Mál númer 202301247
- 19. janúar 2023
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1564
Ósk um að Mosfellsbær tilnefni áheyrnarfulltrúa í starfshóp um þróun hringrásargarðs á Álfsnesi. Jón Viggó Gunnarsson, formaður hópsins, kemur og kynnir verkefnið ásamt Jóni Kjartani Ágústssyni, svæðisskipulagsstjóra og Óla Erni Eiríkssyni, teymisstjóra atvinnu- og borgarþróunar Reykjavíkurborgar.
Fulltrúar úr starfshópi um þróun hringrásargarðs á Álfsnesi kynntu verkefnið. Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að fela bæjarstjóra að tilnefna áheyrnarfulltrúa í starfshópinn fyrir hönd Mosfellsbæjar.