Mál númer 202308285
- 30. ágúst 2023
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #833
Lögð er fram til kynningar og afgreiðslu tillaga að deiliskipulagsbreytingu á frágangi tengibrautar Leirvogstunguhverfis, frá Vesturlandsvegi að Fossa- og Vogatungu. Breytingin felur í sér að færa í skipulag frágang götu og breytta staðsetningu almenningsvagna. Uppfærsla á uppdrætti er unnin til samræmingar við framkvæmdir hraðatakmarkandi aðgerða á svæðinu. Breytingin er sett fram á uppdrætti í skalanum 1:1000.
Afgreiðsla 590. fundar skipulagsefndar samþykkt á 833. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 25. ágúst 2023
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #594
Lögð er fram til kynningar og afgreiðslu tillaga að deiliskipulagsbreytingu á frágangi tengibrautar Leirvogstunguhverfis, frá Vesturlandsvegi að Fossa- og Vogatungu. Breytingin felur í sér að færa í skipulag frágang götu og breytta staðsetningu almenningsvagna. Uppfærsla á uppdrætti er unnin til samræmingar við framkvæmdir hraðatakmarkandi aðgerða á svæðinu. Breytingin er sett fram á uppdrætti í skalanum 1:1000.
Skipulagsnefnd samþykkir með fimm atkvæðum að tillagan hljóti afgreiðslu skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulagsnefnd metur breytinguna þó óverulega með tilliti til þess að hún varðar núverandi stöðu og framkvæmd vega með áherslu á frágang gatna og umferðaröryggi. Með vísan í 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga, um kynningarferli grenndarkynninga, metur skipulagsnefnd aðeins sveitarfélagið helsta hagsmunaaðila máls þar sem land og vegur er í eigu og umsjón bæjarins. Skipulagsnefnd ákveður því að falla frá kröfum um grenndarkynningu sömu málsgreinar. Breytingartillaga deiliskipulags telst því samþykkt og skal hljóta afgreiðslu skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og annast skipulagsfulltrúi staðfestingu skipulagsins.