafélagi Aftureldingar leyfi fyrir afnotum af íþróttahúsinu að Varmá vegna Þorrablóts Aftureldingar 25. janúar 2025.
8. Tímabundið áfengisleyfis - Þorrablót Aftureldingar 2025202412223
Frá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu, beiðni um umsögn vegna umsóknar um tímabundið tækifærisleyfi vegna Þorrablóts Aftureldingar þann 25. janúar nk.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að gera ekki athugasemd við veitingu tímabundins tækifærisleyfis vegna Þorrablóts Aftureldingar þann 25. janúar 2025 í samræmi við fyrirliggjandi umsókn.
9. Boð um þátttöku í samráði - drög að flokkum tíu vindorkuverkefna202412236
Frá umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytinu boð um þátttöku í samráði, drög að flokkun tíu vindorkukerfa.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að vísa málinu til skoðunar á umhverfissviði. Bæjarráð gerir athugasemd við hversu stuttur umsagnarfrestur er gefinn til að koma að athugasemdum.