Mál númer 202412107
- 8. janúar 2025
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #863
Erindi frá Sorpu bs. þar sem óskað er eftir að uppbygging nýrrar endurvinnslustöðvar við Lambhagaveg verði tekin til umræðu og afgreiðslu á vettvangi sveitarfélagsins.
Afgreiðsla 1651. fundar bæjarráðs staðfest á 863. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 19. desember 2024
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1651
Erindi frá Sorpu bs. þar sem óskað er eftir að uppbygging nýrrar endurvinnslustöðvar við Lambhagaveg verði tekin til umræðu og afgreiðslu á vettvangi sveitarfélagsins.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum fyrirliggjandi tillögu um fjármögnun uppbyggingar nýrrar endurvinnslustöðvar við Lambhagaveg. Bæjarráð áréttar jafnframt bókun eigendafundar um hvatningu til stjórnar Sorpu bs. að leita leiða til að lágmarka þá fjárhæð sem taka þurfi að láni vegna framkvæmda á vegum byggðasamlagsins.