Mál númer 201909191
- 18. ágúst 2020
Fjölskyldunefnd Mosfellsbæjar #296
Fundur Bæjarstjórnar nr. 746 sendi málið til kynningar Öldungaráðs
- 23. júlí 2020
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1452
Fundur Bæjarstjórnar nr. 746 sendi málið til kynningar Öldungaráðs
Afgreiðsla 18. fundar öldungarráðs lögð fram til kynningar á 1452. fundi bæjarráðs.
- 15. júlí 2020
Öldungaráð Mosfellsbæjar #18
Fundur Bæjarstjórnar nr. 746 sendi málið til kynningar Öldungaráðs
- 2. október 2019
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #746
Drög að leiðbeiningum fyrir sveitarfélög um stuðningsþjónustu skv. l.nr. 40/1991
Afgreiðsla 285. fundar fjölskyldunefndar samþykkt á 746. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
Fulltrúi S lista leggur til að erindið verði sent til kyningar til Öldungaráðs. Tillagan er samþykkt með níu atkvæðum.
- 17. september 2019
Fjölskyldunefnd Mosfellsbæjar #285
Drög að leiðbeiningum fyrir sveitarfélög um stuðningsþjónustu skv. l.nr. 40/1991
Drög að leiðbeiningum um stuðningsþjónustu fyrir sveitarfélög samkvæmt lögum nr. 40/1991 ásamt umsögn samráðshóps um velferðarþjónustu í Kraganum kynnt.
Í ljósi þess að fyrirliggjandi drög uppfylla að mati nefndarinnar ekki ákvæði 26. gr. laga um félagsþjónustu sveitarfélaga nr. 40/1991 um framkvæmd stuðningsþjónustu, þá beinir fjölskyldunefnd Mosfellsbæjar þeim tilmælum til félagsmálaráðuneytisins að hraðað verði vinnu við leiðbeiningar um framkvæmd stuðningsþjónustu. Lögð er áhersla á að í leiðbeiningunum séu vel skilgreind mörk stuðningsþjónustu og heilbrigðisþjónustu.