Mál númer 202504241
- 30. apríl 2025
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1666
Óskað er heimildar bæjarráðs til að fara í endurbætur í Lágafellsskóla með það að markmiði að bæta loftgæði og lýsingu í húsnæðinu ásamt því að endurgera innréttingar í heimilisfræðistofu skólans.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að heimila umhverfissviði að semja við þjónustuverktaka skv. rammasamningi um framkvæmd verksins í samræmi við fyrirliggjandi tillögu.