Mál númer 201906417
- 15. apríl 2020
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #759
Erindi Aftureldingar varðandi heiti á Varmárvelli.
Afgreiðsla 1437. fundar bæjarráðs samþykkt á 759. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 2. apríl 2020
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1437
Erindi Aftureldingar varðandi heiti á Varmárvelli.
Bæjarráð samþykkir fyrirhugaða nafngift fyrir sitt leyti með 3 atkvæðum
Bókun V-lista
Áheyrnarfulltrúi VG í bæjarráði telur það ekki góða þróun að styrktarsamningur milli UMFA og einkafyrirtækis leiði til nafnabreytingar á íþróttamannvirki sem er alfarið í eigu Mosfellsbæjar. - 21. ágúst 2019
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #743
Ungmennafélagið Afturelding óskar eftir heimild til að hefja viðræður við aðila sem hafa áhuga á því að gera auglýsingasamning við félagið um nöfn íþróttamannvirkja að Varmá.
Afgreiðsla 1405. bæjarráðs lögð fram til kynningar á 743. fundi bæjarstjórnar.
- 4. júlí 2019
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1405
Ungmennafélagið Afturelding óskar eftir heimild til að hefja viðræður við aðila sem hafa áhuga á því að gera auglýsingasamning við félagið um nöfn íþróttamannvirkja að Varmá.
Bókun fulltrúa VG
Áheyrnarfulltrúi VG í bæjarráði telur það ekki góða þróun ef styrktarsamningur á milli Aftureldingar og einkafyrirtækis leiðir til nafnabreytingar á skóla- og íþróttamannvirkjunum á Varmá sem eru alfarið í eigu Mosfellsbæjar.Bæjarráð samþykkir með þremur atkvæðum að fela bæjarstjóra að ræða við fulltrúa Aftureldingar um fyrirkomulag merkinga á íþróttamannvirkjum og að niðurstaðan verði kynnt bæjarráð.