Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

Mál númer 202004230

  • 16. september 2020

    Bæj­ar­stjórn Mos­fells­bæj­ar #767

    Nið­ur­staða starfs­hóps stjórn­valda um áhrif Covid-19 á fjár­mál sveit­ar­fé­laga.

    Bók­un bæj­ar­full­trúa C-, D-, L-, S- og V-lista.
    Ljóst er að veru­legt tekjutap og kostn­að­ar­auki verð­ur hjá sveit­ar­fé­lög­um um allt land vegna Covid 19 árin 2020 og 2021. Sam­kvæmt sam­an­tekt sveit­ar­fé­lag­anna á höf­uð­borg­ar­svæð­inu er áætlað að sam­an­lögð rekstr­arnið­ur­staða sveit­ar­fé­lag­anna allra verði verri sem nem­ur 26,6 millj­örð­um á ár­inu 2020. Áætlað tekjutap og kostn­að­ar­auki fyr­ir Mos­fells­bæ er um 1,4 millj­arð­ar króna á ár­inu 2020.

    Það er mik­il­vægt að rík­is­sjóð­ur komi að mál­um með al­menn­um að­gerð­um, bein­um fjár­hags­leg­um stuðn­ingi, til að verja þjón­ustu og starf­semi sveit­ar­fé­lag­anna. Al­mennt er rík­i­s­jóð­ur í betri að­stöðu en sveit­ar­fé­lög­in til að skuld­binda sig með til­liti til tekju­öfl­un­ar, láns­kjara og pen­inga­mark­aðs­að­gerða. Slík ráð­stöf­un myndi koma í veg fyr­ir mik­ið tjón til fram­tíð­ar fyr­ir íbúa lands­ins.

    Verði efna­hags­leg­um áhrif­um af far­aldr­in­um velt yfir á fjár­hag sveit­ar­fé­laga sem ein­göngu verði mætt með stór­auk­inni lán­töku, er ljóst að það hef­ur langvar­andi áhrif á alla þjón­ustu við íbúa og nauð­syn­leg­ar fram­kvæmd­ir. Aukn­ar skuld­ir munu óhjá­kvæmi­lega hafa í för með sér nið­ur­skurð og skerta getu sveit­ar­fé­laga til að sinna nær­þjón­ustu við íbúa sveit­ar­fé­lags­ins. Sveit­ar­fé­lög­in þurfa mun lengri tíma en rík­is­sjóð­ur til að jafna sig á slík­um að­gerð­um eins og get­ið er um hér að fram­an.

    Bæj­ar­stjórn Mos­fells­bæj­ar bein­ir því til rík­is­stjórn­ar Ís­lands að bregð­ast við tekju- og kostn­að­ar­auka sveit­ar­fé­lag­anna með al­menn­um að­gerð­um til við­bót­ar þeim nauð­syn­legu sér­tæku að­gerð­um sem hafa lit­ið dags­ins ljós og eru til um­ræðu.

    Bók­un bæj­ar­full­trúa M-lista.
    Það er al­gengt eft­ir slæl­eg­an rekst­ur og ára­langa sóun í ýmis gælu­verk­efni að bíða eft­ir þann­ig ár­ferði að hægt verði að dylja fjár­hags­leg­an sóða­skap, safna hon­um sam­an og koma hon­um svo á herð­ar ann­arra þeg­ar færi gefst. Þessi bjarn­ar­greiða­bók­un til handa rík­is­stjórn­inni er ekki trú­verð­ug. Bók­un­in er orð­uð fyr­ir höf­uð­borg­ar­svæð­ið í held en ekki að­eins Mos­fells­bæ í sama mund og sömu meiri­hlut­ar þess­ara sveit­ar­fé­laga eru við völd sem heimta af rík­is­sjóði að far­ið sé í óarð­bært verk­efni eins og Borg­ar­lín­una. Þessi bók­un ætti að snúa að því að vegna fjár­hags­legra að­stæðna hafni Mos­fells­bær al­far­ið þátt­töku sinni í þessu óláns­lega verk­efni. Þetta er verk­efni sem ákveð­ið var að fara í án þess að fyr­ir lægi rekstr­ar- og fjár­fest­ingaráætlun. Slík­um sveita­stjórn­ar­meiri­hlut­um er tæp­ast treyst­andi til að taka við frek­ara fjár­magni úr hendi rík­is­sjóðs að svo komnu máli. Sök­um þessa sit­ur full­trúi Mið­flokks­ins hjá hvað þessa bók­un varð­ar sem snýr í raun að „leit ull­ar í geit­ar­húsi“ rík­is­stjórn­ar Ís­lands.

    Bók­un bæj­ar­full­trúa D- og V-lista.
    Bók­un full­trúa M - lista er full af ósann­ind­um og dylgj­um. Bók­un­in er ekki svara­verð og dæm­ir sig sjálf.

    Mos­fells­bær er vel rek­ið sveit­ar­fé­lag og þar hef­ur ver­ið sýnd ábyrgð í rekstri hér eft­ir sem hing­að til.

    Gagn­bók­un bæj­ar­full­trúa M-lista.
    Þessi bók­un lág­marks meiri­hluta í bæj­ar­stjórn Mos­fells­bæj­ar bend­ir ekki til þess að ætl­un­in sé að læra af reynsl­unni og gæta að ör­uggri og ábyrgri fjár­mála­stjórn held­ur er þver­skallast við þrátt fyr­ir að stað­reynd­ir blasi nú við.


    Af­greiðsla 1457. fund­ar bæj­ar­ráðs sam­þykkt á 767. fundi bæj­ar­stjórn­ar með níu at­kvæð­um.

    • 10. september 2020

      Bæj­ar­ráð Mos­fells­bæj­ar #1457

      Nið­ur­staða starfs­hóps stjórn­valda um áhrif Covid-19 á fjár­mál sveit­ar­fé­laga.

      Grein­ar­gerð um helstu nið­ur­stöð­ur starfs­hóps um fjár­mál sveit­ar­fé­laga lögð fram en um er að ræða sam­eig­in­leg­an starfs­hóp rík­is og sveit­ar­fé­laga til að meta áhrif Covid-19 á fjár­mál rík­is og sveit­ar­fé­laga. Í nið­ur­stöð­um starfs­hóps­ins kem­ur fram að gera megi ráð fyr­ir mun lak­ari rekstr­arnið­ur­stöðu sveit­ar­fé­laga 2020 og að tekj­ur þeirra af út­svari muni drag­ast veru­lega sam­an.

      Bæj­ar­stjóri fór yfir skýrsl­una og al­var­leg áhrif Covid-19 á fjár­hags­stöðu sveit­ar­fé­laga.

    • 29. apríl 2020

      Bæj­ar­stjórn Mos­fells­bæj­ar #760

      Minn­is­blað frá Sam­tök­um sveit­ar­fé­laga á höf­uð­borg­ar­svæð­inu varð­andi áhrif Covid 19 á fjár­hag og þjón­ustu sveit­ar­fé­lag­anna á höf­uð­borg­ar­svæð­inu.

      Af­greiðsla 1440. fund­ar bæj­ar­ráðs sam­þykkt á 760. fundi bæj­ar­stjórn­ar með níu at­kvæð­um.

      • 29. apríl 2020

        Bæj­ar­stjórn Mos­fells­bæj­ar #760

        Minn­is­blað frá Sam­tök­um sveit­ar­fé­laga á höf­uð­borg­ar­svæð­inu varð­andi áhrif Covid 19 á fjár­hag og þjón­ustu sveit­ar­fé­lag­anna á höf­uð­borg­ar­svæð­inu.

        Af­greiðsla 1440. fund­ar bæj­ar­ráðs sam­þykkt á 760. fundi bæj­ar­stjórn­ar með níu at­kvæð­um.

        • 22. apríl 2020

          Bæj­ar­ráð Mos­fells­bæj­ar #1440

          Minn­is­blað frá Sam­tök­um sveit­ar­fé­laga á höf­uð­borg­ar­svæð­inu varð­andi áhrif Covid 19 á fjár­hag og þjón­ustu sveit­ar­fé­lag­anna á höf­uð­borg­ar­svæð­inu.

          Bæj­ar­stjóri kynnti efni minn­is­blað Sam­taka sveit­ar­fé­laga á höf­uð­borg­ar­svæð­inu til fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra þar sem leitað er eft­ir stuðn­ingi rík­is­ins við starf­semi sveit­ar­fé­laga.

          Bæj­ar­ráð Mos­fells­bæj­ar tek­ur und­ir ósk­ir og áhersl­ur í minn­is­blaði SSH til fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra um nauð­syn þess að rík­ið komi að stuðn­ingi við starf­semi sveit­ar­fé­laga.