Mál númer 202208785
- 26. október 2022
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #814
Tillaga um aukinn frístundaakstur lögð fram umfjöllunar.
Afgreiðsla 412. fundar fræðslunefndar samþykkt á 814. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 19. október 2022
Fræðslunefnd Mosfellsbæjar #412
Tillaga um aukinn frístundaakstur lögð fram umfjöllunar.
Fræðslunefnd samþykkir með fimm atkvæðum tillögu Fræðslu- og frístundasviðs að farið verði í tilraunaverkefni sem felst í því að bæta við einum hring frístundarútu frá Varmárskóla kl. 16:15 sem ekur eftirfarandi leið: Hefur akstur við íþróttamiðstöðina að Varmá, ekur þaðan í Helgafellsskóla, næst í Krikaskóla og Lágafellsskóla, hringnum lýkur aftur við íþróttamiðstöðina að Varmá. Ekið yrði frá 27. október til og með 20. desember n.k. og þá yrði verkefnið endurskoðað með tilliti til nýtingar og breytinga á fyrirkomulagi frístundarútu. Málinu er ennfremur vísað til íþóttar- og tómstundanefndar til upplýsinga.