Mál númer 202003460
- 24. júní 2020
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #764
Afhending styrkja til ungra og efnilegra ungmenna fyrir sumarið 2020
Afgreiðsla 237. fundar íþrótta-og tómstundanefndar samþykkt á 764. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 11. júní 2020
Íþrótta- og tómstundanefnd Mosfellsbæjar #237
Afhending styrkja til ungra og efnilegra ungmenna fyrir sumarið 2020
Á fund nefndarinnar mættu styrkþegar sumarsins 2020 með gestum. Formaður nefndarinnar bauð þau velkomin og óskaði þeim til hamingju og velfarnaðar fyrir hönd Mosfellsbæjar.
- 15. apríl 2020
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #759
Styrkir til efnilegra ungmenna sumarið 2020. Alls bárust umsóknir frá 12 ungmennum. Meðfylgjandi eru umsóknir og fylgiskjöl.
Haraldur Sverrisson vék sæti undir þessum dagskrárlið.
Tillaga M-lista
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar samþykkir að þeir sem hlutu hálfan styrk, sbr. fyrirliggjandi minnisblað frá íþrótta- og tómstundanefnd Mosfellsbæjar, fái fullan styrk. Þeir sem sóttu um styrk en ekki eru tilgreindir á minnisblaði nefndarinnar skulu hljóta fullan styrk. Skal gerður viðauki við fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar vegna þessa ef þurfa þykir.Tillaga M-lista var felld með sjö atkvæðum. Bæjarfulltrúi M-lista kaus með tillögunni.
Bókun M-lista
Fulltrúi Miðflokksins lagði fram eftirfarandi tillögu sem ekki var samþykkt: „Bæjarstjórn Mosfellsbæjar samþykkir að þeir sem hlutu hálfan styrk, sbr. fyrirliggjandi minnisblað frá íþrótta- og tómstundanefnd Mosfellsbæjar, fái fullan styrk. Þeir sem sóttu um styrk en ekki eru tilgreindir á minnisblaði nefndarinnar skulu hljóta fullan styrk. Skal gerður viðauki við fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar vegna þessa ef þurfa þykir“. Í ljósi fordæmalausra aðstæðna vegna COVID-19 og tilsvarandi samkomubanns hefur ungt afreksfólk ekki getað æft eins og verið hefur. Það sem íþrótta- og tómstundanefnd ákvarðaði mun hafa staðið eftir sem áður þó svo að tillagan hafi verið samþykkt. Hér var aðeins kallað eftir því að bæta við fjármunum til að styrkja fleiri en núgildandi reglur segja til um. Bæjarstjórn er heimilt að breyta frá reglum þegar um fordæmalausar aðstæður er að ræða enda æðsta vald í málefnum Mosfellsbæjar.Bókun C, S og L-lista
Bæjarfulltrúar Viðreisnar, Samfylkingar og Vina Mosfellsbæjar geta ekki samþykkt tillögu bæjarfulltrúa Miðflokksins um veitingu íþróttastyrkja til allra er sækja um eins og hún liggur fyrir. Ef breyta á úthlutun á íþróttastyrkjum í Mosfellsbæ ætti að gera það þannig að jafnræðis sé gætt og íþróttafólk í Mosfellsbæ geti sótt um styrki með breyttu fyrirkomulagi. Gegnsæi og jafnræði á að vera í öllum styrkjaúthlutunum í Mosfellsbæ. Tekið er undir það sjónarmið að áríðandi er að styrkja ungt fólk sumarið 2020 þar sem líklegt er að atvinnuleysi ungs fólks verði verulegt.
Bókun D og V-lista
Reglur um styrki til efnilegs ungs fólks voru endurskoðaðar í mars 2019. Þar geta ungmenni á aldrinum 16-20 ára sótt um að uppfylltum þeim skilyrðum sem sett eru fram í reglunum. Þar kemur fram að árlega veitir íþrótta- og tómstundanefnd styrki til 3-5 einstaklinga, breytilegt milli ára þar sem kostnaður fer eftir aldri styrkþega og hvort er um hlutfallsgreiðslur að ræða. Að þessu sinni fengu 6 styrk, 3 fullan styrk og 3 hálfan styrk.
Á hverju ári berast umsóknir frá hæfileikaríku ungu fólki, mismargar eftir árum. Íþrótta- og tómstundanefnd velur á hverju ári efnilegustu ungmennin úr hópi umsækjanda. Ef allir umsækjendur fengju styrk væru forsendur fyrir styrkjum sem þessum ekki lengur til staðar.
Vert er að taka fram að Mosfellsbær mætir þeim unglingum sem eru á aldrinum 13-15 ára (8.-10.b.) og taka þátt í til dæmis í landsliðsverkefnum eða verkefnum fyrir félög/félagasamtök. Ef þau eru skráð í vinnu í Vinnuskóla Mosfellsbæjar geta þau sótt formlegt um leyfi á launum þann tíma sem að verkefnið varir en skilyrði er að þau skili lágmarks vinnuframlagi.
Á þeim fordæmafáu tímum sem nú eru og hvað varðar atvinnumöguleika ungs fólks (16-25 ára) þá er mikilvægt að sveitarfélagið horfi í heild sinni á atvinnumöguleika ungs fólks sumarið 2020. Það er markmiðið að ungmennum á aldrinum 16-20 ára (með lögheimili Mosfellsbæ) verði tryggð sumarvinna hafi þau ekki aðra atvinnumöguleika sumarið 2020 eins og kemur fram í aðgerðaráætlun vegna covid-19 sem bæjarstjórn samþykkti á síðasta fundi sínum. Slík sumarátaksstörf kæmu á móts við þau ungmenni sem ekki hlutu styrk eða hlutastyrk að þessu sinni
Afgreiðsla 236. fundar íþrótta-og tómstundarnefnd samþykkt á 759. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum. - 2. apríl 2020
Íþrótta- og tómstundanefnd Mosfellsbæjar #236
Styrkir til efnilegra ungmenna sumarið 2020. Alls bárust umsóknir frá 12 ungmennum. Meðfylgjandi eru umsóknir og fylgiskjöl.
Fyrir nefndinni lágu 12 umsóknir. Íþrótta og tómstundanefnd leggur til að eftirfarandi ungmenni hljóti styrk sumarið 2020 til að stunda sína tómstund og íþrótt. Sjá fylgiskjal merkt fylgiskjal til bæjarstjórnar.