Mál númer 202310444
- 25. október 2023
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #837
Tillaga D lista til bæjarráðs þar sem lagt er til að félagsstarf eldri borgara fái afnot af Brúarlandi undir starfsemi sína.
Afgreiðsla 1598. fundar bæjarráðs samþykkt á 837. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 19. október 2023
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1598
Tillaga D lista til bæjarráðs þar sem lagt er til að félagsstarf eldri borgara fái afnot af Brúarlandi undir starfsemi sína.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að vísa fyrirliggjandi tillögu D lista inn í þarfagreiningu í málaflokki eldri borgara, sem tillaga liggur fyrir um að verði unnin á vettvangi velferðarnefndar.
***
Bókun B, C og S lista:
Ljóst er að skoða þarf aðstöðumál félagsstarfs eldri borgara í Mosfellsbæ. Reynslan t.d. af félagsstarfi í Hlégarði á þriðjudögum undanfarna mánuði sýnir það. Til að unnt sé að taka ígrundaða ákvörðun um hvar skynsamlegast sé að hýsa félagsstarfið til framtíðar litið þarf að fara fram vönduð þarfagreining. Sú þarfagreining þarf að taka mið af hugmyndum um framþróun félagsstarfsins og fjölgun eldri borgara á komandi árum. Inn í þá vinnu verður m.a. verðmætt að fá niðurstöður könnunar sem áætlað er að leggja fyrir eldra fólk í Mosfellsbæ. Tillaga um slíka þarfagreiningu liggur fyrir næsta fundi velferðarnefndar.