Mál númer 202301247
- 15. mars 2023
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #823
Lögð var fyrir umhverfisnefnd kynning á hugmyndafræði verkefnis um hringrásargarð í Álfsnesi. Á fundinn mættu Jón Viggó Gunnarsson frá SORPU og Óli Örn Eiríksson frá Reykjavíkurborg frá SSH og kynntu málið.
Afgreiðsla 236. fundar umhverfisnefndar samþykkt á 823. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 1. febrúar 2023
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #820
Ósk um að Mosfellsbær tilnefni áheyrnarfulltrúa í starfshóp um þróun hringrásargarðs á Álfsnesi. Jón Viggó Gunnarsson, formaður hópsins, kemur og kynnir verkefnið ásamt Jóni Kjartani Ágústssyni, svæðisskipulagsstjóra og Óla Erni Eiríkssyni, teymisstjóra atvinnu- og borgarþróunar Reykjavíkurborgar.
Afgreiðsla 1564. fundar bæjarráðs samþykkt á 820. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 19. janúar 2023
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1564
Ósk um að Mosfellsbær tilnefni áheyrnarfulltrúa í starfshóp um þróun hringrásargarðs á Álfsnesi. Jón Viggó Gunnarsson, formaður hópsins, kemur og kynnir verkefnið ásamt Jóni Kjartani Ágústssyni, svæðisskipulagsstjóra og Óla Erni Eiríkssyni, teymisstjóra atvinnu- og borgarþróunar Reykjavíkurborgar.
Fulltrúar úr starfshópi um þróun hringrásargarðs á Álfsnesi kynntu verkefnið. Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að fela bæjarstjóra að tilnefna áheyrnarfulltrúa í starfshópinn fyrir hönd Mosfellsbæjar.