Mál númer 202003498
- 15. apríl 2020
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #759
Umsóknir um styrki til úr lista- og mennningarsjóði Mosfellsbæjar fyrir árið 2020 teknar til umfjöllunar.
Afgreiðsla 16. fundar menningar-og nýsköpunarnefnd samþykkt á 759. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 2. apríl 2020
Menningar- og nýsköpunarnefnd #16
Umsóknir um styrki til úr lista- og mennningarsjóði Mosfellsbæjar fyrir árið 2020 teknar til umfjöllunar.
Afgreiðsla umsókna um fjárveitingar til lista- og menningarmála árið 2020.
Í ljós hefur komið að vegna tæknilegra vandamála skilaði ein umsókn um styrk úr lista- og menningarsjóði Mosfellsbæjar sér ekki til bæjarins áður en umsóknarfrestur rann út. Því er lagt til að umsókn Ascension MMXX tónlistarhátíðar verði tekin til afgreiðslu á þessum fundi.
Menningar- og nýsköpunarnefnd leggur til að úthlutun fjárveitinga til lista- og menningarmála árið 2020 verði með eftirfarandi hætti:
Miðnætti leikhús vegna nýrra sjónvarpsþátta Þorra og Þuru kr. 500.000.Sigfús Tryggvi Blumenstein til skráningar á stríðsminjasafni kr. 200.000.
Aðventutónleikar Diddú og drengjanna kr. 200.000.
Álafosskórinn, Kammerkór Mosfellsbæjar, Kvennakórinn Heklurnar, Kvennakórinn Stöllurnar og Varmárkórinn, hver og einn kr. 200.000.
Sigurður Óskar Lárus Bragason vegna myndlistarsýningar í Mosfellsbæ kr. 300.000.
Hulda Björk Guðmundsdóttir vegna fyrirlestra um fornleifafræði kr. 250.000.
Helfró þungarokksverkefni kr. 150.000.